Leiðangri lokið og markmiðum náð

Jæja, þá er erum við Anna loksins komin heim. Svona ykkur að segja þá fórum við til Englands og ekki af góðu tilefni. Stjúpfaðir minn, (Hafsteinn) og móðir mín (Inga Lóa) voru í heimsókn hjá Rögnu Lóu systir og Hermanni manni hennar yfir jólin. Á brottfarardegi þá hrasar Hafsteinn og dettur aftur fyrir sig og skellur á hnakkann. Við skellinn þá höfuðkúpubrotnaði hann og það blæddi inn á heilann. Auk þess fékk hann lunganbólgu í kjölfarið og einhverja spítalasýkingu líka. Um tíma var hann í talsverðri hættu, haldið sofandi í nokkra daga á sjúkrahúsi í Southampton en Ragna Lóa og Hermann búa í Pool sem er þarna nálægt. Loks rankaði hann við sér en var afar illa áttaður. Ragna Lóa og Hermann voru meira og minna á sjúkrahúsinu í 2 vikur og þau eru hinar raunverulegu hetjur fyrir utan Hafstein sjálfan auðvitað. Eins og gefur að skilja þá fylgir því mikil fyrirhöfn og vesen að veikjast eða slasast illa erlendis fyrir hvern sem er og hvaðan sem hann er. Alls kyns pappírsvesen, samskipti milli landa bæði við lækna hér heima sem og tryggingafélög og loks SOS í Danmörku sem sér um og greiðir ýmsan kostnað hafi menn tryggt sig hér heima. Allt þetta sáu Ragna Lóa og Hermann um meðan Hafsteinn var meðvitundarlaus og alveg þar til við fórum með hann heim núna á föstudaginn en þá hafði hann náð nægum bata til að þola flugferð. Þegar þau voru búin að vera vakin og sofin yfir Hafsteini í 2 vikur báðu þau og móðir mín okkur um að koma og leysa þau af enda hafa þau sjálf í nógu að snúast sjálf með 2 litlar telpur á heimilinu og Hermann með sinn feril hjá Portsmouth. Að sjálfsögðu fórum við eins og þegar er komið fram þó fyrirvarinn væri lítill en þannig mál leysa menn. Jæja, en eftir að Hafsteinn náði áttum síðasta sunnudag þá náði hann það nægum bata að hann gat komið með okkur heim í gær, föstudaginn 16 janúar. Er komin á LSH í Fossvogi og verður þar einhvern tíma í endurhæfingu. Við sem sagt settum okkur það markmið þegar við fórum að koma með hann heim næstu helgi og það tókst.

Það var ekkert mál að vera íslendingur í Southampton og nágrenni fyrir utan auðvitað að þora ekki að keyra enda allt á vitlausum vegarhelmingi og ég hefði eflaust valdið stórslysi hefði ég dirfst að aka í Englandi. Fáir töluðu um Icesave og allt bankabullið. Þeir sem það gerðu höfðu á því fullan skilning þ.e. þeir vissu að þjóðin hafði ekkert með það að gera heldur örfáir menn og algjörlega vanhæf stjórnvöld. Hvað þeir sögðu við mig, hinn almenni borgari í Bretlandi kem ég að síðar. Sjúkrahúsið í Southampton þjónar stóru svæði og nokkur hundruð þúsund manns. Þarna var mikill erill og auðvitað haugur af fólki af öllum stærðum, gerðum og þjóðernum. Starfsfólkið var indælt og boðið og búið að aðstoða hvenær sem var og kunni sitt fag upp á 10. Sjúkrahúsið í Southampton er eins konar samfélag út af fyrir sig, í aðalandyri eru staðsettar verslanir og veitingahús og kaffihús af ýmsu tagi. Þarna er til að mynda fataverlsun, ein verslun með bækur, ritföng, sælgæti kalda drykki ofl. Önnur verslun með mjólkurvörur, snakk, minjagripi, venjuelgar sjoppuvörur ofl. Skartgripaverlun svo undarlegt sem það er. Burger King með veitingastað, tvö kaffihús með tilheyrandi og loks stórt mötuneyti með marga heimilisrétti í hvert mál og allt opið langt fram á kvöld. Við vorum á sérstakri höfuðáverka-  og heilaskaðadeild sem er ein af fimm bestu í Evrópu. Þarna voru margir afar veikir einstaklingar tengdir alls kyns tækjum og tólum og starfsfólkið nánast alltaf á fullu. Þarna giltu strangar hreinlætisreglur, spritt- og sótthreinsigræjur um alla veggi og við öll rúm. Maður þurfti að sótthreinsa sig áður en maður fékk leyfi til að koma inn á deildina, aftur áður en hurðin var opnuð eða við sótt fram. Áður en maður snerti sjúkling og á eftir auk þess að vera með svuntu og hanska. Út um allt á öllum veggjum hengju áróðursspjöld um mikilvægi hreinna handa til að koma í veg fyrir sóttsmit enda gaf það auga leið að jafn veikir einstaklingar og þarna voru eru veikir fyrir og þola lítið. Þetta var mikil lífsreynsla og kenndi mér mikið. Háklassa heilbrigðisþjónusta eins og við höfum notið fram að þessu er ekki sjálfsögð. Þess vegna verðum við að standa vörð um hana með öllum ráðum. Þess vegna er ömurlegt að vita til þess að verið sé að skera niður í heilbrigðisþjónustunni um rúmlega 7 milljarða á þessu ári og bitnar það mest á landsbyggðinni skilji ég hlutina rétt. Þetta er svipuð upphæð og BÁ fékk fyrir hlutabréfin í sín í Glitni þegar hann sá í hvað stefndi, sagði upp, seldi bréfin á yfirverði og flúði land. Það þótti á þeim tíma létt verk og löðurmannlegt. Jæja, nóg að sinni, set meira inn á morgun um ferðina og þá upplifun mína á efnahagsástandinu í UK og hvað hinum almenna breta fannst um íslensku þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Velkomintil baka.

Kveðja

Guðmundur Óli

Guðmundur Óli Scheving, 17.1.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég vona Hafsteinn fái góðan bata og velkomin heim.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.1.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Velkominn heim! Vona að stjúpfaðir þinn fái ekki verri umönnun hér heima en úti í Bretlandi þannig að honum batni fljótt og vel. Hlakka til að sjá hvað þú ætlar að hafa eftir Bretunum um okkur Íslendinga

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.1.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Heill og sæll bloggvinur, ég vona bara að stjúpi þinn nái heilsu á ný

Kristbjörn Árnason, 18.1.2009 kl. 16:21

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir það öll, Hafsteinn er í góðum höndum og ætti að ná sér alveg.

Arinbjörn Kúld, 18.1.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Dóra

Velkomin til baka... ég hef ekkert verið neitt hér inni að ráði og hef því ekkert verið að lesa neitt.. En gott að allt gekk eins og það átti að ganga.. Heilsa í bæinn. knús Dóra

Dóra, 23.1.2009 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband