Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Sundruð þjóð

Við íslendingar erum sundruð þjóð. Alþingi er í upplausn vegna icesave málsins og fleiri brýnna mála. Sá sandkassaleikur og typpasamanburður sem þar fer fram er ömurlegur. Verst er framganga hrunflokkana sem láta eins og hrunið og spillingin hafi komið frá litlum ljótum köllum í útlöndum. Ömurlegar eru fullyrðingar þeirra um að ábyrgðin á icesave sé alfarið Vinstri grænna og þá einkum og sér í lagi á ábyrgð Steingríms. Ég er alfarið á móti icesave samkomulaginu, það hefur komið fram fyrir löngu og ég ætla ekki að endurtaka það enn einu sinni á þessu bloggi. Ábyrgð Steingríms fellst fyrst og fremst í því að hafa skipt um skoðun varðandi þessa nauðung sem icesave er og skrifa undir fyrir hönd ríkisins og knýja fram samþykkt ömurleikans á þingi án þess að útskýra það fyrir þjóð sinni hvers vegna! Það eina sem hann hefur sagt við þjóð sína um viðsnúning sinn er þetta: það besta sem við gerum í stöðunni er að samþykkja og að okkar bíði helvíti á jörðu ef við gerum það ekki!

Í fréttum og á bloggi hafa menn afar skiptar skoðanir á málinu, jafnvel svo að menn ausi hvern annan svívirðingum. Það er ekki gott. Hinn óbreytti íslendingur sem ekki bloggar er orðin ráðvilltur og ruglaður og skilur engan vegin af hverju honum beri að borga. Ekki síst þar sem engin - endurtek - engin hefur komið fram með óhrekjanleg rök eða lagagreinar sem segja að honum beri að borga fyrir einkabankann, landsbankann. Hinn óbreytti íslendingur er orðin þreyttur á ruglinu og þráir það eitt að fá að halda áfram með líf sitt án þess að þurfa taka ábyrgð á axarsköftum og heimsku fjárglæframanna. Hinn óbreytti íslendingur er orðin afar þreyttur á klofnum tungum stjórnmálaflokka og -manna sem aðeins hugsa um eigin hag. Hinn óbreytti íslendingur horfir uppá aðra óbreytta íslendinga missa vinnu sína, íbúð, bíla, framtíðina, æruna og mannorðið vegna "kerfislægs vanda" eins og einn snillingurinn orðaði það. Hinn óbreytti íslendingur horfir uppá fjárglæframenn lifa í vellystingum erlendis. Hinn óbreytti íslendingur horfir uppá ráðherra skrifa uppá sk. "fjárfestingasamning" við félag í eigu eins helsta fjárglæframannsins. Ég hef ekkert á móti gagnaverum svokölluðum, bara eigendum þeirra ef þeir eru vafasamir pappírar. Hinn óbreytti íslendingur horfir uppá höfuðsmið hrunsins hylltan úti í móa, á hádegi. Hinn óbreytti íslendingur hefur horft uppá skuldir sínar vaxa líkt og svarthol þrátt fyrir að greiða þær á gjalddaga. Hinn órbreytti íslendingur hefur horft upp á vöruverð hækka líkt og engin væri morgundagurinn. Hinn óbreytti íslendingur horfir upp á samfélag sitt brotna niður á sívaxandi hraða. Engin talar máli hins óbreytta íslendings lengur. Hver flokkur hugsar um sig, hver þingmaður um sig og sinn flokk.

Hvað getur sameinað þessa þjóð? Það er eitt sem sameinar þjóðina og það er RÉTTLÆTI. Frá degi eitt í hruninu hefur réttlætið gersamlega horfið í svartnætti spillingarinnar. Við fengum von með Evu Joly sem sterk öfl í samfélaginu hata. Sú von hefur farið vaxandi ekki síst með aðkomu erlendra aðila að rannsókn hrunsins. Hinum óbreytta íslending er farið að leiðast biðin eftir réttlætinu. Honum finnst það ekki réttlæti að sumir gerandana hætti störfum í stjórnsýslunni sökum þrýstings utan frá og fái að launum feita launatékka í 15 mánuði þegar hinn óbreytti íslendingur verður að sætta sig við max 3 mánuði í uppsagnarfrest á lámarkslaunum og í mörgum tilfellum mun minna. Þeir flokkar sem nú eru á þingi munu ekki ná fram réttlæti sem þjóðin mun sætta sig við. Til þess eru of margir þingmenn nátengdir spillingunni og jafnvel gerendur, fyrir hrun, meðan á því stóð og á eftir og þá sérstaklega í þremur flokkum sem eiga því miður of marga þingmenn. Smá von kom með Borgarahreyfingunni, sú von dó. Hvað er þá til ráða? Getum við beðið eftir næstu kosningum? Getum við það? Fáum við ekki sama liðið yfir okkur aftur?

Mig langar að spyrja: hvar er leiðtogin sem leiða mun okkur úr kreppunni og á vit nýrra tíma og betra samfélagas? Nú gerist ég smá spámannslegur. Sá leiðtogi mun ekki koma frá núverandi flokkum á þingi. Hann mun koma úr hópi hinna óbreyttu íslendinga sem deilt hefur kjörum með fólkinu, tekið þátt í sorgum þess og gleði og þyrstir jafnmikið og fólkið í réttlæti. HVAR ERTU?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband