Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Hver á ísland?

Spurði einn umdeildur stjórnmálamaður einu sinni. Ég er búinn að vera afar hugsi síðustu vikur og einkum og sér í lagi í dag eftir að fréttir bárust af því að náðst hefði samkomulag við lánardrottna gömlu bankana þ.e. Glitnis og KB-banka um eignarhlut þeirra í þeim nýju sem reistir voru upp úr rústum þeirra gömlu. Landsbankin skilin eftir enda baneitraður í bak og fyrir.  Fyrst í stað fagnaði ég eignaraðild erlendu aðilana en svo fóru að renna á mig tvær grímur ef ekki fleiri. Með þessari eignaraðild þá eignast þessir erlendu aðilar ísland meira og minna. Þeir fá bankana, fá fyrirtækin sem tekin hafa verið yfir og vald guðs yfir þeim sem eru í gjörgæslu bankana og munu lenda. Þeir fá vald yfir okkur, þessum venjulega íslending sem skuldar húsnæðislánin sín, bílalán og önnur lán sem hinn venjulegi maður og kona hafa tekið. Þeir fá vald yfir bóndanum sem veðsett hefur jörð sína, framleiðslu og búfénað. Þeir fá vald yfir útgerðinni, fiskvinnslunni og kvótanum.

Í raun held ég að þetta hafi verið löngu ákveðið eða strax á fyrstu vikum kreppunnar þegar ljóst var að erlendir kröfuhafar bankana væru að tapa þúsundum milljarða eða um 13.500 milljörðum á hruni bankana. Icesave, ESB og svo þessi "einkavæðing" bankana eru nátengd.

Í fyrsta lagi þá hafa erlendir kröfuhafar sett mikin þrýsting á yfirvöld í bretlandi, hollandi og öðrum ríkjum ESB auk ESB sjálfs til að endurheimta þá fjármuni sem íslensku bankarnir "stálu" frá þeim auk icesave reikningum almennings, líknarfélaga og opinberum aðilum í þessum löndum.

Í öðru lagi eru þessi lönd ásamt ESB svo sannfærð um rétt sinn og málstað að þau settu íslandi einhverja afar kosti sem íslensk stjórnvöld telja svo ægilega að þau geti ekki skýrt frá þeim opinberlega eins og berlega hefur komið í ljós. Þeir fáu sem fengið hafa að sjá þessa kosti verða skelfingu lostnir og snýst hugur um leið og hvetja til þess að við tökum á okkur ógnarskuldbindingar icesave samkomulagsins og bæta þannig icesavereikninghöfum tjón sitt.

Í þriðja lagi er verið að bæta þessum erlendu kröfuhöfum tjón það sem gömlu bankarnir ollu þeim með því að færa þeim innlendar eignir á formi skulda almennings og fyrirtækja í þeirri von að skaði þeirra verði bættur að fullu í fyllingu tímans.

Í fjórða lagi hefur stjórnvöldum verið gerð grein fyrir því að ísland fengi aldrei inngöngu í ESB með þessi mál óuppgerð og skaðin bættur að mestu eða öllu leiti. Jafnfram hefur stjórnvöldum verið gerð grein fyirr því að ísland gæti aldrei unnið sig út úr vandanum nema ganga í ESB sem verður þá væntanlega á ljóshraða svo við getum tekið upp evru sem fyrst. Upptaka evru verður svo tilkynnt innan nokkura missera því erlendir kröfuhafar vilja ekki eiga allar þessar eignir og alla þessa rentu af þeim í ónýtri mynt.

En hverjir gætu þessir afarkostir verið fyrir utan það að einangra landið á öllum sviðum og svelta það til hlýðni. Eins og það sé ekki nægilega slæmt þá gæti ég sem best trúað því að þessir hryllilegu afar kostir væru einfaldlega þeir að íslenskum stjórnvöldum hafi verið hótað málssókn sem ísland gæti ekki annað en tapað og yrði dæmt til til greiðslu allra skulda bankakerfisins eða um 13.500 milljarðar auk algerrar einangrunar á öllum sviðum. Gelymum því ekki að stjórnvöld hafa aldrei gefið annað í skyn en að íslensku bankarnir væru með ríkisábyrgð og jafnvel lýst því yfir opinberlega sbr viðtal við DO á sínum tíma við einhverja erlenda sjónvarpsstöð í fyrravetur. Málssókn sem ísland myndi tapa og alger einangrun eru kostir sem ég held að engin stjórnmálamaður vildi takast á við og hvað þá sannfæra þjóð sína um að það væri besta leiðin út úr kreppunni. En eins og sagt er þá setur sá sem á gullið reglurnar og við erum sem sagt að komast alfarið í eigu erlendra aðila hvort sem okkur líkar betur eða verr. Mig skortir einfaldlega ímyndunarafl til að ímynda mér aðra afar kosti eða eitthvað annað sem fær hárin til að rísa á þeim sem séð hafa afarkostina.

 

Spurningu Jóns Baldvins Hannibalssonar hefur því verið svarað. Landið er í eigu erlendra fjármálastofnana, bankar eða vogunarsjóðir? Dulítið slæmt að vita ekki hver á mann. Vantar andlit á viðkomandi.  HFF!


Erum við búin á því?

Ég fabúleraði um það í vetur hve miklar erlendar skuldir okkar væru í raun. Reiknaði þetta út samkvæmt áætluðum vaxtagreiðslum fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt meðfylgjandi frétt eru þessir meintu útreikningar mínir ekki fjarri lagi. Ef við gefum okkur að landsframleiðsla sé um 1.500 milljarðar og erlendar skuldir um 240% af landsframleiðslu þá gerir það um 3.600 milljarða. Samkvæmt AGS frá í nóvember eins og segir í fréttinni er landið búið á því fari hlutfallið upp undir 240% en í fréttinni er gefið í skyn að þær séu um 253%

Í dag hefur verið skýrt frá því í fréttum að norðurlöndin ætli að lána okkur 318 milljarða. Rússland og Póland um 500 milljónir dala til viðbótar öllum öðrum lánum. Ég get ekki að því gert að velta því fyrir mér hvernig í Guðs nafni ætlum við að endurgreiða þessi ósköp. En samkvæmt þessu þá erum við búin á því. Takk fyrir það.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband