Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Klúðurland

Það er langt síðan ég hef skrifað nokkuð á þessi blogg mín. Ástæðan er sú að mér hefur ekki líkað hve hatrömm umræðan er og oft á tíðum rætin, ómálefnaleg og skilar okkur engu nema aukinni sundrung. Ég ákvað fyrir alllöngu síðan að til að halda sæmilegum sönsum og yfirsýn væri best að stíga út fyrir kassan og hreinsa hugann af öllum fyrri pólítísku skoðunum enda liggur fyrir að pólítík fyrra ára mun ekki endurreisa þetta land sem okkur þykir svo vænt um.
En nú er varla hægt að þegja lengur þegar Hæstiréttur hefur dæmt kosningar til stjórnlagaþings ólöglegar þ.e. framkvæmdina. Þema lands okkar er „klúður.“ Við getum ekkert gert rétt virðist vera. Stjórnmálin og þá einkum flokkarnir sem þeim stjórna ætla greinilega að slátra þessu samfélagi okkar í þeim tilgangi að ná völdum og halda völdum. Ný nálgun á stórnmálin er óhjákvæmileg. Flokkapólítík er dauð eða í dauðateigjunum. Hægri/vinstri pólítík eins og við þekkjum hana hafa komið samfélögum fortíðar og nútímans til andskotans og ömmu hans. Nú er nóg komið. Nú veit ég ekki með ykkur en mér er það löngu ljóst að flokkarnir eru trúfélög og hagsmunasamtök pólítíkusa en ekki flokkar sem rúma margar skoðanir, þar sem hugmyndafræðileg gerjun og þróun á sér stað. Nei – heldur skaltu trúa á hina einu sönnu leið – sama hvað. Við höfum séð örlög þeirra fáu sem hafa vogað sér annað innan flokkana og sjáum enn. Trúfélög skipta ekki um trú og/eða skoðun.
Stjórnmálin snerta alla og koma öllum við. Líka þá sem vilja ekki skipta sér af stjórnmálum – eins og ég. Stjórnmál, eins og þau eru iðkuð í dag og hafa verið letja hæft, hæfileikaríkt, grandvart og heiðarlegt fólk frá þátttöku. Þess vegna fer sem fer. Þess vegna þróast flokkarnir í þau skrímsli og andsamfélagslegu fyrirbrigði sem þeir eru. Þessu .þarf að breyta og það sem fyrst. En hvernig? Ég get bara vísað í fyrri skrfi hvað það varðar. Sú skoðun mín hefur ekki breyst.
Við verðum að horfa heilstætt á samfélag okkar, þarfir þess og hvað þarf til að uppfylla þær þarfir. Við erum öll sammála um nauðsyn sjúkrahúsa, heilsugæslu, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla, verkmennta, fjölbrautaskóla, háskóla, löggæslu auk alls þess sem nútímasamfélag krefst og við erum sammála um að eigi að vera til staðar og greitt er fyrir með skattgreiðslum okkar, hvað sem þær heita. Flokkapólítík eins og við þekkjum hana kemur þessu ekkert við og eyðileggur meira en hún byggir upp. Við eigum að kjósa okkur einstaklinga til ábyrgðarstarfa á þingi, ríkisstjórn og í sveitarstjórnum. Þess vegna er sjórnlagaþing svo mikilvægt til að koma breytingum og jákvæðri þróun af stað.
En svo má líka spyrja: hvern andskotan er ég að vilja upp á dekk?
Kveðja að norðan.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband