Góðgerðasamfélagið Ísland

Ég ætla á næstu dögum eða vikum skrifa nokkrar færslur þar sem ég mun hvetja til byltingar á íslandi, ástæður þess að það er orðið nauðsynlegt og jafnvel hvernig eins fáránlegt og það kann að hljóma. Mér er orðið slétt sama hvernig eða hvaða móttökur þær munu fá, búin að pæla í þessu æði lengi en haldið þeim fyrir mig. Get fullyrt að það er ekki klikkaðra en hvað annað í þessu samfélagi okkar. En fyrst er gott að átta sig á þessu:

Ég er einn af þeim tugum þúsunda íslendinga sem furða sig á þeim gjörningum bankana sem eru að færa svokölluðum útrásarvíkingum fyrirtæki sín á nýjan leik, hvítþvegin, skuldlítil og til í tuskið. Þar til ég áttaði mig á því að ísland hefur aldrei verið rekið sem samfélag eða ríki þar sem hagsmunir borgarana/kjósenda hafa verið í fyrirrúmi. Ísland hefur ávallt frá stofnun lýðveldisins árið 1944 og líklega enn lengra aftur verið rekið sem góðgerðasamfélag með öfugum formerkjum. Hefðbundin tilgangur góðgerðarfélaga er að styrkja þá sem minna mega sín og þá sem lenda í hvers kyns hremmingum. Hið íslenska góðgerðasamfélag hefur á hinn bógin ávallt beint styrk sínum til þeirra sem betur mega sín og völdin hafa. Helmingaskiptaregla flokkana er gleggsta dæmið sem kristallaðist í svokallaðri sölu og einkavinavæðingu bankana og leiddi að lokum til falls og hruns hins íslenska samfélags. Landinu, fólki og tekjum þess var skipt á milli tveggja flokka á sínum tíma, sjálfsstæðisflokks og framsóknarflokks. Alþýðuflokkur og Alþýðbandalagið fengu að vera memm svona til að róa óróaseggina og fengu stöku sinnum að sitja í stjórn og skipa stöku embættismann.

Góðgerðir samfélagsins fólust í því að auðlindum og tekjum landsins var skipt á milli tveggja blokka: kolkrabbans svokallaða og smokkfisksins sem svo var kallaður. Flottar myndlíkingar. Kolkrabbin var veldi 14 fjölskyldna í Reykjavík sem átti og stýrði velflestum fyrirtækjum á Reykjavíkursvæðinu og gera enn. Smokkfiskurinn var hins vegar SÍS veldið sáluga, kaupfélögin sem landsbyggðin átti og rak. Stýrði þar með öllum viðskiptum og völdum á landsbyggðinni.

Aðild Íslands að EES samningum kallaði á breytingar á samfélaginu sem stuðla áttu að frjálsum viðskiptum og opnara aðgengi allra að hinum stóra markaði. Leiðin til helvítis er mörkuð góðum áformum og viðskiptablokkirnar sáu við þessum áfrormum og skiptu til að byrja með bankakerfinu á milli sín með aðstoð og blessun sjálfstæðisflokks og framsóknar.

Barátta hins venjulega íslendings fyrir mannsæmandi launum og velferð hefur verið við þessar tvær blokkir og ríkisvaldið sem þessar blokkir áttu og stýrðu. Margt hefur áunnist í þeirri áratuga baráttu en launahækkanir yfirleitt teknar til baka með gengisfellingum og skattahækkunum. Önnur réttindi svo skorin niður eða við nögl með "brýnum" niðurskurði. 

Í búsáhaldabyltingunni fæddist veik von um breytingar. Von um nýtt ísland og nýtt lýðræði osvfr. Okkur var lofað ýmsum betrum bótum og slíku. Fátt gengið eftir. Okkur má vera fullkomlega ljóst úr þessu að flokkarnir, bankarnir og útrásardólgarnir eru í fullu starfi og meira til við að endurheimta gamla ísland og færa öll völd, auð og áhrif til þeirra sem höfðu þau áður og hafa jafnvel aldrei misst. Gylfi Manússon, viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra hafa bæði sagt að þau geti ekkert gert og muni ekki gera til að koma í veg fyrir endurheimt dólgana á sínum fyrirtækjum og þar með endurreisn gamla kerfisins. Þetta sé bara súrt og þau voni að dólgarnir stígi til hliðar. (Yea right!)

Eitt sem er mikilvægt að átta sig á er að hagsmunir stjónrmálaflokkana og viðskiptablokkana fara saman: að endurheimta og viðhalda gamla íslandi og því kerfi sem það byggðist á. Á þann eina hátt tryggir fjórflokkurinn og viðskiptablokkirnar útdeilingu verðmæta góðgerðasamfélagsins íslands til framtíðar. Þessir aðilar hafa engan áhuga á neinum breytingum í þá átt að færa aukin völd, áhrif eða auð til fólksins í landinu sem skert gæti ítök þeirra. Því síður að gera upp fortíðina þannig að hægt sé að byggja upp mannvænt samfélag þar sem hagsmunir íbúa og samfélags þeirra eru í fyrirrúmi. Það hugnast þeim ekki.

Fram til þessa hafa íslenskir kjósendur dansað með flokkunum og lagt blessun sína yfir góðgerðastarfsemi þeirra gagnvart viðskiptablokkunum og sjálfs þeirra. Afstaða kjósenda til flokkana hefur sömu einkenni og þeirra sem halda með fótboltaliðum og slíku. Sama hvað þá kjósa menn alltaf sömu flokkana og áður. Lýðræðisleg, opin og frjó umræða innan flokkana hefur aldrei tíðkast nema sem falleg orð á heimasíðum, bæklingum og stöku ræðu formannsefna. Allar tilraunir til annars eru kæfðar sbr. uppákomu fyrrum formanns sjálfsstæðisflokksins á síðasta landsfundi hans þar sem hann líkti sér við Jesú Krist og nú síðast flokksráðsfundi VG á Akureyri þar sem ekki var minnst einu orði á eitt mesta klúður íslandssögunnar, icesave. Samfylking og framsókn eru ekki hótinu skárri. Engin hugmyndafræðileg endurnýjun eða umræða, bara skellt fram gömlum og nýjum andlitum sem nátengd eru gamla kerfinu.

Hinn venjulegi íslenski kjósandi hefur aldrei haft nein áhrif innan flokkana. Hann er bara nytsamur sakleysingi í huga fjórflokksins. Hinn nytsami sakleysingi á að greiða fyrir risaafskriftir dólgana og framtíðarbitlinga og laun fjórflokksins. Hinn nytsami sakleysingi á að taka á sig eignaupptöku og risavaxna skuldabyrgði svo hægt sé að fjármagna hina nýju einkavæðingu bankana og einkavinavæðingu fjórflokksins. Hinn nytsami sakleysingi má búast við handtökum hvar sem er og hvenær sem er til lúkingar eignaupptöku, jafnvel fyrir framan börn sín. Búið er að gera fjárnám í framtíðartekjum hins nytsama sakleysings til áratuga með stökkbreytingu skulda. Hinn nytsami sakleysingi á aðeins eitt úrræði eftir: að efna til byltingar og taka völdin! Stór orð og jaðra jafnvel við brjálsemi! En er ekki staðan hér á landi klikkuð? Jú, hún er það. En þá spyr maður sig: hvernig getur hinn nytsami sakleysingi komið af stað byltingu? Í næstu bloggfærslum næstu daga eða vikur, fer eftir nennu, mun ég koma að því verði ekki búið að handtaka kallin fyrir þessa færslu :-)

Njótið lífsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þó ég aðhyllist frekar orðaskaki og friðsamlegum mótmælum eins og "siðuðu fólki sæmir", þá er óttinn um að hófstilltir Íslendingar, séu komnir á endastöð yfir þessari gengdarlausu fram"skriði" stjórnvalda.

Fín hugleiðing,  kveðja norður.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.2.2010 kl. 21:20

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er maður friðarins Jenný en öllu eru takmörk sett og mín eru þrotin. Við erum rétt að detta á endastöðina, sífellt fleiri og fleiri taka sér orðið bylting í munn. Ég er einn af þeim. Takk fyrir innlitið og kveðjur til hinna mögnuðu Klettafjalla

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 17.2.2010 kl. 21:40

3 identicon

Sæll Arinbjörn.

Ég hef bundið vonir við Steingrím og Jóhönnu.

En það er eins og þau ætli að láta vandamálin leysast af sjálfum sér. Ekkert á að grípa inní óeðlilegar og jafnvel glæpsamlegar athafnir bankamannanna.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 21:43

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Mér líst vel á byltingaráformin, ég held að það eina sem hægt er að gera í dag sé bylting.  Við lýðurinn verðum að taka til baka sem rænt hefur verið frá  okkur kerfisbundið undanfarna áratugi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.2.2010 kl. 21:46

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir innlitið Sveinn hinn ungi og Jóna Kolbrún. Glæpsamlegar og siðlausar athafnir dólgana leysast ekki af sjálfu sér eða hverfa. Því sem stolið var og verið er að stela þurfum við að ná aftur. Öðruvísi byggjum við ekki upp landið okkar á ný.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.2.2010 kl. 22:45

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég fengið nákvæmlega sömu hugleiðingar. Búið að eyðileggja Ísland eins og við þekktum það, jafnvel fyrir einkavæðingu bankanna.

Það verður aldrei liðið til lengdar að þeir sem eyðilögðu allt séu að eignast allt!

Í þessari setningu felst svo öfugsnúinn sannleikur að það hreinlega tekur tíma að fatta hann!

Long live ze revoluzion!

Haukur Nikulásson, 17.2.2010 kl. 23:25

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sæll Haukur. Við eigum ekki undir neinum kringumstæðum að líða það að brennuvargarnir fái til baka eldspýturnar og bensínið. En það er undir okkur sjálfum komið og engum öðrum. Sam aá við um byltinguna.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.2.2010 kl. 23:37

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fyrsta skrefið er að taka þátt í greiðsluverkfalli Hagsmunasamtaka heimilanna.

Ef menn vilja slást er best að kýla sjálftökuliðið í eina líffærið þar sem þeir hafa tilfinningar:

Í budduna.

HINGAÐ OG EKKI LENGRA - Baráttufundur Iðnó fimmtudag 18. feb. kl. 20:00

Theódór Norðkvist, 18.2.2010 kl. 01:16

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Theódór, það er vissulega eitt af fyrstu skrefunum og sem taka í. En meira þarf til.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.2.2010 kl. 12:02

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Lengi lifi byltingin.

Og gleymum því ekki að okkar barátta, er aðeins angi af þeirri baráttu sem háð er um allan heim.

Tími auðmanna og höfðingja er liðinn.   Þeir mega éta sína skuldir sjálfir.

Þær verða ekki á boðstólnum á mínu heimili.

Byltingarkveðjur að austan.

Ómar Geirsson, 18.2.2010 kl. 14:27

11 identicon

Sæll Arinbjörn

Gott að einhver tók af skarið og dró línu til að marka upphafið.  Nú má taka 2 ekki klikka.  Eva Joly segir td. í bók sinni um Hversdagshetjur að

"Sá stormur sem nú er í aðsigi, sú reiði sem nú kraumar alls staðar undir, er bein afleiðing þessara gríðarlegu svika.  Sögur...hversdagshetja þessarar bókar, eru líka sögur af eldskírn sem geta orðið öðrum hvatning.  Rétt eins og þær gera milljónir borgara sér daglega grein fyrir því óréttlæti sem felst í fjármálamisferlum, skattsvikum, spillingu valdhafa.  Þeim fjölgar stöðugt sem vilja ekki búa í slíkum heimi.  Nú er kóngurinn nakinn."

Sagt með orðum hversdagshetjunnar Ómars Geirssonar:

"Og gleymum því ekki að okkar barátta, er aðeins angi af þeirri baráttu sem háð er um allan heim.

Tími auðmanna og höfðingja er liðinn.   Þeir mega éta sína skuldir sjálfir."

Svona er lífið skrýtið, að við, bara venjulegir og dagsfarsprúðir menn, erum neyddir til að taka slaginn, vegna þess að við getum ekki lengur horft upp á óréttlætið, ósanngirnina og beinlínis siðblinda einka-vina-vædda fjár-glæpamenn grassera og frí-valsa undir pilsi spilltra valdhafa.

Stormurinn er í aðsigi, hann liggur í loftinu, því almenningur hefur fengið upp í kok af viðbjóðnum, sem fengið hefur að grassera og frí-valsa í skjóli spilltra valdhafa.  Almenningur hefur verið ítrekað hafður að háði og spotti.  Nú er miklu meira en nóg komið.  Við segjum NEI! og aftur NEI! og 100% NEI!

"Tími auðmanna og höfðingja er liðinn.  Þeir mega éta sína skuldir sjálfir."

 Með bestu kveðju frá venjulegum og dagfarsprúðum fjölskylduföður.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 17:20

12 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Sæll Arinbjörn þessi hugmynd þín um byltingu er ekki fjarri lagi. Séð frá mínum bæjardyrum sem hinn nytsami sakleysingi sem hélt að stjórnvöld væru til að gæta hagsmuna okkar og ég þyrfti nú ekki aðstanda í því að beita mér gegn þessu óréttlæti á síðum bloggsins en sá dagur leit dagsins ljós. Þannig að orðið bylting er ekki svo fjarlægt frá mínum bæjardyrum séð og eins og Ómar sagði

"Tími auðmanna og höfðingja er liðinn. Þeir mega éta sína skuldir sjálfir.

Elís Már Kjartansson, 18.2.2010 kl. 21:32

13 Smámynd: Lárus Baldursson

það versta er að, þeir eru núna að sverta hinn nytsama sakleysingja og hvítþvo fjármála dólgana, sýslumanns embættin eru að taka inn fjárnáms beiðnir á færibandi, og skjölin eru ekki einu sinni lesin, ég hvet alla sem eru í þeirri stöðu að skrifa ekki undir eitt eða neitt, þetta heiladauða fólk sem vinnur á þessum stofnunum fær alltaf launin sín um hver mánaðarmót og fattar ekki að það er að brjóta lög.

Lárus Baldursson, 18.2.2010 kl. 21:41

14 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir innlitið drengir. Eins og svo oft áður þá hittir Ómar naglann á höfuðið. Sú staðreynd að dagfarsprúðir menn eins og við séum farnir að ræða um byltingu í fullri alvöru segir sitt.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 20.2.2010 kl. 07:50

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú ert frábær vona svo sannarlega að sem flestir sjái þessi skrif þín ég hef beðið um umbætur og ekki fengið, það kallar á byltingu og í hana skal ég fara til heiðurs landi voru og verja lýðræðið frá fjórflokksspillingunni.

Krafa mín er utanþingsstjórn strax.

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 00:00

16 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Heyr heyr!

http://www.neydarstjorn.org

Þórður Björn Sigurðsson, 23.2.2010 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband