Tjallinn og pælingar hans

Þetta er búinn að vera fróðlegur dagur meðan ég reyndi að vinna upp þessa síðustu viku sem ég var í UK og náði lítið sem ekkert að fylgjast með. Hef ekki náð ennþá að lesa blogg allra sem ég les á hverjum degi en náði með hléum að hlusta á borgararfundinn á ruv.is sem haldin var í síðustu viku. Horfði svo á Silfur Egils í dag sem var afar fróðlegt svo vægt sé til orða tekið. Eftir að hafa hlustað á bresku fræðimennina bæði í Silfrinu og á borgarafundinum og borið það saman við ummæli hins "venjulega" breta þá er þar merkilegur samhljómur. Þeir bretar sem ég átti samræður við um hrunið voru allir á einu máli, hrunið er ekki íslensku þjóðinni að kenna, heldur voru það þeir sem stýrðu bönkunum og aðilar þeim tengdum þ.e. útrásartröllin. Engin vafi í þeirra huga.

Þegar ég innti þá eftir því hvað þeim findist um íslensk stjórnvöld og þeirra þátt þá sögðu þeir að ég skyldi aldrei láta detta mér í hug að íslensk stjórnvöld hefðu ekki vitað af yfirvofandi hruni, það væri beinlínis í þeirra verkahring að vita slíka hluti og gera sínar ráðstafanir til að slíkt gerðist ekki! Auðvitað vissu stjórnvöld og stjórnmálamenn hvað hefði verið í gangi og hefði vitað það í langan tíma, annað væri óeðlilegt og gengi ekki upp. Stjórnvöld og stjórnmálamenn gerðu bara ekkert í málinu og þar lægi sekt þeirra. Það sem kom þeim einna mest á óvart eftir þessar hamfarir og svik við þjóðina er að engin víkur sæti, engin í gæsluvarðhaldi, engin axlað ábyrgð, sama fólkið og kom okkur í þessa stöðu er enn við völd og ætlar hvað sem það kostar að sitja áfram. Þeim er það óskiljanlegt að við skulum ekki nú þegar tekið völdin! Þegar ég reyndi að útskýra að við gætum ekki komið lögum og reglum yfir bankamennina og hin seku stjórnvöld urðu þeir orðlausir. "Er allt stjórnkerfið þetta spillt og allir stjórnmálamennirnir þetta mikið spilltir?" var spurning þeirra. Svo virðist vera svaraði ég og þeirra svar var: "God help us." "You need some help." Bættu þeir svo við. Ég gat ekki annað en kinkað kolli og samsinnt. Eftir það var þögn og þeir hristu hausinn. Góður vinur minn einn sem býr í Southapmton og giftur er íslenskri konu sagði svolítið merkilegt: "Ari, you know, you and your people life literally on the egde of the word, the enviroment is very inhabitable and hostile up there in the north far far away from other parts of the word, it takes so little for things to go wrong in a enviroment like this." Þessi orð hans fengu mig til að hugsa aðeins um stöðu okkar hér á þessu landi. Við erum aðeins rúm 300 þúsund í stóru landi, sjálfstæð þjóð með eigin gjaldmiðil, eigin ríkisstjórn, þing, utanríkisþjónustu, landhelgisgæslu, lögreglu, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, vegakerfi, veðurstofu, flugvelli, þorp, bæi og eina borg. Við erum jafnmörg við íslendingar og íbúar Southamton og nágrenni. Gæti Southamptonborg haldið úti sínum sjálfstæða gjaldmiðli velti ég fyrir mér? Ég tek það fram að þessi vinur minn hefur oft komið til landsins, elskar það eins og sitt eigið, finnst náttúran guðdómleg og fílar þjóðina í botn. Hann ásamt hinum bretunum sem ég ræddi við bera mikla virðingu fyrir íslendingum, þeir skilja hins vegar ekki íslensk stjórnmál. En gerum við það, maður spyr sig?

Annars er ástandið einnig slæmt í Bretlandi, 2 milljónir manna eru án atvinnu og þeir búast við að um 600 þúsund til viðbótar missi atvinnuna á þessu ári til viðbótar. Á hverjum degi las maður um uppsagir í blöðunum úti og um gjaldþrot stórra innlendra fyrirtækja. Stjórnvöld þar dæla peningum inn í hagkerfið, bæði í banka og ótöldum upphæðum beint til fyrirtækja. Peningarnir sem fara í bankana eru víst háðir þeim skilyrðum að bankarnir taki að lána til fyrirtækja og heimila, eitthvað virðist það standa í stjórnendum banka þar í landi og þeir tregðast við að gera það. Maður getur ekki annað en velt fyrir sér gáfnafari bankastjórnenda þegar þeir þráast við slíkt, fáandi himinháár fjárhæðir frá skattgreiðendum eyrnamerktum til slíkra nota. Líta bankastjórnendur á annara manna peninga sem sína eigin eða eru einhverjar annarlegar hvatir og skrítnir hagsmunir að baki? Maður spyr sig?

Annars held ég að bretar verði fljótir að ná sér á strik, maður getur ekki haldið annað þegar maður lítur í kring um sig í jafnstóru hagkerfi þ.e. þegar maður sér allt lífið og umsvifin á iði allan sólarhringinn alls staðar í kring um sig. Þá sér maður að þetta getur ekki stoppað, eða hvað? Það er rétt yfir blánóttina sem aðeins hægist á, færri lestar, umferðin minnkar, færra fólk á götunum en svo strax upp úr kl 04.00 fer allt á fulla ferð aftur. Ljósin kvikna, fleiri lestar fara af stað, umferðin eykst, fólki fjölgar á götum og lestarstöðvum og lífið heldur áfram. Fólk heldur áfram að þurfa mat og nauðsynjavörur, þjónustu, föt, ný hús rísa og þeim eldri þarf að halda við. Tímabundið hikst í samfélaginu og ákveðin endurnýjun mun eiga sér stað í gervöllu hagkerfinu. Bresku fræðimennirnir sem komu fram í Silfrinu og á borgarafundinum sögðu þó að annar skellur kæmi í mars/apríl nema stjórnvöldum ytra tækist að bjarga málum fyrir þann tíma. Ég hef þó trú á að breskt efnahagslíf verði fljótt að rétta út kútnum, nýtt fólk og ný fyrirtæki taka við af þeim sem fara á hausinn.

Ég reyndi að lesa eins mikið og ég komst yfir af blöðum og greinum og ég gat en það var ekki mikið. Einn tónn var þó í þeim blöðum og greinum sem ég las sem ég verð að minnast á og það er framleiðslan. Undanfarin ár og áratugi jafnvel hefur hin hefðbundna innlendna framleiðsla á öllu mögulegu og ómögulegu færst frá vesturlöndum til jafnfjarlægra landa og kína og annara landa í asíu. Sumar þessara greina gáfu sterklega í skyn að á næstu árum myndi þessi þróun snúast við þ.e. að vesturlönd færu að framleiða meira til eigin nota og flytja framleiðslu margra hluta aftur heim ef svo má segja. Skapast það af vaxandi þörf hagkerfa fyrir sjálfbærni þ.e. að hagkerfin gætu séð fyrir sér sjálf ef á þyrfti að halda.Hugsanlega er hér alþjóðavæðingin (globalisation) margfræga að snúast upp í andhverfu sína og verður að heimavæðingu (localisation). Maður spyr sig. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari þróun og ekki laust við að margar pælingar fari af stað í kollinum á mér við þessi skrif en það verður að bíða betri tíma.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

M.a.s. Bretar sjá að það er búið að hneppa okkur í þrældóm! Ég komst við að heyra um samúð mannsins sem hristi bara hausinn eftir að hann kallaði guð okkur til hjálpar. Við erum nenfilega í grafalvarlegum málum á meðan við berum ekki ríkisstjórnina út! Ég segi það bara satt að ég hef orðið rosalegar áhyggjur af því hvert sinnuleysið fer með okkur. Ég er ekki að tala um þín og mín eða þeirra sem mótmæla heldur allra hinna sem skilja ekki eða vilja ekki skilja. Stundum held ég reyndar að þeir bara nenni ekki að skilja hvað staða okkar og framtíð er alvarleg!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Rakel, mér varð það ljóst í þessari ferð að við myndum ekki endurheimta neinn trúverðugleika nema við færum að gera eitthvað róttækt sem tekið yrði eftir. Traust og trúverðugleiki erlendis er á við marga milljarða innspýtingu í hagkerfið.

Arinbjörn Kúld, 20.1.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég átta mig á því. Það er hluti þeirrar skýringar að ég hef mætt á öll þau mótmæli sem ég hef mætt á. Þó ríkisstjórnin hlusti ekki á mótmælendur og láti sem hún sjái þá ekki þá er tekið eftir því að þjóðin mótmælir. Hún situr ekki aðgerðarlaus hjá. Þess vegna finnur alþjóðasamfélagið til með þjóðinni og mun koma henni til hjálpar um leið og við losnum við þessa siðblindu besservissara úr valdastóli!

Mér sýnist að við losnum ekki við þá nema með áhlaupi... fram að því mæti ég á friðsamlega mótmæli til að viðhalda ærunni...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er alveg hárrétt Rakel. Því miður virðast þeir ætla að neita okkur um kosningar og því er ekkert annað eftir en........ revolution eða hvað?

Arinbjörn Kúld, 20.1.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kannski ég mæti bara þegar kakan er tilbúin hjá þér

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband