Segjum fjórflokknum og fjármálaöflunum stríð á hendur

Ég hef að undaförnu blaðrað og bullað um nauðsyn byltingar á landinu. Sumir hafa réttilega gagnrýnt mig fyrir skort á hugmyndum á því hvað eigi að taka við. Ég hef fram að þessu ekki talið það nauðsynlegt enda sammála að ég held flestum um hvað þurfi að gera s.s. stjórnlagaþing, endurnýjun á Alþingi, rannsókn á hruninu, aðdragenda þess og ekki síst eftirleik, uppstokkun á skilanefndum og rannsókn á störfum þeirra, frystingu eigna grunaðra í fjármálakerfinu, lengingu á fyrningafresti, almennilegar úrbætur á lánakerfi landsmanna þ.e. leiðréttingu lána, niðurfellingu verðtryggingar, endurskoðun á bankaleynd, uppstokkun á kvótakerfinu og margt fleira.

Ég vil jafnvel ganga lengra í sumum málum. Eins og sívaxandi fjöldi íslendinga eru að átta sig á eru hagsmunir fjórflokksins og fjármálaaflana samofnir. Stjórnmálaflokkarnir hafa völdin í okkar umboði og þeirra hagur er að valdakerfið og kosningakerfið sé og verði óbreytt og þá skiptir engu hvaða flokkur á í hlut. Þessir sömu flokkar hafa á undanförnum árum fengið mikið fé frá fjármálaöflunum og margir einstaklingar innan þeirra líka. Þetta gera fjármálaöflin til að tryggja sér áhrif og völd innan flokkana. Þannig er það hagur fjármálaaflanna að kerfið sé og verði óbreytt og að útrásardólgarnir fái sitt aftur.

Ég er orðin sannfærður um að við þurfum að leggja flokkakerfið af og taka upp einstaklings/persónukjör hvort sem er á sveitarstjórnarstigi eða í kosningum til alþingis. Flokkakerfið kom okkur til andskotans og ömmu hans og því verðum við að leggja þetta gereyðingarafl niður. Við þurfum að fækka þingmönnum um helming eða meira, niður í 30 einstaklinga, 5 þingmenn á hvert kjördæmi. Forseti landsins á að fá sama hlutverk og forsætisráðherra. Hann á svo að ráða og/eða skipa sína ráðherra sem hafa ekki atkvæðisrétt á þingi en verða að fá þingið til að samþykkja sín mál. Þingmenn verða svo að berjast fyrir sínum málum og vinna með hver öðrum til að fá sín mál í gegn sem þá framkvæmdavaldið framfylgir þ.e. nýjum lögum. Kjörtímabil hvers þingmanns og forseta yrði óbreytt, 4 ár og engin mætti sitja lengur en 8 ár eða tvö kjörtímabil en mætti bjóða sig fram að nýju eftir 4 ár hlé.

Til að virkja þjóðina í mikilvægum málum þá verðum við að koma á og skapa meiri og virkari hefð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum, láta þjóðina ráða. Það mun veita þingmönnum og ríkisstjórn miklu meira aðhald og aga.

Ég spyr enn og aftur: hafið þið virkilega trú á því að flokkarnir muni breyta hlutum til betra hér á landi?

Kveðja að norðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Áhugavert.

http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/824512/

http://www.neydarstjorn.org

Það eru sífellt fleiri að hugsa á þessum nótum þessa dagana...

http://dagskammtur.wordpress.com/2010/02/12/busahaldabyltingin-ver%C3%B0ur-a%C3%B0-halda-afram/

Þórður Björn Sigurðsson, 23.2.2010 kl. 01:54

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.2.2010 kl. 02:13

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei ég hef ekki trú á því að þar verði nokkur breyting á það er full reynt þeirra tími leið með innkomu Jóhönnu gömlu það sér hver heilvita maður!

Sigurður Haraldsson, 23.2.2010 kl. 09:10

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir innlitið gott fólk.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 23.2.2010 kl. 19:31

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mætti við þingið þar var mjög fámennt miðað við ástandið við vorum tvö sem vorum að láta sjá okkur.

Sigurður Haraldsson, 24.2.2010 kl. 23:00

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Arinbjörn þú ert á réttri braut og góður málsvari okkar úr norðri haltu svona áfram lifi lýðræðið.

Sigurður Haraldsson, 8.3.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband