Smá blogghlé

Það stefnir í að ég þurfi að taka smá hlé á blogginu. Það kom svo lítið upp á í stórfjölskyldunni og ég þarf að fara til lands engils og saxa þ.e Englands og vera þar í einhverja daga. Veit ekki hve lengi. Tek tölvuna með mér en get engu lofað um skrif eða neitt svoleiðis. Kvíði því dáldið, dett kannski úr allri umræðu og get kannski ekki fylgst með. Síðustu 2 dagar hafa farið í þetta fjölskyldumál og ég hef lítið sem ekkert fylgst með. Hvað um það, ek suður aðfararnótt 10 jan og flýg svo kl 08.30 un morgunin. Það er samt ekki laust við að ég kvíði svolítið móttökum breta verandi íslendingur og þ.a.l. með icesave og Kaupþing-Egde stimpil á enninu. :-(  Bless á meðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra

Vona að þetta sé ekki neitt voðalega alvarlegt frændi

Kærleikur til þín og þinna Dóra frænka

Dóra, 9.1.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jubb, það er það, sömuleiðis og takk.

Arinbjörn Kúld, 9.1.2009 kl. 21:53

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Leitt að heyra! Vona að ferðin gangi áfallalaust fyrir sig báðar leiðir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.1.2009 kl. 22:27

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vona að ferðalagið gangi vel og að fjölskyldumálið fái farsæld án þess að ég viti um hvað er að ræða.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.1.2009 kl. 12:43

5 Smámynd: Dóra

Góða ferð og gangi ykkur vel .. vona að þetta eigi allt eftir að blessast...

kærleikur til þín frændi Dóra

Dóra, 10.1.2009 kl. 21:35

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Bara að kvitta. Vona að vel gangi í útlöndum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.1.2009 kl. 00:15

7 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ég var bara að gá að því hvort þú værir kominn til baka.

Kveðja.

Marta Gunnarsdóttir, 13.1.2009 kl. 22:24

8 Smámynd: Dóra

Og ég líka að tékka á þér... knús og kærleikur til þín og þinna frændi..

Dóra, 14.1.2009 kl. 06:46

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

þú lætur vita þegar þú kemur til baka því það eru nóg af verkefnum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband