Jón og Gylfi

staðfesta í raun og veru með skýrslu þessari þá skoðun margra í bloggheimum, annara hagfræðinga, sumra stjórnmálamanna, erlendra sérfræðinga og fleiri að hrunið hér á landi var fyrirséð og það fyrir talsvert löngu síðan. Þessi bloggari er einn af þeim og hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni. Það væri að æra óstöðugan að lista allt upp sem fram kemur í skýrslunni og ég læt nægja örfá atriði:

  • Seðlabankinn brást skyldum sínum, (eftirlitsbrestur ekki reglugerðarbrestur og meðvirkni)
  • Fjármálaeftirlitið brást skyldum sínum, (eftirlitsbrestur ekki reglugerðarbrestur og meðvirkni)
  • Ríkisstjórnir fyrri ára brugðust skyldum sínum, (eftirlitsbrestur, siðferðisbrestur, meðvirkni, blekkingar, stórmennskubrjálæði, hroki, sinnuleysi og virðingarleysi gagnvart þjóð sinni sem og öðrum þjóðum og stofnunum þeirra)
  • Stærstu eignendur og stjórnendur bankana voru reynslulausir, agalausir, skilningslausir, skorti þekkingu, yfirlætisfullir og báru enga virðingu fyrir umhverfi sínu
  • Krosseignatengsl banka og útrásarfyrirtækja sem leiddu af sér óskiljanlega fjármálagerninga til þess ætlaða að blekkja eftirlitsstofnanir, ríkisstjórnir, almenning og hluthafa
  • Einkavæðing banka mistókst herfilega

Það tekur um 45 mínútur til klukkutíma að lesa þessa skýrslu, ég hvet alla þá sem vilja fá einhverja hugmynd um ástæður hrunsins til að gera svo. Fáið ykkur góðan kaffibolla eða tebolla og lesið með atburði síðustu mánaða í huga þá sjáið þið samhengið, það er vel þess virði. Flott skýrsla. Það verður gaman að heyra í Sigurði Kára næstu daga þegar þessa skýrslu ber á góma.

Ég lofaði því í síðustu færslu að ég myndi reyna nálgast hugtakið "þjóðargjaldþrot" eða hvað það þýðir þegar heilt land kemst í greiðlsuþrot. Ég fann loks afar áhugavert dæmi eða hliðstæðu við þjóðargjaldþrot á netinu. Það mun taka mig einhvern tíma að lesa í gegnum það en það kemur. Þegar ég leitaði á netinu fann ég afar lítið um þetta efni enda held ég að fordæmin séu ekki mörg af þeim toga sem við erum að upplifa. Það er vel þekkt að vestræn ríki og jafnvel alþjóðabankinn gefi eftir skuldir við vanþróuð ríki en þar er ekki um að ræða tilvik eins og icesave ofl. sem okkur varðar og kemur ekki beint niður á almenningi í þeim löndum sem gefa eftir lán. Ég held líka að almenningur í þeim löndum sé þeim ákvörðunum sammála í hjarta sér svo fremi að komi fólki í vanþróuðum löndum til góða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var að enda við að lesa skýrsluna alla.  Svo situr Davíð og neitar að faraúr seðlabankanum.  Það þarf að taka hann með valdi, og ýmsa aðra samseka .

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2009 kl. 02:52

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Flott færsla! Fróðlegur og hagnýtur listi yfir helstu þætti skýrslunnar sem ég ætla að reyna finna mér tíma til að lesa!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.2.2009 kl. 04:07

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Jóna það þarf að fara beita valdi ef menn taka ekki sönsum. Valdi þjóðarinnar. Rakel, findu tíma, það er vel þess virði.

Arinbjörn Kúld, 10.2.2009 kl. 11:53

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þessi séni eru stundum smá-óskýr, hvað varðar aðgreining á fjölskyldum og fyrirtækjum.

10.2 Stuðningur fyrir heimili og fyrirtæki
Verulegur fjöldi heimila og fyrirtækja eiga í alvarlegum erfiðleikum að stríða og við mörgum blasir gjaldþrot. Til að mæta þessum vanda hefur ferli gjaldþrotaskipta að miklu leyti verið fryst. Einnig hefur verið gripið til aðgerða til þess að létta greiðslubyrði lána einstaklinga. 
 
Skuldaniðurfellingar í einhverju formi eiga sér nú þegar stað (EINUNGIS HJÁ FYRIRTÆKJUM, EKKI EINSTAKLINGUM). Sú staðreynd að bankarnir eru í höndum ríkisins, þ.e. flestar skuldir einkaaðila eru gagnvart hinu opinbera, auðveldar skipulagningu slíkar skuldaniðurfellingar.  (HVAÐ ERU ÞEIR AÐ MEINA HÉR? EIGA SKULDANIÐURFELLINGAR SÉR STAÐ GAGNVART EINSTAKLINGUM? EÐA ERU ÞETTA ÁBENDINGAR UM LEIÐIR?)
Skilvirkasta leiðin til að skuldaniðurfellingar væri að koma á einföldu kerfi þar sem það ama myndi yfir alla ganga. Þetta er þó útilokað pólitískt séð þar sem það myndi fela í sér almenna skuldauppgjöf fyrir þá sem taldir eru ábyrgir fyrir hruninu. Einnig er ekki skynsamlegt að fella niður skuldir eignarhaldsfélaga og fyrirtækja sem ekki eiga framtíð vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu.

Margrét Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 12:31

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ari það tekur mig mun lengri tíma að lesa skýrsluna.  Takk fyrir þessa samantekt og það verður áhugavert að sjá hvað þú hefur um gjaldþrota þjóð að segja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:37

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kva Jakobína, ertu sona lengi að lesa, reyndar skautaði ég hratt yfir.

já ég er að lesa mér til, verst að þessi bók sem ég fann á netinu er af ásettu ráði blaðsíðulaus inn á milli sem veldur mér erfiðleikum. Ég er þó búinn að fá heildarmyndina og á eftir að pikka það í tölvuna. 

Arinbjörn Kúld, 11.2.2009 kl. 00:44

7 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sigurður Kári les ekki svona.

Það segir bara allt um ástandi á þeim bæ

Guðmundur Óli Scheving, 11.2.2009 kl. 07:34

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

hehhe nei einmitt, enda yfir það hafin.

Arinbjörn Kúld, 11.2.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband