Firn mikil

Jæja, það er skammt stórra högga á milli hér á landi. Geir H. Haarde greinist með illkynja krabbamein og sækist ekki eftir áframhaldandi formennsku í sjálfstæðisflokknum og þeir fresta landsfundi og leggja til að kosið verði í maí. ISG er að koma til landsins eftir læknismeðferð í Svíþjóð. Þarf ég að taka það fram að ég óska þeim góðs bata? Samfylkingin logar að innan. Ætli sjálfstæðisflokkurinn logi ekki líka eftir þessar fréttir með Geir. Leita sjálfsagt að logandi ljósi eftir því sem þeir kalla "foringja." Hvað sem þeir finna verður það varla félegt enda fáir ef nokkrir í forystu flokksins sem óspilltir eru. Nenni ekki að spá í það. Oj bara, þetta foringjakjaftæði minnir of mikið á Hitlers stjórnmál og Davíðstímann. Það er eins og sjálfstæðimenn, afsakið orðbragðið, geti ekki hugsað sjálfstætt né hreyft á sér "rassgatið" án þess að fá til þess fyrirfram mótaðar skipanir og leyfi frá sér æðra valdi. Leiðtogi er allt annar handleggur. Sorrý en ég er bara "pisst" út þennan flokk og fleiri flokka. Kannski þarf ég að læra að fyrirgefa? Kannski geri ég það í fyllingu tímans.

Halda mætti að við þessar fréttir myndi mótmælum linna og allir héldu heim. Nei, ég held ekki, við náðum fram kröfunni um kosningar vegna þess að við treystum ekki núverandi stjórn. Við treystum henni ekki til að leiða landið næstu mánuði og því höldum við áfram að mótmæla og hættum ekki fyrr en stjórnin segir af sér og mynduð verði þjóðstjórn eða utanþingsstjórn sem væri kannski besti kosturinn. Þá gæfist mönnum tóm og friður til að sleikja sárin, búa sig undir kosningabaráttu, velja nýtt fólk til starfa því ég held að fáir af núverandi þingmönnum sé stætt á að bjóða sig fram aftur. Ný framboð koma vonandi fram á þessum tíma með fersku og nýju fólk. Flokkarnir sem nú sitja á þingi verða að afsala sér þeim styrkjum sem alþingi, (þeir sjálfir) hefur ákveðið að veita þeim. Þetta verða þeir að gera til að skapa jafnræði milli flokka og ekki síst til að ný framboð standi þeim jafnfætis þegar kemur að fjármögnun framboða og kosningarbaráttunnar.

Mér skilst að appelsínugulur litur sé litur byltingarinnar og friðsamra mótmælenda. Ég fór því út áðan og reddaði mér 2 metrum af appelsínugulu efni og ætla að búa til nokkra borða í kvöld. Líklega mun ég eiga nokkra borða afgangs á morgun þegar ég fer í mótmælin á Akureyri. Tek þá með mér og læt þá hafa sem vilja þekkja mig og tala við mig. Ég verð að segja að ég er afar stoltur af friðsama baráttufólkinu í RVK sem borið hefur allan hita og þunga af mótmælunum og á allan heiður skilið af árangrinum sem er magnaður, krafan um kosningar hefur náð fram að ganga og það er stórkostlegt í sjálfu sér. Það fólk hefur svo sannarlega sýnt hvað í okkur býr og á aðdáun mína alla. Ég hlakka til að sjá það fólk leiða okkur úr kreppunni og byggja upp nýtt Ísland. Það eigum við skilið eftir áratuga spillingu og markvissra blekkinga stjórnmálamanna og flokka þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Arinbjörn.

Já þú hlýtur að taka þig flott út í appelsínubúningnum.

Guðmundur Óli Scheving, 23.1.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sælir Guðmundur, já, nánast bara þokkafullur

Arinbjörn Kúld, 23.1.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband