Geiri Brúni

það er að segja Gordon Brown sagði í dag að líklega færi best á því að þjóðir heims sem berðust nú við kreppuna ættu að snúa bökum saman til að kveða hana í kútinn. Ætli hann sjái þá sóma sinn í því að biðja íslensku þjóðina afsökunar og útskýra fyrir þjóðinni af hverju stjórn hans tók þessa ákvörðun.

Líklega er hann skelfingu lostin yfir þeim mjög svo raunhæfa möguleika að stjórn hans neyðist til að taka bankakerfið yfir til að fara ekki sömu leið og við eða þá AÐ neyðast til að fara sömu leið. En síðustu daga hafa ýmsir hagfræðingar gefið í skyn að svo gæti vel farið.

Ég sagði víst í færslu um daginn að líklega myndu bretar ná sér fljótt í ljósi stærðar hagkerfisins. Nú ætla ég að gera svolítið sem íslenskir stjórnmálamenn kunna ekki og það er að ÉTA það ofan í mig og taka þau orð til baka strax EF bretar fara á hausinn. Svona smá varnagli. :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ari gott að þú étur þetta ofan í þig. Góð fyrirmynd á viðsjárverðum tímum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Græddi hann ekki svo mörg atkvæði á þessum gjörningi gagnvart Íslendingum að getur ekki verið þekktur fyrir að verða vinur þeirra strax. Verður að bíða eftir hagstæðri atkvæðavindátt a.m.k. fyrst

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.1.2009 kl. 02:25

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mér finnst gott að éta hluti ofan í mig, finnst það þroska mig en kannski er það líka misskilningur en ég er líka eins og jórturdýr stundum, þarf að melta hlutina tvisvar.

Jú, Rakel, hann veiddi vel á þetta en þeir tjallar sem ég ræddi við um daginn voru búnir að átta sig á því. 

Arinbjörn Kúld, 24.1.2009 kl. 12:26

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Varðandi Nýtt lýðveldi þá er um að ræða þverpólitíska hugmynd um að kjósa  til sérstaks stjórnlagaþings sem hafi það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland og jafnframt að semja ný tillögur um fyrirkomulag kosninga til Alþingis. Ástæða þess að þetta er lagt til er sú að frama að þessu þegar breyta hefur átt stjórnarskrá og kosningafyrirkonulagi, hafa stjórnmálaflokkarnir ætíð hugsað fyrst og fremst um hag flokkanna á kostnað almannahagsmuna. Því er flokksræðið orðið svo mikið sem raun ber vitni. Sjá nánar inn á http://www.nyttlydveldi.is/

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 18:04

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir þetta Hólmfríður, það er þá eingöng um um breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum sem um er að ræða hjá þessari breiðfylkingu.

Arinbjörn Kúld, 24.1.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband