Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Sérstakur

saksóknari er að fá auknar heimildir til að afla gagna, kalla eftir gögnum og upplýsingum osvfr. Megum við þá fara búast við að útrásaröflin þurfi að skýra sitt mál? Ætli það fari ekki að fara um ýmsa næstu vikurnar? Skyldi verða aukning á miðasölum til útlanda hjá flugfélögunum í kjölfarið aðra leiðina? Fer Ólafur Haukur ekki að ráða fleira fólk til sín? Ég væri alveg til í að ljá honum hendi frítt meira að segja svona á milli vakta! Wink


Ísland - vesturhérað Noregs!

Hér er svo smá samsæriskenning í tilefni dagsins: Steingrímur j. vill að við tökum upp norska krónu og hefjum margháttað samstarf við þá eðalþjóð. Ingimundur, fyrrum seðalbankastjóri hóf störf í norska seðlabankanum í vikunni. Norðmaður tók við íslenska seðalbankanum í dag.Áður en þessu ári lýkur verður Ísland orðið hérað í Norgegi. Steingrímur verður skipaður héraðsstjóri, Ólafur Ragnar Grímsson verður skipaður hirðfílf Noregskonungs. Norska verður annað aðaltungumál í hinu nýja vestur-héraði. Bara svona smá spaug :-)


Vorhreingerningar

eru hafnar í stjórnkerfinu. Það er hart að það þurfi að breyta lögum til að vanhæfir menn geti vikið. Eflaust hafa þeir Ingimundur og Eiríkur unnið gott starf áður fyrr þegar allt lék í lyndi og hagkerfið var fyrirsjáanlegt með sínum aflabrestum og átökum á vinnumarkaði sem enduðu yfirleitt með gengisfellingu til að lækka launin. Stofnunin einfaldlega brást hlutverki sínu og hefur síðan árið 2001 ekki náð neinu af sínum markmiðum eftir að hagkerfið var opnað og varð flóknara. Þegar svo er þá verða menn einfaldlega að víkja.

Það er eftir sem áður mikið verk óunnið í tiltekinni sem bíður. Stjórnsýslan þarfnast endurnýjunnar. Það mun ekki ganga að hafa innan hennar einstaklinga sem litaðir eru af fortíðarspillingunni og hefðum hennar, svo geðslegar sem þær eru. Flokkarnir þurfa að endurnýja forystu sína, dusta rykið af hugsjónum sínum og hugsa  stefnuskrár sínar upp á nýtt. Loks þurfa þeir að biðja þjóðina afsökunar af fullkominni auðmýkt. Flokkarnir eiga að vera þjónar þjóðarinnar - ekki herrar.


Herr Davíð Oddsson

Það er eins og að reyna selja sand í Sahara að blogga eitthvað um Herr Davíð Oddsson eftir Kastljósviðtalið í gærkvöldi, það margir hafa tjáð sig um það og það er varla á það bætandi. Samt ætla ég að bæta aðeins við um nokkur atriði sem fram kom.

Í fyrsta lagi hélt Davíð því fram að hann og seðlabankin hefðu varað við hugsanlegu hruni allt frá árinu 2006. Sé svo er hljóta menn að spyrja sig af hverju engin brást við af neinni alvöru? Var seðlabankinn ekki marktækur? Ótrúverðugur? Eða trúðu menn frekar orðum stjórnenda bankana? Sé þetta rétt þá fer ekki á milli mála að stjórnvöld klikkuðu algerlega.

Sömu orð Davíðs eru einnig mikil áfellisdómur yfir síðustu ríkisstjórnum sjálfstæðisflokks, framsóknarflokks og samfylkingarinnar. Önnur þeirra er ríkisstjórn sem Davíð myndaði sjálfur með framsóknarflokknum. Það sem mér finnst athyglisverðast við þessa fullyrðingu hans er hvað hún segir okkur um þá stjórnmálaflokka sem setið hafa í ríkisstjórn og þá stefnu sem þeir hafa framfylgt. Tvær ríkisstjórnir ákváðu að hafa orð Davíðs og seðlabankans að engu sé eitthvað til í orðum Davíðs. Það er alvarlegt mál. Þessir 3 flokkar reyndust van- og óhæfir til leiða þjóðina í svokölluðu góðæri þar sem aðgerðaleysi, rangar ákvarðanir og stefnuleysi lögðu grunn að því hruni sem þjóðin upplifir og mun þurfa þola í langan tíma. Í þessum fullyrðingum felst einnig hörð gagnrýni á hans eigin flokk og þá stefnu sem hann sjálfur lagði grunn að í sinni tíð sem formaður sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Niðurstaðan er því þessi: þessir 3 flokkar reyndust gagnslausir í fölsku góðæri, ráðalausir í hruninu og hafa ekki getu né hæfni til að leiða þjóðina í þeirri uppbyggingu sem framundan er nema þeir endurnýji alla sína forystu, skeri á öll tengsl við útrásaröflin og stjórnendur gömlu bankana. Geri heiðarlega upp fortíðina og biðji þjóðina afsökunar opinberlega sem og umheimin líka.

Í öðru lagi varpaði Davíð fram þeirri sprengju að ýmsir aðilar í embættismannakerfinu og ýmsir stjórnmálamenn hefðu fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í gömlu bönkunum og að það þyrfti að rannsaka. Þetta er allsvakaleg fullyrðing og verður að kanna. Gerist ekkert í þeim málum fljótlega þá er annað af tvennu ljóst: Davíð er klikkaður og ekkert að marka hann eða spillingin svo víðtæk að samfélaginu er ekki viðbjargandi nema til komi utanaðkomandi aðstoð, bæði til að rannsaka spillinguna og til að halda samfélaginu saman. HFF.


Draumfarir Ara

Ég er farin að hafa áhyggjur af draumum mínum þessi dægrin. Mig dreymdi um helgina, (og er búinn að vera  í smá sjokki síðan) að ég væri staddur á einhverju þingi hjá Framsóknarflokknum. Allan tíman nagaði samviskan mín mig að innan, ég átti ekki að vera þarna. Ég reyndi að koma mér út en eitthvað sterkara en ég hélt mér inni allan fundin. Það situr í mér allur þeytingurinn á fólki sem var þarna fram og til baka og spennan sem fylgdi. Átökin voru það mikil að ég vaknaði í svitakófi, með mikin hjartslátt og mikla þörf fyrir sterkt kaffi.

Ég hef síðan þá ekki fundið hjá mér þörf fyrir að blogga, það skýrir þögnina. Svo er mig nýbúið að dreyma Hannes Smárasona eins og fram hefur komið. HFF (lesist: helvítis fokking fokk). Hvað er í gangi? Yfirleitt er mér slétt sama hvað mig dreymi. Tek ekki mark á draumum. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá þekki ég margt gott fólk sem bindur trúss sitt við Framsóknarflokkinn og ég er í góðu sambandi við. Hann eins og Samfylkingin stungu stefnuskrán sínum oní skúffu og sviku hugsjónir sínar og því er mér ekki vel við þá flokka. En mér líkar þetta ekki. :-(


Samfélagsleg ábyrgð

Hversu oft höfum við ekki heyrt fólk í stjórnunarstöðum hjá einkafyrirtækjum segja opinberlega að þeirra eina hlutverk væri að hámarka hag hluthafa og ekkert annað hefur haft neina merkingu né tilgang. Einkum og sér í lagi hefur þetta fólk gengt stöðu fjármálastjóra eða þá hárri stöðu í fjármálafyritæki. Sýn þeirra á lífið og tilveruna hefur snúist um þetta eitt. Hluthafar hafa vel flestir hafa kinkað kolli og litist vel á þessa afar þröngu rörsýni og sýn á starf þeirra. Lengi vel gekk þetta viðhorf eða á meðan vel gekk og lítið þurfti að hafa fyrir hlutunum, bara færa debit og kredit og keyra uppgjör á nokkura mánaða fresti. Það var talið hrein snilld. Þetta var kennt í fjármálafræðunum innan viðskiptafræðinnar. Jæja, ég ætla ekki að gera lítið úr fjármálafræðunum, þar er margt annað gagnlegt kennt.

Ég sérhæfði mig í þeim anga viðskiptafræðanna sem lúta að mannauðsstjórun og stjórnun og stefnumótun. Þar var tekin annar póll í hæðina. Þar hlaut maður þjálfun í að líta á heildarmyndina þ.e. fyritækið, starfsfólkið, viðskiptavinina, fyrirtækin sem veittu fyrirtækinu þjónustu, stofnanir samfélagsins og samfélagið sjálft. Skiptu þessu upp í nær- og fjærumhveri en ég ætla ekki að útlista það nánar í þessu bloggi. Markmiðið var að marka fyrirtækinu stefnu í samræmi við samfélagið í heild sinni, hvert samfélagið stefndi, tilhneigingar innan þess, (trends), uppbyggingu þess, þarfir fólksins, fyrirtækjanna,framtíðarhorfa og jafnvel hver pólítíkin í samfélaginu er, svo eitthvað sé nefnt. Innan þessara fræða víkkuðu fræðimenn út hugtakið "hluthafar" (shareholders) yfir í hugtakið "hagsmunaaðilar" (stakeholders) þ.e. allir þeir sem hugsanlega gætu átt einhverja hagsmuna að gæta í sambandi við fyrirtækið. Þá tóku menn inní jöfnuna auk hefðbundina hluthafa þ.e. þeirra sem áttu hlutabréf í fyritækinu, viðskiptavini, önnur fyrirtæki, stofnanir samfélgasins, almenning og loks samfélagið í heild sinni. Þessi nálgun á stjórnun og rekstri fyrirtækja heillaði mig. Mér fannst og finnst hún mannleg og uppbyggileg.

Því miður átti þessi nálgun ekki marga aðdáendur eða öllu heldur hún komst ekki til skila þegar á reyndi vegna tíðarandans í útrásinni. Þar komst aðeins eitt að: að hámarka hag hluthafa hvað sem það kostaði. Til allrar ólukku þá misnotuðu nokkrir einstaklingar sér trúgirni almennings og samfélagsins og misnotuðu þessa nálgun á hag hluthafa og blekktu samfélagið til að hámarka sinn eigin hag, við könnumst orðið vel við afleiðingarnar.

Okei, en hvað er ég að vilja með þessu bulli? jæja, það sem ég vildi sagt hafa að nú loks í kreppunni þá er eins og hugur fólks sé farin að hneigjast í þá átt að líta á heildarmyndina þ.e. að hagur okkar allra er nátengdur og er ein keðja sem ekki má í sundur slíta. Fjármálatröllin slitu keðjuna í sundur og lögðu þar með samfélagið í rúst. Einn okkar dýrmætasti lærdómur af þessum hörmungum verður sá að hér eftir hljóta menn að spyrja sig:

  • mun minn hagur og hluthafa vænkast af fyrirtækinu?
  • mun samfélagið hagnast á því að ég stofni/reki þetta fyrirtæki?
  • mun starfsfólkið hagnast á því?
  • munu önnur fyrirtæki hafa hag af því?
  • munu aðrar stofnanir samfélagsins hafa hag af fyrirtækinu?

Fyrirtæki framtíðarinnar mega ekki gleyma því að samfélagið skapar þeim aðstæðurnar til að vaxa og dafna. Samfélagið leggur þeim til inniviði samfélagsins sem gerir fyrirtækjunum kleift að starfa, menntar starfsfólkið, sér þeim fyrir löggælsu, heilbrigðisþjónustu og öllu því sem þarf til að byggja samfélag. Samfélagið samanstendur af neytendum og þ.a.l. markaði sem fyrirtækin starfa á og fá sínar tekjur af. Því þurfa öll fyrirtæki að sýna samfélagslega ábyrgð sama hvað þau heita, gera og standa fyrir. Tek það svona fram í lokin að ég var lélegur stjórnandi í þau fáu skipti sem ég hafði með stjórnun að gera, ég hlustaði of mikið á umhverfið og þá sem unnu með mér, ég stjórnaði því ekki, heldur reyndi að leiða og leyfa jafningjum mínum að njóta sín. Það þótti ekki smart. :-)

 

 


SUS og blankheitin

Hvers eiga skagamenn að gjalda að þurfa borga matinn ofan í SUS? Eru þeir það blankir frjálshyggjudrengirnir að þeir hafi ekki efni á hádegisverði? Merkilegt annars hvað frjálshyggjufólkið stólar mikið á ríki og bæ? Grin  

Batamerki?

Getur verið að menn séu að vakna og farnir að líta á sig sem þjóna en ekki herra? Má ekki líta á þetta sem jákvætt skref í þá átt að upplýsa almenning um málin sem eru í vinnslu og stöðu þeirra. Guð láti á gott vita.

Annars komst ég að því í morgun hvað íslenska ríkið skuldar mikið, erlendis sem innanlands. Ojá, með einföldum útreikningi var það létt verk og löðurmannlegt.  Það var nóg að sá hvað fjármálaráðuneytið áætlar í fjárlögum að greiða í vexti. Það var sagt mér (svo ég afbaki aðeins) að í fjárlögum þessa árs væri áætlað að greiða um 87 milljarða í vexti.

Mínar bestu heimildir segja að vaxtaprósentan sé um 5% Þá er auðvelt að finna út frá því hve skuldirnar eru miklar þetta árið: Ef við gefum okkur eftirfarandi forsendur þá fáum við út: 0,05 x X=87 =>X = 87/0,05 = 1.740 milljarðar sem eru þá skuldir ríkisins á þessu ári.

 Á næsta ári versnar staðan heldur en þá (segja heimildir mínar) að áætlað sé að greiða um 150 milljarða í vexti. Með sömu aðferð fáum við út eftirfarandi: 0,05 x X =150 => X = 150/0,05 = 3.000 milljarðar sem verða skuldir ríkisins á næsta ári. Já sæll

Setti þetta bara sona fram að gamni mínu. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Vaxtagreiðslur geta sagt margt. Nú bíð ég bara eftir að Steingrímur komi fram með tölurnar eins og hann var búinn að lofa. 


mbl.is Ríkisstjórnin eykur upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, plís

farið heim - sem fyrst. Gagnslausir hvort eð er. Gefið svo öðrum tækifæri til að byggja upp landið með því að bjóða ykkur ekki fram. Bless.
mbl.is Hugmyndir um að Alþingi verði rofið upp úr miðjum mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa eða ekki kreppa?

Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrum efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar mætti í Kastljós í kvöld. Hann gerði lítið úr þeim efnahagsvandræðum sem við erum sögð vera í. Hann vildi meina að þær skuldir sem ríkissjóður og þar með við værum að taka á okkur vegna bankahrunsins næmu ekki nema um þriðjungi af landsframleiðslu. Eða að um 480 milljarðar myndi falla á okkur þegar allt er talið. Aðrir hagfræðingar hafa sagt að vandin sé miklu stærri, jafnvel allt uppí rúma fimm þúsund milljarða. Lánin sem við værum að taka væru í raun ekki lán heldur tryggingar eða n.k. "yfirdráttur" hjá AGS og vinaþjóðum okkar. Lánin lægu inni á reikningum og bæru innlánsvexti og væru bara til taks ef á þyrfti að halda. Aðeins icesave og lítill hluti egde reikningana myndu falla á okkur. Aðrar skuldir bankana yrðu lánardrottnar einfaldlega þeirra að afskrifa.

Til að gera langa sögu stutta þá komu berlega fram í hans orðum, orð Davíðs frá því 6 okt sl.: við borgum ekki skuldir óreiðumanna í útlöndum. Ergó: allt okkar sprikl síðustu mánuði var tilgangslaust og óþarft. Þetta viðtal við hann varð endanlega til að rugla mann verulega í ríminu. Hvað er satt og hvað ekki? Nú verður einhver frá ríkisstjórninni, AGS eða einhverjum sem við getum treyst, svo fremi við getum treyst einhverjum að koma fram og leggja þetta niður fyrir fólki. Í kvöld mun koma fram á borgarafundi í Háskólabíó Haraldur Líndal Haraldson sem dró fram allt aðra og dekkri mynd af ástandinu og aðdraganda hrunsins í silfri egils í gær, spurning hvort hann bregði upp þeirri sömu í kvöld. Ég er alveg að hætta að skilja þetta.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband