Ísland - vesturhérað Noregs!

Hér er svo smá samsæriskenning í tilefni dagsins: Steingrímur j. vill að við tökum upp norska krónu og hefjum margháttað samstarf við þá eðalþjóð. Ingimundur, fyrrum seðalbankastjóri hóf störf í norska seðlabankanum í vikunni. Norðmaður tók við íslenska seðalbankanum í dag.Áður en þessu ári lýkur verður Ísland orðið hérað í Norgegi. Steingrímur verður skipaður héraðsstjóri, Ólafur Ragnar Grímsson verður skipaður hirðfílf Noregskonungs. Norska verður annað aðaltungumál í hinu nýja vestur-héraði. Bara svona smá spaug :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Hér er 'nýr' gamli sáttmáli í bígerð... Alltaf gaman að halda samsæriskenningum á lofti!

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.2.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Offari

Ég sem kann ekki að tala Norsku. Verð ég þá að fara að læra það leiðinlega tungumál? Eða kannski fangelsaður fyrir að finnast Norskan leiðinleg?

Offari, 27.2.2009 kl. 12:58

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er fjandi sleip í norskunni. Betra Noregur en Bretar og Hollendingar með sína heimsvaldagræðgi. Vona þó að forsetinn verði ekki með í för því ég held að honum langi í orkuauðlindirnar eða kannski Dorrit.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 17:40

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott há Steingrími að ráða erlendan sérfræðing fremur en pólitískan samherja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband