Herr Davíð Oddsson

Það er eins og að reyna selja sand í Sahara að blogga eitthvað um Herr Davíð Oddsson eftir Kastljósviðtalið í gærkvöldi, það margir hafa tjáð sig um það og það er varla á það bætandi. Samt ætla ég að bæta aðeins við um nokkur atriði sem fram kom.

Í fyrsta lagi hélt Davíð því fram að hann og seðlabankin hefðu varað við hugsanlegu hruni allt frá árinu 2006. Sé svo er hljóta menn að spyrja sig af hverju engin brást við af neinni alvöru? Var seðlabankinn ekki marktækur? Ótrúverðugur? Eða trúðu menn frekar orðum stjórnenda bankana? Sé þetta rétt þá fer ekki á milli mála að stjórnvöld klikkuðu algerlega.

Sömu orð Davíðs eru einnig mikil áfellisdómur yfir síðustu ríkisstjórnum sjálfstæðisflokks, framsóknarflokks og samfylkingarinnar. Önnur þeirra er ríkisstjórn sem Davíð myndaði sjálfur með framsóknarflokknum. Það sem mér finnst athyglisverðast við þessa fullyrðingu hans er hvað hún segir okkur um þá stjórnmálaflokka sem setið hafa í ríkisstjórn og þá stefnu sem þeir hafa framfylgt. Tvær ríkisstjórnir ákváðu að hafa orð Davíðs og seðlabankans að engu sé eitthvað til í orðum Davíðs. Það er alvarlegt mál. Þessir 3 flokkar reyndust van- og óhæfir til leiða þjóðina í svokölluðu góðæri þar sem aðgerðaleysi, rangar ákvarðanir og stefnuleysi lögðu grunn að því hruni sem þjóðin upplifir og mun þurfa þola í langan tíma. Í þessum fullyrðingum felst einnig hörð gagnrýni á hans eigin flokk og þá stefnu sem hann sjálfur lagði grunn að í sinni tíð sem formaður sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Niðurstaðan er því þessi: þessir 3 flokkar reyndust gagnslausir í fölsku góðæri, ráðalausir í hruninu og hafa ekki getu né hæfni til að leiða þjóðina í þeirri uppbyggingu sem framundan er nema þeir endurnýji alla sína forystu, skeri á öll tengsl við útrásaröflin og stjórnendur gömlu bankana. Geri heiðarlega upp fortíðina og biðji þjóðina afsökunar opinberlega sem og umheimin líka.

Í öðru lagi varpaði Davíð fram þeirri sprengju að ýmsir aðilar í embættismannakerfinu og ýmsir stjórnmálamenn hefðu fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í gömlu bönkunum og að það þyrfti að rannsaka. Þetta er allsvakaleg fullyrðing og verður að kanna. Gerist ekkert í þeim málum fljótlega þá er annað af tvennu ljóst: Davíð er klikkaður og ekkert að marka hann eða spillingin svo víðtæk að samfélaginu er ekki viðbjargandi nema til komi utanaðkomandi aðstoð, bæði til að rannsaka spillinguna og til að halda samfélaginu saman. HFF.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir er ekki enn búin að fatta hvort hann beri ábyrgð og Geir skilur Davíðs öðru vísi en allir aðrir Íslendingar eða allavega bloggarar. ...og Davíð er orðinn sjúskaður.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 19:08

2 Smámynd: Offari

stjórmálamenn þurftu að meta orð margra um ástandið. Staðreyndin er að meirhluti þeirra sérfræðinga töldu að þetta myndi reddast. Það er ekki hægt að áfella ríkistjórn fyrir að hunsa viðvörun seðlabankans þegar flestir aðrir töldu ástandið ekki eins slæmt. mér finnst alltaf betra að trúa betri kostinum en svartsýniskostinum.

Offari, 25.2.2009 kl. 20:40

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Geir er fattlaus. Ríkisstjórnin fékk viðvaranir frá virtum aðilum úti í heimi m.a. seðlabönkum norrænulandanna ofl. um hvað væri í vændum. Hún kaus í hroka sínum að hunsa orð vina okkar í Evrópu og víðar. hún niðurlægði þá jafnvel.

Arinbjörn Kúld, 25.2.2009 kl. 23:53

4 Smámynd: Eygló

Við erum aðeins á ská með vangaveltur um aumingja Davíð greyið.  Undanfarið hef ég reynt að komast að niðurstöðu um það hvort Davíð sé:

a)  farinn á geðheilsu

b)  að bjarga landinu og landanum, geti/megi bara ekki segja frá því að svo stöddu. Komi svo út fagnandi með fána og jafnvel pálmasveigi út úr SÍ og allir elska hann og biðjast fyrirgefningar og vægðar. (Ekki grín. Gæti alveg eins verið, við vitum hvort eð er ekki neitt)

a+b+c......) spillingin ER svo víðtæk að samfélaginu er varla viðbjargandi! Það get ég skrifað undir.

Svo margar hýenur er hér að finna að maður hefði aldrei trúað því.

Eygló, 26.2.2009 kl. 23:31

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég hef það á tilfinningunni að spillingin hér sé einmitt svo víðtæk að okkur sé varla viðbjargandi.

Arinbjörn Kúld, 27.2.2009 kl. 13:32

6 Smámynd: Eygló

Já, dapurleg tilfinning. En, tröllum á meðan við tórum :)

Eygló, 28.2.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband