Draumfarir Ara

Ég er farin að hafa áhyggjur af draumum mínum þessi dægrin. Mig dreymdi um helgina, (og er búinn að vera  í smá sjokki síðan) að ég væri staddur á einhverju þingi hjá Framsóknarflokknum. Allan tíman nagaði samviskan mín mig að innan, ég átti ekki að vera þarna. Ég reyndi að koma mér út en eitthvað sterkara en ég hélt mér inni allan fundin. Það situr í mér allur þeytingurinn á fólki sem var þarna fram og til baka og spennan sem fylgdi. Átökin voru það mikil að ég vaknaði í svitakófi, með mikin hjartslátt og mikla þörf fyrir sterkt kaffi.

Ég hef síðan þá ekki fundið hjá mér þörf fyrir að blogga, það skýrir þögnina. Svo er mig nýbúið að dreyma Hannes Smárasona eins og fram hefur komið. HFF (lesist: helvítis fokking fokk). Hvað er í gangi? Yfirleitt er mér slétt sama hvað mig dreymi. Tek ekki mark á draumum. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá þekki ég margt gott fólk sem bindur trúss sitt við Framsóknarflokkinn og ég er í góðu sambandi við. Hann eins og Samfylkingin stungu stefnuskrán sínum oní skúffu og sviku hugsjónir sínar og því er mér ekki vel við þá flokka. En mér líkar þetta ekki. :-(


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er skelfilegt þegar að framsóknarflokkurinn fer að gera innrás í drauma fólks. Er þessum flokki ekkert heilagt?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.2.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jamm, helvítis fokking fokk, það er ekki einu sinni friður fyrir þeim í darumi!

Arinbjörn Kúld, 24.2.2009 kl. 15:26

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Arinbjörn.

Láttu mig vita ef þig dreymir Davíð Oddsson eða leitaðu hjálpar

Guðmundur Óli Scheving, 24.2.2009 kl. 21:43

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

hehehe Ég bíð spenntur eftir Davíð í draumaheimum - læt þig vita þegar og ef það gerist.

Arinbjörn Kúld, 24.2.2009 kl. 22:08

5 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Hvað sagði Freud aftur um drauma? voru það ekki duldar langanir...

Ég skal biðja fyrir þér af öllum mínum mætti!!

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.2.2009 kl. 10:29

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Duldar langanir? I hope not og takk fyrir bænirnar - ekki veitir af.

Arinbjörn Kúld, 25.2.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband