Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2009

Úpps!

Um ţessar "sumar ástćđur" á ađ upplýsa almenning um. Nema hann verđi kolvitlaus auđvitađ sem er ástćđan fyrir leyndinni. Ţessi frétt gefur ímyndunaraflinu lausan taumin. Verđur landiđ hernumiđ ef ekki? Sett á hafnbann? Erlend viđskipti fryst? Viđskiptaţvinganir? Hver veit, en ljótt er ţađ.
mbl.is Verđur ađ klára Icesave af ótilgreindum ástćđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Djöfladansinn

Ţessi misserin er stigin hrikalegur djöfladans í íslensku samfélagi. Sá dans er stigin af miklum móđ inní bönkunum, í stjórnmálum og viđskiptalífi. Í bönkunum víla menn og díla um fallin fyrirtćki og leifar ţeirra. Hverjir fá og hverjir fá ekki en einkum og sér í lagi hverjir fá. Okkur má vera fullkomlega ljóst ađ til stendur ađ reisa hina föllnu dólga viđ og reyndar búiđ ađ afgreiđa ţá suma međ ţví ađ leyfa ţeim ađ skjóta undan ţeim fyrirtćkjum sem lífvćnleg eru ţ.e. ţeir seldu sjálfum sér góđu bitana úr hinum föllnu eignarhaldsfélögum og fengu til ţess lán úr gömlu bönkunum síđustu mánuđina fyrir hrun, kölluđu ţađ hagrćđingu og endurskipulagningu. Ţessar vikurnar eru margir óđir yfir fyrirhugđuđum afskriftum á eitthvađ fyrirbćri sem heitir 1998 ehf. sem á Haga, sem hefur um 60% markađshlutdeild á smásölumarkađinum. Ţessar afskriftir eru, ef fréttir eru réttar, löngu afstađnar. Ţađ er, ef rétt er ađ hinn nýji Arion banki hafi metiđ ţađ svo ađ Hagar gćtu stađiđ undir 17 milljarđa skuld viđ bankann. KB-banki heitin lánađi eigendum 1998 ehf. 30 milljarđa ef ég man rétt um mitt ár 2008 til ađ kaupa Haga út úr Baugi heitnum. Ţessir 30 milljarđar urđu svo 47 milljarđar viđ fall krónunnar. Arion banki tekur svo skuldina yfir af gamla bankanum og gefur fyrir hana 17 milljarđa. Ţar međ er búiđ ađ afskrifa 30 milljarđa ţ.e. allt upphaflega lániđ. Einhverra hluta vegna virđast fréttir leka úr ţessum Arion banka um ţessar afskriftir en fátt fréttist af djöfladansinum úr hinum bönkunum. Hvernig skyldi standa á ţví? Hvar er allt gegnsćiđ sem lofađ var? Í eđlilegu ástandi samfélags eiga stjórnmálamenn ekki ađ skipta sér af viđskiptalífinu en hér er ekkert eđlilegt ástand. Á tímum sem ţessum eiga stjórnmálamenn ađ tryggja ţađ ađ gagnsći ríki viđ uppgjör og ákvörđun um framhaldslíf lífvćnlegra fyrirtćkja. Ţeir eiga ađ tryggja ţađ ađ eignarhald ţeirra fari ekki til ţeirra sem rćndu landi innan frá ţ.e. fyrrum eigenda bankana og leppa ţeirra.

Niđurlćging íslenskra stjórnmálamanna er algjör. Forsćtisráđherra er varla virtur viđlits af starfsbrćđrum sínum erlendis. Ţingmenn og ráđherrar stjórnarinnar rćđa varla á ţingi stćrsta mál íslandssögunnar, icesave, ţó ţađ sé til umrćđu eftir ađ ríkisstjórnin var neydd til ađ breyta ţeim lögum sem alţingi setti um máliđ í sumar. Til upplýsinga ţá voru ţađ erlendar ţjóđir sem neyddu hana til ţess. Frjáls ţjóđ? Ekki ţađ ađ stjórnarandstađan yrđi nokkuđ betri. Til ţess eru sjálfstćđisflokkurinn og framsókn of innvinkluđ og innmúruđ í hruniđ ađ ţeir flokkar geti leitt ţjóđina á komandi árum. Fyrrum ţingmenn Borgarahreyfingarinnar létu verkin tala í sumar og drápu ţá miklu von og traust sem um 14 ţúsund kjósendur báru til ţeirra. Ţeim er betur lagiđ ađ tvístra en sameina virđist vera.

Ég held ađ í raun og veru ţá skiptir ekki máli hvort hér sé ríkisstjórn eđa ekki. Formlega séđ verđur ţó ađ vera einhver sem kvittar undir ţćr ákvarđanir sem AGS tekur fyrir okkur. Jćja, okei, Alţingi setur einhver lög og svona en ţau skipta bara engu máli héđan af. Örlög okkar eru ráđin. Landiđ er gjaldţrota. Svokallađir erlendir lánardrottnar tapa ţúsundum milljarđa á íslenskum bönkum, mun hćrri tölu en menn gera sér grein fyrir í dag segir sjálfur fjármálaráđherrann. Líklega um 10-12 ţúsund milljörđum gćti ég trúađ. Er nema von ađ trúverđugleiki landsins sé lítill sem engin. Hvort sem okkur líkar betur eđa verr ţá munum viđ ganga í ESB. Öđruvísi mun landiđ seint og illa ná sér efnahagslega eđa standa á eigin fótum líkt og viđ höfum ţekkt. Í ţađ minnsta verđur Ísland aldrei samt aftur. Vćntanleg ţjóđaratkvćđagreiđsla um ađild er og verđur kölluđ ráđgefandi. Eins og viđ vitum ţá hlusta íslenskir stjórnmálamenn ekki á nein ráđ og ţví verđur sú atkvćđagreiđsla tilgangslaus.

Ţetta verđur samt ekki átakalaus innganga, langt í frá. Ţađ eru öfl í samfélaginu sem munu stíga trylltan djöfladans í ađdraganda ţessara tilgangslausu kosninga í ţeirri von ađ ţjóđin dansi međ og hafni ađild. Ég óttast ţau átök, jafnvel ađ eitthvađ verulega slćmt muni gerast áđur en til kosninga komi.

Okkur er hollt ađ velta ađeins fyrir okkur stöđu okkar í umheiminum. Viđ búum á eyju langt norđur í ballarhafi, langt frá nćsta byggđa bóli, á mörkum hins byggilega heims. Viđ erum verulega háđ innflutningi ađfanga og matvćla og útflutningi á fiski, áli og ýmsum öđrum vörum og ţjónustu. Ferđaţjónusta gefur af sér stóran hluta gjaldeyristekna okkar. Ţađ er nánast sama hvert mađur lítur í kring um sig, alls stađar sér mađur innflutta hluti. Bifreiđin er innflutt, olía og bensín, varahlutir, húsgögnin, raftćkin, fötin ađ megninu til, stór hluti matvćla og húsin okkar eru ađ stórum hluta til innfluttir hlutir, raflagnir, klćđningar, stođir, ţök, gler og fl. Viđ ćttum ţví ađ temja okkur örlitla auđmýkt í samskiptum viđ erlendar ţjóđir ţrátt fyrir lélega framkomu erlendra stjórnmálamanna í okkar garđ og ţá einkum og sér í lagi Geira Brúna og Alla elsku. Ég á reyndar erfitt međ ađ trúa öđru en ađ framkoma erlendra stjórnmálamanna eigi sér skýringu, ég hef bara ekki veriđ upplýstur um ástćđuna ennţá. Ég held ađ ţegar viđ heyrum ţá skýringu ţá munum viđ fyrirgefa ţeim. Ég hef ţađ nefnilega á tilfinningunni ađ stjórnmálamenn okkar og útrásardólgar hafi í sameiningu kallađ á ţessa framkomu međ framferđi sínu á erlendri grundu misserin fyrir hrun.

Annars er ég bara hress og kátur, bara ađ velta ţessu fyrir mér. :-)


Aukin samkeppni - loksins

Viđ, Homo Islandicus hljótum ađ fagna ţessu. Aukin samkeppni í matvörubransanum hlýtur ađ leiđa til lćgra vöruverđs sem gćti hamiđ verđbólgu og dregiđ úr áţján verđtryggingarinnar. Viđ hljótum einnig ađ fagna starfmannastefnunni sem Jón Gerald og félagar virđast reka samkvćmt fréttinni, ađ ráđa til sín reynslumikiđ fólk í bland viđ yngra og reynsluminna. Ég hvet fólk á höfuđborgarsvćđinu til ađ fjölmenna í "brettabúđina" og leggja ţar međ grunn ađ nýrri og betri framtíđ í verslun á landinu. Ég vona einnig ađ Jón Gerald og félagar víkki út langtímamarkmiđ sín og opni verslanir á landsbyggđinni. Ég mun í ţađ minnsta leggja leiđ mína í ţessa verslun helgina 4-6 desember ţegar ég mun heiđra höfuđborgarbúa međ nćrveru minni. :-)

Krónan okkar - alheimskróna?

Ég verđa ađ viđurkenna ţađ ađ ég skil ekki ţessa útlendinga sem tala illa um krónuna okkar. Annađ eins hagstjórnartćki ţekkist ekki í hinum stóra alheimi. Hún fellur um 100% á einu ári gagnvart öđrum lélegri gjaldmiđlum til mikilla hagsbóta fyrir útflutningin. Krónan tryggir ţađ ađ launahćkkanir ná aldrei tilgangi sínum og ţví er hćgt ađ leggja niđur ýmis óţarfa hagsmunasamtök sem aftur myndi spara mikla fjármuni. Bara spurning um tíma hvenćr viđ stígum ţađ skref.

Krónan stuđlar ađ minni innflutningi sem aftur styrkir innlenda framleiđslu og gerir okkur ţví sjálfbćrri. Međ ţví komumst viđ hjá ţví ađ styrkja og auka atvinnu hjá ţessum útlendingum sem tala illa um okkur og krónuna okkar.

Ţađ besta viđ krónuna okkar er hin frćga verđtrygging sem gulltryggir verđmćti hennar ţ.e. verđgildi hennar er ávalt í hćstu hćđum til mikilla hagsbóta fyrir fjármálafyrirtćki og lánveitendur. Verđtrygging sér til ţess ađ ţeir sem lána fé fá höfuđstól lánanna margfaldan til baka, langt umfram ţá sem lána í löndum ţessara útlendinga í prumpgjaldmiđlum eins og evru, dollar og pundum. Verđtryggingin sér til ţess ađ heimskir lántakendur sjá alrei lćkkun á höfuđstól lánsins, sama hvađ ţeir rembast viđ ađ greiđa lániđ niđur og eru í skilum. Ţess vegna er ég ekki ađ fatta ţessa útlendinga. Aular!

Krónan okkar er jafnvel sjaldgćfari en demantur og ţví ćttum viđ ađ selja hana sem tćkifćrisgjafir erlendis, sem trúlofunar- og giftingarskart fyrir ţennan almenning ţarna úti, krúnudjásn fyrir liđiđ međ bláa blóđiđ og loks sem mont- og stadusgjafir fyrir frćga, fína og fallega fólkiđ. Ţarna liggja gríđarleg tćkifćri. Viđ ćttum kannski ađ láta útrásarvíkingana okkar góđu vita af ţessum tćkifćrum?

Hmm, eđa ćttum viđ kannski bara ađ halda henni fyrir okkur og verđa enn ógisslega ríkari međ krónunni okkar? Segja engum frá dásemdum hennar? En vćri ţađ ekki pínu eigingjarnt?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband