Fjármálakerfið versus almenningur

Samkvæmt Gylfa Magnússyni nýjum viðskiptaráðherra eru fjármálafyrirtækin í hærri forgangi hjá ríkisstjórninni en fólk í landinu þ.e. ég og þú. Gylfi segir að verði hluti skulda almennings þ.e. sá hluti sem bæst hefur við höfuðstól lána v/verðtryggingar í hruninu ekki afskrifað eins og margir höfðu lagt til og þar á meðal Gylfi ef mig misminnir ekki.

Þetta þýðir að stór hluti íslendinga verður fyrir afar óréttlátri eignaupptöku og aðrir skulda milljónum meira en þeir hafa tekið að láni að þeim forspurðum og hafa ekki einu sinni fengið þessa aura til ráðstöfunar. Aðgerðir þær sem nýja stjórnin mun leggja fram felst í sömu gömlu tuggunni um framlengingu lána og greiðsluaðlögun sem virkar eins og plástur á svöðusár.

Ég skal viðurkenna að ég vonaðist til mun meiri afgerandi aðgerða. Nýja stjórnin virðist því hafa sama skilning á vandamálinu og sú gamla og sömu lausnir. Einhvern vegin grunar mig að reiðin í samfélaginu muni aukast á ný þegar óréttlætið kemur af fullum þunga á næstu vikum og glæpamennirnir úr gömlu bönkunum ganga enn lausir og frjálsir ferða sinna. Það er því greinilegt að nú veit Gylfi eitthvað sem við vitum ekki og fáum ekki að vita. Staðan er því mun alvarlegri en okkur grunar. Það kæmi mér því ekki á óvart ef mótmælin hæfust á ný og af endurnýjuðum krafti. HFF (helvítis fokking fokk)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Arinbjörn.

Ég held að hann hafi átt við með að ekki væri hægt að fella niður skuldir hjá öllum að þessir ofsa ríku verða látnir greiða til baka.

Þeir sem keyptu sér bíla fyrir miljónir og hús upp á hundruðir miljóna og eru nú með óþverran upp á bak.

Við hinir verðum að sjálfsögðu látnir borga eitthvað líka, það stendur til að breyta skattalögum.

Gefum þessari ríkistjórn þetta er nú bara dagur 2

Kveðja

Guðmundur Óli

Guðmundur Óli Scheving, 3.2.2009 kl. 22:55

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sælir Guðmundur, já kannski hann hafi átt við það. Ég skildi hann alla vega öðru vísi. Auðvitað gefum við nýrri stjórn séns. Okkur vantar einfaldlega meiri upplýsingar. Það verður að fara eyða þessari óvissu.

Arinbjörn Kúld, 3.2.2009 kl. 23:48

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er trúlega flókið. Hegðun fólks var ekki öll eins. Sumir berjast í bökkum með venjulegt húsnæði en aðrir eru með allt upp á bak vegna stórhýsa, jeppa, hesthúsa, sumarbústaða, hjólhýsa, listaverk, og flatskjá í hverju herbergi. Svona eins og heima hjá þér Ari

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:47

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Leitt að ég kemst ekki á borgarafund á sunnudag hjá ykkur. Þarf að vera á öðrum fundi en ykkar verður örugglega skemmtilegri, Mikið spæjó

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:49

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

heheheh einmitt Jakobína, öll mín listaverk og flatskjáir og sumarhús - allt farið mar! Svo er mér illt í bakinu af öllum skítnum sem þar er

Arinbjörn Kúld, 5.2.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband