Staðreynd og grundvallarspurning

Ég eins og allir aðrir er komin með æluna upp í háls af þessu icesave kjaftæði. En ég má samt til að fá lesandann, ef nokkur er, til að pæla aðeins í þessu og taka svo sína ákvörðum þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Staðreynd: Ríkisbankinn Landsbankin var seldur árið 2003 til einkaaðila sem ráku hann sem einkafyrirtæki þar til hann varð gjaldþrota árið 2008. Ríkisábyrgð fylgdi ekki með í kaupunum, hvorki sem bónus eða söluhvati. Reyndar var því sérstaklega fagnað að með sölunni félli niður ábyrgð ríkisins og myndi gera íslenska ríkið traustara og lánshæfismat þess hækka.

Pæling: Íslensku bankarnir voru einkafyrirtæki. Það er staðreynd. Grjóthörð staðreynd. Melabúðin er líka einkafyrirtæki, það eru Fjarðakaup líka sem og Borað í gatið ehf. Einkabankinn fer á hausinn og skyndilega alveg upp úr þurru eru skuldir hans orðnar þínar. Borað í gatið ehf fer líka á hausinn en tapið á því bera lánardrottnar og birgjar, ekki þú. Vissir þú þetta? Er ekki eitthvað bogið við þetta? Er eitthvað réttlæti í þessu kerfi? Er ekki hrein mismunun hér á ferð? Ættu samkvæmt þessu ekki öll einkafyrirtæki að hafa ríkisábyrgð úr því bankar fá slíkt? Af því bara? Pældu aðeins í því!

Kveðja að norðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Rétt Arinbjörn ég tel ástæðuna að það er verið að reyna að verja auðvaldið og jafnframt þá sem stálu af okkur. Stjórnin sem er við völd virðist vera undir þrístingi frá þriðja aðila hver hann er veit ég ekki.

Sigurður Haraldsson, 8.1.2010 kl. 00:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Kjarni deilunnar er ákaflega einfaldur.  Vil líka minna á kjarnagrein Jakobínu sem hún birti í Morgunblaðinu á sínum tíma.  

Í kjarna þess sem hún sagði er kjarni ICEsave deilunnar, þetta er sjálf siðmenningin. 

Er hægt að láta saklaus börn borga vegna viðskipta á frjálsum markaði i allt öðru landi, og það eina sem er öruggt með þau viðskipti er að börnin komu þar hvergi nærri.  Og þegar ljóst er að þessi skuld gat verið ótakmörkuð, og þar að leiðir fest börnin í lífi skuldaþræls um ókomna tíð þá er siðmenningin brostin.

Dettur til dæmis engum í hug að þessi börn stækki og í stað þess að þræla og borga, þá fari þau í efnafræði og eðlisfræði, og sprengi allt í loft upp??  Til dæmis kjarnorkuver við Ermasund.

Það er siðmenningin sem heldur aftur af svoleiðis hegðun.  En ef örfáir embættismenn og stjórnmálamenn geta beygt hana eftir sínum þörfum, og látið hana ekki ná yfir suma í samfélagi þjóðanna, þá virkar hún ekki sem vörn.

Börnin okkar munu aldrei gerast þrælar, það er öruggt.  Þó eldra fólkið vilji skilja þá arfleið eftir handa þeim, þá munu þau ekki meðtaka hana.

En ICEsave er aðeins fyrsta atlagan af mörgum sem hið alþjóðlega græðgiauðmagn, í samvinnu við viðskiptaráð og ASÍ, lætur dynja yfir okkur á næstu árum.

En ósigur í ICEsave deilunni gæti ruglað þessi öfl í ríminu, og veikt næstu atlögu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2010 kl. 00:58

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sælir drengir. Takk fyrir innlegg ykkar. Þetta eru grundvallarspurningar sem fólk verður að pæla í áður en það párar sitt atkvæði á blað.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 8.1.2010 kl. 10:57

4 Smámynd: Kama Sutra

Nú er ég enginn sérfræðingur í viðskiptafræðum en Landsbankinn var almenningsfyrirtæki (hlutafélag) skráð í Kauphöllinni, en ekki einkafyrirtæki.  Er það alveg alveg sambærilegt við hin fyrirtækin sem þú telur upp?  Ég held ekki.

En ég er svosem alveg jafn rugluð í þessu máli og allur almenningur  - ég er sérfræðingur á öðrum sviðum en þessu.

Kama Sutra, 8.1.2010 kl. 19:39

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Almenningshlutafélög eru í einkaeigu, þ.e. hluthafana sem geta verið nokkur þúsund og eru alveg sambærilegt við einkahlutafélög að flestu leiti. Ábyrgð hluthafa eða eigenda er takmörkuð við það hlutafé sem þeir eiga í félaginu.

Vona að þetta svari einhverju Kama sutra.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 8.1.2010 kl. 21:10

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir góðan pistil Ari

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2010 kl. 02:33

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

...og Ómar takk fyrir þitt innlegg

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2010 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband