Skammist ykkar þið þrír!

Upp á síðkastið hefur verið að koma í ljós að sjálfstæðisflokkur, framsóknarflokkur og samfylking hafa þegið mikla og góða styrki frá ýmsum fyrirtækjum sem tengjast útrásartröllunum og hinum föllnu bönkum. Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við að flokkar sækist eftir styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Meðan styrkir eru innan hóflegra marka t.a.m. 100-300 þúsund krónur er lítið við þá að athuga. En þegar styrkirnir fara að hlaupa á milljónum og tugum milljóna frá einstökum aðilum þá eru þeir orðnir vafasamir. Upphæðir og tímasetning þessara styrkja rétt fyrir gildistöku nýrra laga um styrkveitingar til stjórnmálaflokka bendir til að hér hafi verið um hreinar mútur að ræða ekki síst í ljósi þeirra atburða sem hér hafa orðið síðan þá. Tilburðir forystusauða flokkana frá þeim tíma og viðhlægjenda þeirra við að sverja af sér vitneskju um múturnar eru hlægilegar í besta falli. Auðvitað hafa þeir vitað um þá, það er beinlínis hlutverk þeirra að vita þessa hluti, annars ættu þeir ekki að reka stjórnmálaflokka.

Þá kem ég að aðalskömmunum sem ég beini til forystu þessara flokka og undanskil hinn almenna flokksmann sem var blekktur jafnmikið og við hin. Þið, sjálfstæðisflokkur, framsóknarflokkur og samfylking eigið að skammast ykkar og biðja þjóðina afsökunar! Þið gáfuð tóninn og innleidduð það siðleysi, þá græðgi, það óréttlæti, þá sérhagsmunagæslu og þá einkavinavæðingu sem gerði land ykkar og þjóð gjaldþrota og mun ef þið fáðið áfram að ráða, valda miklum hörmungum fyrir land ykkar og þjóð. Skammist ykkar! Gjörðir ykkar og aðgerðaleysi leiddi yfir land ykkar og þjóð skömm og niðurlægingu. Það var ykkar hlutverk að standa vörð um heiður og orðspor lands ykkar og þjóðar. Til þess voruð þið kosin og greidd góð laun. Þið hafið sýnt það og sannað að þið eruð ekki til þess hæf að leiða land ykkar og þjóð. Þegar þið eruð búin að endurnýja alla ykkar forystu, allt ykkar þinglið, endurskoða stefnumál ykkar, gera upp fortíðina og biðja þjóðina afsökunar þá getum við farið að tala saman aftur - ekki fyrr! 

Fram að þeim tíma tekur borgarahreyfingin við ásamt öðru góðu fólki og tekur til eftir klúður ykkar þriggja. Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Flokkshrunið er hafið.

Offari, 13.4.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebb, það lítur út fyrir það.

Arinbjörn Kúld, 13.4.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Allt er að gerast í dag, næst verða það styrkir vegna prófkjöra sem við viljum sjá.    Helst á morgun.  Allavega fyrir kosningar, hverjir styrktu hverja í prófkjörunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2009 kl. 01:22

4 identicon

Ég skil ekki hvernig þú getur spyrt framsón og samfó við Sjálfstæðisflokkinn, það er allt of langur vegur þarna á milli.

Valsól (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 15:09

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er einfaldlega vegna þess að þessir tveir flokkar eiga það sameiginlegt að hafa verið í stjórn með sjálfstæðisflokki fyrir og eftir hrun og gerðu ekki neitt til að forða því þrátt fyrir að hafa vitað hvað væri í vændum. Flóknara er það ekki.

Arinbjörn Kúld, 26.4.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband