Endurmenntun fyrir siðvillta

Síðustu daga hafa komið fram furðufréttir um styrki til stjórnmálaflokka og viðtöku styrkjanna af þeirra hálfu. Á annað hundrað milljóna voru veitt af útrásarfyrirtækjunum til 3ja stjórnmálaflokka árið 2006. Í þessum efnum bar sjálfstæðisflokkurinn af sem öðrum og olli ekki vonbrigðum. Samfylking og framsókn voru heldur hógværari en tóku engu að síður við tugum milljóna af sömu fyrirtækjum. Ljóst má vera af upphæðum þessara styrkja að með þeim voru fyrirtækin og stjórnendur þeirra að kaupa sér velvild flokkana og stuðning við látlausa einkavinavæðingu innviða samfélagsins, yfirráð yfir auðlindum þjóðarinnar og völd í samfélaginu. Vitandi þetta er ekkert undarlegt að íslenskt samfélag er komið að fótum fram og af hverju síðustu ríkisstjórninr voru gersamlega vanhæfar.  Af því  tilefni hef ég ákveðið að  bjóða  fólki í sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og samfylkingu  upp á námskeið og endurmenntun í vor og sumar í eftirtöldum greinum:

Samfélag manna: Litið verður yfir þróun samfélagsgerðar Homo Sapiens: frá einföldu hellalífi yfir í flóknari þjóðríki með margbrotnumog viðkvæmum innviðum. Sérstök áhersla verður lögð á undirtegunina Homo Islandius sem þróast hefur á sérstakan hátt í 1.100 ár á fjarlægri eyju norður í höfum. Undirtegund þessi hefur þróað með sér sérstakan hæfileika og og þrá til sjálfseyðingar sem brýst fram að loknum kosningum og lýsir sér vel í einbeittum vilja stjórnmálaflokka tegundarinnar til einkavæðingar innviða samfélagins, einkavæðingu auðlinda þess, þjónkun við svo kallaða auðmenn, fyrirlitningu á svokölluðum almenningi og einstakri ást á hugtakinu „græðgi“ en það hugtak er af ýmsum þjóðum talið löstur en hefur þróast í dyggð í starfi ofangreindra stjórnmálaflokka.

Einstaklingurinn og samfélagið: Farið verður yfir tengsl einstaklingsins við samfélagið sem leggur honum til: húsaskjól, menntun, heilbrigðisþjónustu, öryggi og vernd, félagslegt öryggisnet, samskipti við aðra einstaklinga, neyðarþjónustu, fjármálaþjónustu, samgöngukerfi og afþreyingu hvers konar. Pælt verður sérstaklega í þeim einstaklingum sem leitast við að rífa niður samfélagið með lævísum blekkingum um kosti algers frelsins án ábyrgðar og kosti þess að sem fæstir eigi sem mest og flestir eigi sem minnst.

Fyrirtækið og samfélagið: Í þessu námskeiði verða tengs fyrirtækisins og samfélagsins skoðuð. Farið verður í hvernig hagsmunir hvoru tveggju liggja saman, hvar þeir skarast og hvernig leyst er úr ágreiningi. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna mikivægi hvors um sig fyrir hvoru tveggju e.k. platónskt samband fyrirbærana samfélag og fyrirtæki.

Samfélagsleg ábyrgð einstaklinga, stofnana og fyrirtækja: Skoðaðar verða ýmsar kenningar um ábyrgð einstaklinga, stofnana og fyrirtækja gagnvart því samfélagi sem skapar þessum fyrirbærum aðstöðu til að lifa og hrærast í. Litið verður sérstaklega á þá aðila sem hafa enga ábyrgð sýnt og staðið á sama um samfélagið og þá sem það byggja og hvaða afleiðingar ábyrgðarleysið hefur leitt af sér. Einnig verða skoðuð dæmi um hið gagnstæða og hvað slíkt hefur gert fyrir samfélagið, fyrirbærið sjálft og vöxt og viðgang hvoru tveggju.

Stjórnmálaflokkar og samfélagið: Farið verður gaumgæfilega í tilurð, tilgang, tilvist, hlutverk og tengsl svokallaðra stjórnmálaflokka við samfélagið og hvernig þeir eiga að þjóna samfélaginu.

Mannlegir eiginleikar: Fjallað verður ítarlega um það sem meðal erlendra þjóða kallast mannlegir eiginleikar og þættir í lífi og starfi. Löngu gleymd hugtök t.d. réttlæti,jafnrétti, frelsi með ábyrgð, sanngirni, sannleikur og samvinna verða kynnt ítarlega og þátttakendur þjálfaðir markvisst í iðkun þeirra í þeirri von að undirtegundin Homo Islandicus deyji ekki út. Mannlegir eiginleikar  eins og að sýna  virðingu, samhyggð, samúð, samkennd, tilfinningar, auðmýkt og visku verða útskýrðir ítarlega og reynt að endurvekja þessa mikilvægu hæfileika þ.e.a.s. þeirra sem á námskeiðið koma.

Þó þessi námskeið séu sérhönnuð fyrir fólk á framabraut í stjórnmálum þá henta þau einnig föllnum englum úr stjórnmálum er huga á meiri háttar „come back.“ Einnig býð ég velkomna svokallaða útrásarvíkinga, fyrrum háttsetta stjórnendur úr bönkum og útrásarfyrirtækja, helstu eigendur þeirra og leppa sem létu gabbast af glópagulli loftbólunnar. Þeir verða þó að sætta sig við venjulegan matarkost og aðbúnað alþýðunnar meðan á námskeiði stendur svo og einangrun enda ekki óhætt sem stendur að láta þá ganga lausa meðal almennings að svo stöddu. Áhugasamir hafi samband við bloggara á netfangið: arikuld@simnet.is J

Munum svo þann 25 apríl: X-O


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott framtak hjá þér Ari það veitir ekki af því að siðvæða þessa þjóð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.4.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þ.e.a.s. Stjórnmálamennina

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.4.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk stelpur, ekki veitir af.

Arinbjörn Kúld, 12.4.2009 kl. 08:22

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góður!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.4.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband