Ísland og AGS

Jæja, hér hefur ekkert verið skrifað síðan um miðjan apríl. Stafar það einkum af tvennu: var erlendis í 2 vikur í afar slæmu netsambandi og svo tímaskorti eftir að ég kom heim. Reyndi þó að fylgjast með fréttum að heiman þegar ég var erlendis eins og kostur var. Svo þegar heim var komið þá tók við botnlaus vinna.

Ég hef verið að velta fyrir mér þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin er að móta og hefur mótað fyrir almenning í landinu. Sitt sýnist hverjum en flestum finnst sem ekki sé nóg að gert og velt því fyrir sé af hverju ríkisstjórnin sé svo treg í taumi sem reyndin er. Jónas Kriistjánsson, fyrrum ritstjóri telur að nóg sé gert og ríkisstjórin geti ekki gert meira en fólk viti einfaldlega ekki af því eins og fram í fréttum í dag. Þá spyr maður sig: af hverju getur ríkisstjórin ekki gert meira fyrir fólkið í landinu? Af hverju vill og getur ríkisstjórnin ekki komið á réttlæti í lánamálum í landinu?

Eins og það horfir við mér þá er skýringin sú að ríkisstjórn íslands ræður engu í efnahagsmálum landsins og þá heldur ekki skuldastöðu almennings því hann á að borga sitt að fullu og vel það þrátt fyrir óeðlilega hækkun lána. Hér ræður ferðinni Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ferðinni. Meginmarkmið þessarar svokölluðu aðstoðar hans er að endurreisa traust á krónunni, endurreisa bankakerfið osvfr. Til að svo megi heppnast þarf að setja hér á gjaldeyrishöft eins og við öll þekkjum orðið, skera niður í samneyslunni og ríkissbúskapnum. Þess vegna kemur ekki til greina af hálfu AGS að leyfa nokkuð sem hugsanlega gæti haft í för með sér útgjöld fyrir ríkissjóð eða afskriftir í bönkunum umfram það sem þegar var ákveðið í byrjun kreppunnar. Tillitssemi gagnvart kröfuhöfum þ.e. fjármagseigindum er einnig ofarlega í huga AGS og því samþykkir hann ekki afskriftir, niðurfellingu eða aðra leiðréttingu á skuldum almennings umfram þá sem óhjákvæmilega fara á hausinn. Þess vegna er ríkisstjórn VG og SF svo treg til aðgerða umfram lengingu í lánum, greiðsluaðlögun, lengingu aðfararfrests osvfr. Aðgerðir sem miðast að því að láta fólk borga hvað sem það kostar. Og þetta eru flokkar sem kenna sig við jöfnuð og réttlæti sem með stjórnina fara.

Þegar almenningur í landinu gerir sér grein fyrir þessu þá hefst búsáhaldabylting hin síðari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér virðist að allt sé á leið til andstkotans hérna.  Ég held að önnur búsáhaldabylting sé nauðsynleg, fljótlega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2009 kl. 01:09

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir það Herbert, Engin spurning, við verðum að hittast og ræða málin. Við erum rétt að byrja.

Og Jóna Kolbrún, því miður held ég að tilfinning þín sé rétt.

Arinbjörn Kúld, 7.5.2009 kl. 01:33

3 Smámynd: Nýja Lýðveldið Ísland

Já það er ekki mikil ánægjan með hina nýju valdhafa enda hafa þeir lítið gert annað en að karpa um ESB en virðast hafa gleimt þjóðinni. Samfylkingin er nákvæmlega jafn spillt og hún var í samstarfi með sjálfstæðisflokknum en er það upp á sína vísu núna.

Nýja Lýðveldið Ísland, 7.5.2009 kl. 01:39

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Neibb, það er rétt, það er ekki mikil ánægja með nýju valdhafana. Samfylkingin hefur ekkert breyst enda átti maður svo sem ekki von á því. Svo þarf ekkert að pæla í sjálfstæðisflokknum, hann er eins og hann er.

Arinbjörn Kúld, 7.5.2009 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband