Ég er

að velta fyrir mér skv þessu hvort við sjáum nú fyrstu alvöru merki kreppunar? Fréttablaðið kemur nú út á bleikum pappír, restar frá útgáfu Viðskiptablaðs þeirra. Lesi maður greinina á hlekknum fær maður á tilfinninguna að hér verði ekkert blað gefið út innan skamms. Gæti farið svo? Er pappírinn að klárast? Ég kaupi ekki moggann, tek ekki fréttablaðið inn á mitt heimili, gef mér engan tíma til að lesa blöðin auk þess sem ég nenni ekki að safna þeim saman til þess eins að henda þeim út aftur. Netið og bloggið nægir alveg fréttaþyrstum. En margir myndu eflaust sakna minningargreinanna og aðsendra greina en þetta má alveg eins gefa út á rafrænu formi en þá er ég að gleyma þeim sem ekki kunna á tölvu. En margra milljarða skuldir hvíla á Árvakri og prentsmiðjunni, hvað á að gera við skuldirnar? Afskrifa? Þá lenda þær á okkur. Breyta í hlutafé? Hver á það þá? Bankinn? Þjóðin sem eigandi bankans? Myndum við sætta okur við að bíða í áratugi eftir arðgreiðslum? Eða á maður bara að segja eins og einn mótmælandinn setti á skilti sitt: helvítis fokkin fokk! Þessi orð verða næsti faris ársins.Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jebb... pappírinn er að klárast.

Hefur ekki komið sending síðan í september og það er slegist um hverja rúllu... 

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Auðvitað enda dýr vara og ekki orðið ódýrari.

Arinbjörn Kúld, 2.1.2009 kl. 18:16

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vonandi klárast klósettpappírinn ekki líka

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 18:24

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þá fyrst værum við í djúpum skít

Arinbjörn Kúld, 2.1.2009 kl. 18:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband