Kreppan bítur og það fast
8.9.2009 | 22:01
Ég hafði hugsað mér að bregða mér af bæ eins og það er kallað og sækja landsfund Borgarahreyfingarinnar um komandi helgi. Ég hafði einnig hugsað mér að gera helgina að langri helgi og njóta dásemda sunnlennskra golfvalla sona í leiðinni með frúnni og syni en blessuð kreppan er farin að bíta ansi fast og við nánari skoðun á efnahag okkar litlu/stóru fjölskyldu er mér ljóst að af þessari ferð verður ekki. Maður verður víst að setja aðra og dýrmætari hluti í forgang s.s. fæðu og húsaskjól.
Mér bauðst frítt far þegar ég orðaði þessa hluti við einn góðan vin og félaga og myndi þá sleppa öllu flandri á golfvöllum eða hverju öðrum óþarfa sem ferðalögum fylgir og í fyrstu þáði ég það. Við enn nánari skoðun og íhugun tók ég þá ákvörðun að sleppa einfaldlega þessari ferð þó mér þyki það ansi hart en það árar illa í samfélaginu og ég er ekki þar undanskilin. Ég hef hreinlega ekki geð í mér að ferðast suður og eyða 3 heilum dögum þar án þess að geta veitt sér nokkuð í mat og drukk eða hverju öðru sem fylgir löngum ferðalögum.
Ég ætla samt ekki að skrifa einhverja vælufærslu, langt því frá, ég hef ennþá nokkuð örugga vinnu og hef ennþá til hnífs og skeiðar eins og það er orðað. Það er einfaldlega þannig að í kreppu sem þessari þá er ferðafrelsið eitt af því fyrsta sem skerðist alvarlega hjá sauðsvörtum almúganum sem ég tilheyri. Ég er einfaldlega of blankur í dag og verð að eiga eitthvað lítliræði til að lifa af það sem eftir lifir september. Ég veit að svipað er ástatt hjá mörgum öðrum þessa daganna. Sífellt meira og meira fer af laununum í afborganir af lánum og slíku, vöruverð hefur rokið upp og launin standa í stað og lækka í raun og veru því blessuð yfirvinnan hefur dregist verulega saman hjá flestum ef ekki öllum. Þá er þetta frá og ég ræði það ekki meira. Búið og takk fyrir, ég hef tekið ákvörðun og að öðru leit höfum við það fínt.
Svona er ísland í dag og nú fara kvöldin að verða dimm og minni tími til að leika sér á kvöldin. Ég hef af ásettu ráði leitt hjá mér kreppuna í sumar enda ákveðin í því að njóta þess meðan hægt er en nú mun ég hafa meiri tíma til að setjast niður á kvöldin þegar ég er heima og ekki að vinna og taka upp þráðin að nýju á blogginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hættu að reykja, þá kemstu með
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:07
Vesen, mig hefur hlakkað til að sjá þig í eigin persónu.
Jón Kristófer Arnarson, 8.9.2009 kl. 22:48
Getur þú ekki bara étið kex?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.9.2009 kl. 00:01
Þá getur þú haldið áfram að reykja
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.9.2009 kl. 00:02
Heill og sæll; Arinbjörn - sem og, þið önnur, hér á síðu !
Þetta er; Djöfullegt ástand, og má ekki verða öllu meir ríkjandi, Arinbjörn.
Því; hvet ég þig til, að fara að grennslazt fyrir um einhver þau tól, sem duga mættu, til þátttöku þinnar, í mögulegum byltingar aðgerðum.
Þið O lista fólk; verðið að fara að vakna til vitundar um, að harðneskjan ein dugir, til að koma þeim Jóhönnu frá völdum.
Bjarki ! Svona; helvítis kvein langlífis sinna, sem þú virðist vera, til að storka reykinga fólki, er aumlegt yfirklór and-þjóðernissinnaðra viðhorfa, augljóslega. Veit ekki; um Arinbjörn, en við stórreykinga fólk tökum engum svona fortölum - hvar; við hættum - eða þá byrjum, að reykja, án utanaðkomandi áhrifa, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 00:41
Góð öll saman, ætli menn neyðist ekki til að hætta öllum ósiðum þegar fram líða stundir sökum dýrtíðar, gæti best trúað því.
Annars var kvöldmaturinn hjá mér í gærkvöldi nýbakað kreppukex, ekki slæmt það :-) og ég kvarta ekki yfir því, maður þarf ekki alltaf þungar máltíðir. En gallagripir eins og ég eigum oft erfitt með að láta af ósiðum ýmsum s.s. láta í okkur heyra og hvað þá taka einhverjum fortölum.
kv, ari
Arinbjörn Kúld, 9.9.2009 kl. 08:42
Óskar, sástu ekki broskallinn?
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 22:10
jú jú Bjarki minn, hann hefur séð hann, honum finnst bara gaman að messa duglega yfir þeim lastalausu. Fínn drengur hann Óskar.
kv, ari
Arinbjörn Kúld, 9.9.2009 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.