Efnahagslegir flóttamenn!
5.8.2009 | 11:11
Þessa bloggfærslu setti ég á vísisbloggið mitt þann 24 nóvember 2008. Enhverra hluta vegna finnst mér hún eiga betur við í dag:
"Allir eða a.m.k. flestir kannast við hugtakið "pólítískir flóttamenn," hugtak sem notað er yfhluta ir fólk sem flýr sitt heimaland vegna þess að það telur sig og sína ekki örugga í heimalandi sínu. Hefur sætt ofsóknum af ýmsu tagi vegna stjórnmálaþátttöku sinnar eða fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en valdhafar. Nú fer líklega að fæðast nýr hópur flóttamanna en af öðrum ástæðum en pólítískum. Sá hópur fólks hefur það eitt til saka unnið að vera fætt á íslandi, alist þar upp, hlotið menntun sína, lifað og starfað og helgað landinu krafta sína.
Sú risavaxna kjaraskerðing sem framundan er, verði ekkert róttækt að gert, mun að líkindum búa til stóran hóp íslendinga sem sjá ekkert annað í stöðunni en kjósa með fótunum þ.e. flýja land. Þennan hóp má þá skilgreina sem "efnahagslega flóttamenn." Þessi hópur mun verða sá hópur íslendinga sem missir allt sitt í þeirri kreppu sem framndan er þ.e. missir vinnu, húsnæði og verður gjaldþrota í kjölfarið. Kreppan er víst bara rétt að byrja. Hversu stór þessi hópur mun verða er ómögulegt að spá um. En stór verður hann. Þær minningar sem þessi hópur tekur með sér héðan verða nöturlegar, gjaldþrota land, gjörspillt stjórnkerfi, spilltir stjórnmálaflokkar, vanhæfar ríkisstofnanir eins og seðlabankinn og fjármálaeftirlitið, ömurlegt og vanhæft bankakerfi, lamað þing og þingmenn osvfr. Hugsanlega verður það þannig hjá mörgum að þeir komist hreinlega ekki, hafi einfaldlega ekki efni á því. Þar með sjáum við hið gamla vistarband birtast okkur aftur en í örlítið breyttri mynd.
En það er ljós í myrkrinu, hreyfing er að myndast meðal fólksins. Fólk er farið að mótmæla ofríki, vanmætti, spillingu, þögn og aðgerðaleysi stjórnvalda af meiri krafti með viku hverri. Alls kyns hreyfingar og hópar fólks eru að myndast um hin ýmsu málefni hvort sem þau lúta að stjórnmálum, atvinnumálum, menningu, fræðslu um efnahagsmál því eðlilega vill fólk reyna skilja því fór sem fór. Það skyldi þó aldrei fara svo að fólkið reynist ríkisstjórninni snjallara og taki til sinna eigin ráða og hagi sínum málum eftir sínu höfði en ekki ríkisstjórnarinnar?"
Kveðja að norðan.
Mesta hættan fólksflótti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt þú ætlaðir að fara að endurskilgreina "pólitískir flóttamenn".
Þá sá ég fyrir mér pólitíkusa sem eru alltaf á flótta undan staðreyndum, upplýsingum um þá sjálfa. Flótta undan eigin samvisku og flótta undan fólkinu sem þeir vinna fyrir; flótta undan okkur.
En ég skil samt þitt mál :)
Eygló, 5.8.2009 kl. 13:11
Blessaður Arinbjörn.
Kannski fer þetta allt vel að lokum.
Einu flóttamennirnir verði þeir pólitísku (pólitíkusarnir) sem skammast sín of mikið fyrir gjörðir sínar.
Vonum það besta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.8.2009 kl. 13:48
Mér hugnast betur þessir pólítísku flóttamenn í stað hinna.
kv, ari
Arinbjörn Kúld, 5.8.2009 kl. 14:03
Ég fíla þessa nýju skilgreiningu á pólitískum flóttamönnum.
Kama Sutra, 5.8.2009 kl. 23:38
Heyr, heyr.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.8.2009 kl. 01:19
Furðulegt að líta til baka og aftur til nútímans og sjá að við stöndum enn í sömu sporum þrátt fyrir allt. Ég vona þó að þegar frá líður þá fái maður tilfinningu fyrir því að það sem maður lagði á sig við að spyrna á móti hafði þó nokkrar jákvæðar afleiðingar. Myrkrið er sennilega enn þá of svart til að maður sjái það almennilega.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.8.2009 kl. 01:46
Nákvæmlega Rakel. Vel orðað hjá þér með myrkrið, það sé svo svart að við sjáum það ekki. Það er nú svo með svartholin úti í himingeimnum að þau sjást ekki, ein leiðin til að finna þau er að finna ljósgeisla sem "bjagast" á leið sinni fram hjá þeim. En afl svartholana er það ægilegt að það beygir ljósið.
Arinbjörn Kúld, 11.8.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.