Vanhæf ríkisstjórn?

Eftir fréttir dagsins í dag þar sem Jóhanna segir að taka verið ríkisfjármálin "fastari tökum" og að "vandin sé mun meiri en hún átti von á" hef ég orðið talsvert hugsi. Það læðist að mér mikill efi um að ríkisstjórnin muni ráða við vandann, að hann sé miklu mun stærri en hún hefur gert sér grein fyrir. Fyrir hrun afneitaði þáverandi ríkisstjórn vandanum, við þekkjum öll þá sögu. Í hruninu og eftirleik þess var þáverandi ríkisstjórn engu hæfari til að ráða við vandann. Þjóðin varð öskureið og það skiljanlega. Við fengum kosningar og fengum Samfylkingu og Vinstri-grænum meirihluta á þingi.

Á þeim stutta tíma sem liðin er eftir kosningar hefur þjóðin verið í eins konar millibilsástandi og hefur gefið nýrri stjórn tækifæri til að taka á vandanum. Lausn ríkisstjórnarinnar virðist vera sú að færa vandan yfir á herðar almennings sem átti litla sem enga sök á vandanum aðra en þá að treysta stjórnmálamönnum sínum fyrir stjórn landsins og trúa orðum bankana um snilli þeirra.

Undanfarnar vikur hefur ríkisstjórnin boðað mikin niðurskurð á fjárframlögum til velferðamála. Þjóðin hefur sætt sig við þann boðskap vitandi það að einhverjar fórnir þurfi að færa til að greiða fyrir mistök og vanhæfni fyrri stjórnmálamanna. Hversu mikil sú fórn ætti að vera hefur hins vegar verið nokkuð óljóst og því erfitt fyrir hinn óbreytta íslending að átta sig því sem er í vændum og er ég þar ekki undanskilin. Nú hefur komið í ljós að vandin og niðurskurðurinn sem er boðaður er miklu mun meiri en upplýst var. Ekki er laust við að um mann læðist nokkur hrollur við þennan boðskap. Enn hefur ekki verið látið uppi í hverju þessar aðgerðir felast eða í hve miklu magni en ljóst að ekkert okkar hefur upplifað slíkt áður.

Ég óttast það að þegar hinn óbreytti íslendingur fái að heyra hversu mikinn niðurskurðurinn verði muni honum bregða all svakalega. Þegar hann svo gerir sér grein fyrir að hann eigi að greiða skuldir bankana og erlendra "fjárfesta" (jöklabréfin og fleira í þeim dúr), þá muni reiðin, sem nú liggur í dvala, magnast og það verulega. Reiðin verður ekki minni þegar hann gerir sér grein fyirr því að samfélagið sem hann og forfeður hans hafa byggt upp undanfarna áratugi verði rifið niður og velferðakerfið sem hann hafði byggt upp með mikilli báráttu og elju verði rústir einar. Sjálfur samfélagssáttmálin er í hættu.

Er þessi ríkisstjórn jafnvanhæf og sú fyrri? Verður stórsköddun á samfélaginu það sem koma skal? Er það nauðsynlegt til að byggja upp nýtt og betra samfélag? Ég er ekki svo sannfærður um það - nema við náum um það samkomulagi meðal þjóðarinar. Til þess þarf þjóðin réttlæti. Réttlætinu verður að fullnægja svo við náum sáttum og getum byggt samfélagið upp á ný. Við skulum aldrei gleyma því að hér var framin glæpur af áður óþekktri stærðargráðu og því þufum við og eigum að fá réttlæti. Við skulum heldur aldrei gleyma því að þáverandi stjórnvöld máttu og áttu að vita hvað væri í vændum og áttu að bregðast við en kusu að gera það ekki.

Mun búsáhaldabyltingin hefjast að nýju í haust eða fyrr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Arinbjörn !

Hygg; að búsáhöld þyki hófleg þing, í samanburði við þau tól, sem brúkast kynnu, þá næst muni upp úr sjóða.

Þakka þér; ágæta hugleiðingu - þó hófsöm sé, í orðavali, miðað við kringumstæður allar.

Með beztu kveðjum; í Norðuramt - sem fyrr og áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 02:18

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Örugglega fyrr, ég hef enga trú á því að þessi stjórn sé betri en tvær síðustu stjórnir.  Þöggunin og lygarnar eru með ólíkindum.  Ég vil sjá réttlætinu fullnægt, að allir útrásarvíkingarnir verði kyrrsettir og eigur þeirra líka.  Og að þeir fái að borga það sem þeir hafa stolið af okkur hinum, ég er orðin mjög reið.  Vegna aðgerðaleysis þessarar stjórnar og hinum tveimur frá því að hrunið varð í byrjun október í fyrra. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.6.2009 kl. 02:20

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir þessar hugleiðingar Ari og Jóna Kolbrún þú hittir í mark. Enn eru við völd fólk sem tók þátt í útrásinni og er þess ekki megnugt að gera upp við fortíðina. Allt of margir hafa eitthvað að fela til þess að þeim auðnist að snúa við blaðinu.

Þetta fólk er hættulegt þjóðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.6.2009 kl. 02:49

4 identicon

Sæll Ari

Þetta er svona eins og talað úr mínum munni þessi orð þín, allt sem fyrri ættliðir hafa safnað og byggt upp er búið að STELA og það grand sko,ég hef alltaf sagt það á að ráð hérna framkvæmdastjóra yfir þessu batteríi(Íslandi) og hann hefur hæfa menn í vinnu, senda á alla þessa svokallaða þingmenn í VINNU, þeir eiga að vinna vinnuna sína ekki leika sér við að þrasa eins og í sandkassaleik...end of story

svo (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 08:01

5 Smámynd: ThoR-E

Lausn ríkisstjórnarinnar virðist vera sú að færa vandan yfir á herðar almennings sem átti litla sem enga sök á vandanum aðra en þá að treysta stjórnmálamönnum sínum fyrir stjórn landsins og trúa orðum bankana um snilli þeirra.

Hefði ekki getað orðað þetta betur sjálfur.

Þessi ríkisstjórn veitir mér litla öryggistilfinningu.

Maður horfir á bankamenn/eigendur labba inn og út úr landinu og sinna sínum viðskiptum eins og ekkert hafi í skorist ... á meðan almenningur er skattpíndur eins og enginn sé morgundagurinn ... til að borga skuldir þessara manna. Sem þeir "fjárfestu" svo gáfulega fyrir... með ríkisábyrgð.

Þetta eru ótrúlegir hlutir sem eru að eiga sér stað hér á landi.

ThoR-E, 3.6.2009 kl. 09:47

6 identicon

Því miður vitum við ÖLL svarið við þessari spurningu: "Er þessi ríkisstjórn jafnvanhæf og sú fyrri?"  Þessi auma ríkisstjórn er vita GAGNLAUS fyrir land & þjóð....  Eða með orðum Dalai Lama: ""Ef að sú gamla var vanhæf þá er þessi óhæf....." - vel UPPLÝSTUR þessi Lama gaur..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 15:30

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Takk fyrir mjög góðan pistil.  Þú spyrð stórt þegar þú spyrð hvort þessi stjórn sé getuminni en sú fyrri.  Ég var einn af þeim sem gaf henni ekki tækifæri í eina mínútu eftir að Jóhanna tilkynnti á þingi að hún framfylgdi stefnu IFM.  Sem var það nákvæmlega sem sú gamla gerði.   Ef þú veist að maður hafi lamið eiginkonur sínar í síðustu 5 hjónaböndum, hvaða séns gefur þú honum í því 6.?  Ekki mikinn tel ég og á það á ekki að láta reyna. 

Óbermi, ómenni eru alltaf þau sjálf,  þó þau fái sér ný jakkaföt.  Stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er stefna gjöreyðingar íslensks samfélags.  Svo einfalt er það.

En núverandi stjórn er verri að einu leytinu.  Hún sveik vonina.  Kannski stærsti glæpur sem hægt er að fremja.  Og þá á ég ekki við Samfylkingarhlutann, allir sem sjá vildu vita um hennar gjörðir.  Ég á við svik VinstriGrænna.  Þau eru ófyrirgefanleg.  Á meðan þeir voru heilir í stuðningi sínum við þjóðina, þá átti þjóðin von.  En núna er erfitt að sjá hverjir taka upp þann kyndil, vonar og trúar á íslenska þjóð.

En þú orðar hlutina vel þegar þú segir að hér hafi verið framinn "glæpur af áður óþekktri stærðargráðu".  Andstaðan hefur ekki kraft til að draga kerfið fyrir dóm en hún fær nokkra mola eins og Hannes Smárason til að smjatta á.  Á meðan eru höfuðsmiðirnir, auðmagnið að smíða sinn kóngulóarvef.  Og endurreisa gamla kerfið en núna með þjóð í hlekkjum skulda og ofurselda alþjóðlegu auðmagni sem mun gleypa í sig auðlyndir landsins og allar eigur almennings, nema kannski klukkuna á Þingvöllum.

Vil minna þig á hugmyndir mínar að refsa kerfinu en ekki vera í vonlitlum eltingarleik við að fá að fæða Hannes og Sigurjón digra.  Hvernig heldur þú að þeim í miðjum kóngulóarvefnum gengi sinn spuni ef nú þegar væri Sannleiksnefnd að störfum.  Sakaruppgjöf gegn öllum sannleikanum um gjörðir.  Upplýsingar um hvernig glæpurinn var framinn.  

"Ekki meir, ekki meir" myndi margur segja.  Ég veit að margir í Bandaríkjunum vildu að þetta hefði verið lærdómurinn af Enron hneykslinu.  Þingið hefði frekar átt að beita sér gegn græðginni á Wall Street í stað þess að eyða orku sinni að knésetja fallna menn. 

Ef þú átt ekki nógu margar byssur til að skjóta skrímslið þá er eina ráðið að mynda spegil sannleikans sem sýnir ljótleika þess og ófögnuð.  Skrímslið lifir kannski af að sjá sína eigin mynd en almenningi hryllir og hrekur það í burt.

Þið í Andstöðuna mættu íhuga betur hugmyndaheiminn á bak við "Sannleikurinn gjörir yður frjálsa" og "Mennska og mannúð".  Það eru einu vopnin sem bíta á skrímsli græðgiskapítalismans.  Það er til lítils að gera nýja Búsáhaldabyltingu ef þeir sem hana gera hafa ekki skýr markmið um það sem  við á að taka. 

Mín tillaga er "betri heimur".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.6.2009 kl. 23:44

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk öll fyrir innlitið. Þegar þetta er skrifað, búið að hlekkja þjóðina í áratugaánauð með blessun Evrópu er öll von úti. Meira get ég ekki sagt. Nú hvarlar hugurinn út, á meðan einhverjar samgöngur eru. Takk.

Arinbjörn Kúld, 6.6.2009 kl. 16:44

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/892231/

MÓTMÆLI Á MORGUN!!!

Baldvin Jónsson, 7.6.2009 kl. 20:33

10 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri félagi þessi stjórn er ekki VANHÆF, ástæðan er sú að hún hefur aldrei verið hæf, þar af leiðandi getur hún aldrei orðið vanhæf...

Góður pistil hjá þér eins og ávalt, eins og talað frá mínu HJARTA..! Ef Alþingi íslendinga samþykkir þennan geðbilaða nauðarsamning þá er eflaust um "stórasta klúður” sem sést hefur í þessu stjörnukerfi síðan JÚDAS (XS) misskildi rómverska hermenn (UK) með þeim skelfiegum afleiðingum að félagi Júdas tók sitt líf. Verði þessi gjörningur að veruleika þá má í raun segja að verið sé að taka íslensku þjóðina (Jesús) af lífi á mjög lúmskan & ósmekklegan hátt.....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 7.6.2009

Jakob Þór Haraldsson, 7.6.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband