Göldrótt ríkisstjórn

Ríkisstjórnin stendur sig vel. Hún stendur sig afskaplega vel í varðstöðu sinni fyrir fjármálakerfið. Á örfáum klukkutímum jók hún eignir fjármálastofnana um 8 milljarða. Ríkisstjórnin er göldrótt. Skrítið hvernig hún getur galdrað fram pening sem er í raun ekki til. Það er engin verðmætasköpun þarna á bak við, heldur hagræði/fjármálagaldrar áranna 2001-2007 sem kom okkur til andskotans og ömmu hans.

Ég hef oft sagt það áður að óvenjulegir tímar kalli á óvenjuleg ráð. Hví er þá ekki hægt að aftengja tímabundið þessa þætti sem hækka lánin og auka verðbólguna meðan þessi óáran gengur yfiir? Líklega vegna þess að AGS vill það ekki. AGS veit sem er að aðgerðir sem þessar auka eignir fjármálastofnana og það lítur þá betur út  í þeirra áætlunum og þessari svokölluðu endurreisn þeirra. En eitthvað verður ríkisstjórnin að gera, engin vafi á því en þá er lámark að hún taki tillit til almennings og fyrirtækja í landinu og geri raðstafanir til að lán þeirra hækki ekki meira en orðið er, nóg er samt. Það er ekki laust við að löngun bæri á sér til að taka fram makindos dósina og sleifina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband