Hinir fullkomnu glæpamenn
6.3.2009 | 22:14
virðast hafa starfað meðal annars í þessum banka. Þessi banki var almenningshlutafélag. Almenningshlutafélög starfa eftir ákveðnum lögum og reglum. Þau lög og reglur heimila víst ef ég skil þau rétt að bankar og aðrar fjármálastofnanir geti lánað hluthöfum, stjórnendum og tengdum aðilum fjármuni en önnur hlutafélög mega það ekki. Þetta er fullkomlega siðlaust samt sem áður enda klárlega verið að hygla stærstu eigendum á kostnað annara viðskiptavina sem og á kostnað annara almennra hluthafa. Ömurlegt hreint út sagt. Hér að neðan er viðkomandi lagagrein. Henni verðum við að breyta.
"104. gr. Hlutafélagi er hvorki heimilt að veita hluthöfum, stjórnarmönnum eða framkvæmdastjórum félagsins eða móðurfélags þess lán né setja tryggingu fyrir þá. Félagi er einnig óheimilt að veita þeim lán eða setja fyrir þann tryggingu sem giftur er eða í óvígðri sambúð með aðila skv. 1. málsl. eða er skyldur honum að feðgatali eða niðja ellegar stendur hlutaðeigandi að öðru leyti sérstaklega nærri. Ákvæði þessarar málsgreinar taka þó ekki til venjulegra viðskiptalána.
Hlutafélag má ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess hvort heldur móðurfélagið er hlutafélag eða einkahlutafélag. Hlutafélag má heldur ekki leggja fram fé né setja tryggingu í tengslum við slík kaup. [Ákvæði 1.2. málsl. eiga þó ekki við um kaup starfsmanna félagsins eða tengds félags á hlutum eða kaup á hlutum fyrir þá. Gætt skal ákvæða 99. gr.]1)
Trygging félagsins, sem sett er fyrir áðurnefnda aðila í bága við ákvæði 1. og 2. mgr., er þó bindandi nema viðsemjandi hafi vitað eða mátt vita að tryggingin hafi verið sett andstætt þessum ákvæðum.
Ef félagið hefur innt af hendi greiðslur í tengslum við ráðstafanir sem eru andstæðar 1. og 2. mgr. skal endurgreiða þær með dráttarvöxtum.
Ef ekki er unnt að endurgreiða féð eða afturkalla tryggingu eru þeir sem gerðu eða framkvæmdu síðar ráðstafanir skv. 1. og 2. mgr. ábyrgir fyrir tapi félagsins.
Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga ekki við um lán eða framlag til móðurfélags og tryggingu fyrir skuldbindingum móðurfélags.
Ákvæðum 1. og 2. mgr. verður ekki beitt um innlánsstofnanir eða aðrar fjármálastofnanir.
Í gerðabók félagsstjórnar skal getið sérhvers láns, framlags og tryggingar samkvæmt þessari grein."
Lánuðu sjálfum sér milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll félagi. Svo ætlar þriðjungur þjóðarinnar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, flokkinn sem gerðu bankamönnunum þetta kleyft. Ótrúlegur andskoti.
Valsól (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:10
Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það í kosningum. Niðurstöðu kannana fara víst oft eftir því hver borgar þær.
Arinbjörn Kúld, 7.3.2009 kl. 10:23
Sæll Ari. Það er líka vert að spyrja hvers vegna ekki er verið að rannsaka neitt í Landsbanka og Glitni.
Þessir bankar eru varla nefndir í umræðunni
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 14:03
Rétt Jakobína, við vitum að það sama var uppi í þeim bönkum, Stím og allt það.
Arinbjörn Kúld, 8.3.2009 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.