Hinn fullkomni glæpur

Margir íslendingar sem og útlendingar velta því fyrir sér núna 5 mánuðum eftir fall íslands hvers vegna engin af stjórnendum bankana og stærstu eigendur hafi sætt ábyrgð, verið kallaður til skýrslutöku eða hreinlega verið handtekin og ákærður. Það gefur auga leið að þegar heilt efnahagskerfi hrynur til grunna að einhvers staðar og af einhverjum hafa lög og reglur verið verið þverbrotnar og það oftar en einu sinni. Alveg frá árinu 2006 mátti stjórnvöldum, stjórnendum bankana og helstu eigendum það vera ljóst í hvað stefndi. Á því leikur engin vafi lengur.  Ríkisstjórnin sætti loks ábyrgð eftir margra vikna mótmæli og sagði af sér en með hálfum huga þó því margir sem þar sátu hafa fullan hug á að fara fram aftur og hafa ekki einu sinni beðið þjóðina afsökunar.

Öldum saman hafa menn leitast við að fremja hinn fullkomna glæp þ.e. brjóta af sér og komast upp með það án nokkurra afskipta af hinum langa armi laganna. Lang oftast hefur réttlætið sigrað að lokum, það er ekki hægt að fullyrða að einhver hafi komist upp með glæp án þess að hafa fórnað einhverju í staðin t.a.m. forðað sér úr landi þangað þar sem ekki er hægt að ná í viðkomandi og/eða farið í felur. Hinn fullkomni glæpur hlýtur því að felast í því að fremja glæp fyrir allra augum, með allra vitneskju, komast upp með það og hafa um leið fullt frelsi í framhaldinu.

Hér á íslandi gerðist hið óhugsandi: hinn fullkomni glæpur var framin á gervallri þjóðinni. Allir núlifandi íslendingar sem og tugþúsundir ófæddra íslendinga urðu án nokkurrar aðvörunar fórnarlömb eins stærsta efnahagsglæps sem framin hefur verið. Hér er ekki um hefðbundin efnahagsglæp að ræða þar sem hluthafar, viðskiptavinir og aðrir hagsmunaaðilar voru sviknir af stjórn eða helstu stjórnendum heldur er hér um gervalla þjóð að ræða, heilt land og efnahagskerfi þess lagt í rúst.

Glæpurinn gerðist ekki á einni nóttu eða yfir eina helgi, nei hann hófst um leið og bankarnir voru einkavæddir. Framkvæmd einkavæðingarinnar og aðferðafræði fólst í því að afhenda bankana sérvöldum vinum ákveðinna stjórnmálaflokka sem þá voru við völd. Þessir einstaklingar voru frá fyrsta degi harðákveðnir í nýta sína nýju eign til að auka völd sín og nýfengin auð til að ná til sín öllum auðlindum landsins á einn eða annan hátt. Nánast öll stærstu fyrirtæki landsins lentu í höndum þeirra í gegnum alls kyns eignarhaldsfélög og svokölluðum krosseignartenglsum á tvist og bast. Brátt var ísland of lítið. Ísland á þeim tíma naut virðingar erlendis og var álitið traust land og íbúar þess talið heiðarlegt og harðduglegt fólk.

Hinir nýju bankaeigendur og nokkrir sérlegir vinir þeirra gengu ákveðnir til verks og ákváðu að nota hið góða orðspor íslands til strandhögga á erlendri grundu. Fyrst gekk allt vel enda nægt framboð af lánsfé erlendis og gefið var til kynna að íslenska ríkið stæði sem klettur að baki íslensku bankana. Fljótlega fóru þó tvær grímur að renna á sérfræðinga erlendis og efasemdir fóru að láta á sér kræla. Menn efuðust um margt, um nýfengin auð, hvaðan kom hann? Var stærð bankana ekki of mikil í hlutfalli við stærð þjóðarbúsins og framleiðslu þess? Viðbrögð stjórnenda bankana voru þau að gert var lítið úr áreiðanleika, heiðarleika og jafnvel efast um heiðarlegan tilgang þessara efasemda sérfræðingana. íslensk stjórnvöld gengu svo í lið með stjórnendum og eigendum bankana enda sannfærð um að mikið efnahagsundur væri hér á ferð.

En hinir erlendu sérfræðingar létu ekki blekkjast og héldu áfram að efast. Íslensk stjórnvöld létu svo um mælt að þessir meintu erlendu sérfræðingar þyrftu á endurmenntun að halda. Það fór að harðna á dalnum í aðgangi að lánsfé hjá íslensku bönkunum og þeir snéru sér að almenningi erlendis, líknarfélögum, sveitarfélögum, háskólum ofl. til að afla sér fjár til frekari strandhögga. Engin trygging af nokkru tagi lá á bak við þessi innlán önnur er gott orðspor íslenska ríkisins og þjóðarinnar. Glæpurinn var í algleymi og náði brátt hámarki sínu á haustdögum árið 2008. Nokkrum mánuðum fyrr hófust undarlegar lánveitingar milli bankana, eigenda þeirra og sérstakra vina hérlendis sem erlendis. Nokkrum vikum og dögum fyrir lokahnykkinn hófust undarlegir en skipulagðir fjármagnsflutningar á mili íslands og ýmissa landa í evrópu sem virðast hafa endað á litlum eyjum í suðurhöfum. Íslenskum stjórnvöldum bárust viðvaranir úr ýmsum áttum og á ýmsum tímum en þau kusu að hlusta ekki og hafast ekki að. Þvert á móti gáfu þau út heilbrigðisvottorð um heilbrigði bankana og jákvæðar skýrslur um stöðugleika þeirra og styrk.

Loks þegar glæpurinn sprakk framan í þjóðina þá viðurkenndu stjórnvöld ósigur efnahagsundrins og tóku bankana yfir, settu stjórnendur og stjórn af. Umfang glæpsins var þeim ljóst strax frá fyrsta degi enda settu þau á neyðarlög og slíkt er ekki gert nema eitthvað verulega mikið er að eða hefur gerst. En þau reyndu að halda  umfanginu leyndu fyrir þjóðinni með upplýsingaskorti, misvísandi upplýsingum, þöggun, leynd, fjölmiðlaflótta og veruleikafirringu. Í ljós kom að stjórnendur bankana, stærstu eigendur og vinir þeirra höfðu komið undan þúsundum milljarða, það er a.m.k. ekki hægt að gera grein fyrir því hvar þeir eru og skilið landið eftir í ógnarskuldum ásamt því að hafa blekkt hundruð þúsunda erlendra sparifjáreigenda.

Umfang glæpsins er af þeirri stærðargráðu að íslensk stjórnvöld hafa engin úrræði til að rannsaka glæpinn. Til þess eru of margir flæktir í málið, tengsl stjórnenda bankana og eigenda þeirra við stjórnmálalífið á íslandi er of mikið til að innlendur aðili ráði við rannsóknina. Skipun nefndar um rannsókn á aðdraganda glæpsins og stofnun sérstaks saksóknara eru máttlaus tilraun og fyrirfram dæmd til að skila litlu. Sumir hafa kallað það hvítþvott. Þess vegna er glæpurinn fullkomin. Gerendur glæpsins ganga enn lausir, sumir í útlöndum, aðrir hér heima og ferðafrelsi þeirra er óskert. Auð sínum halda þeir enn og fara jafnvel í ævintýraferðir til suðurskautslandsins og segja frá því með stolti í fjölmiðlum.Við getum verið stolt af því, við íslendingar að við erum fyrsta þjóðin í veröldinni sem erum þolendur hins fullkomna efnahagsglæp. Til hamingju ísland. :-)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þeir virðast ætla að komast upp með glæpinn þótt flestir viti sekt þeirra. Tæknin var að gera sem flesta meðseka. Gera málið það flókið að vonlaust er að leysa hnútinn.

Glæpurinn var líka fólginn í því að ræna trausti og trúverðuleika. Það er sama hvað stjórnmálamenn, fjölmiðlar eða peningamenn segja engum er trúað. Glæpnum er fleytt á milli manna líkt og í leiknum "Hver stal kökuni úr krúsini í gær?"

Offari, 5.3.2009 kl. 08:51

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið rétt Offari, málið var einmitt að flækja sem flesta í glæpinn. Svona sem meðglæpur sbr meðafli þá rændu þeir okkur öllum trúverðugleika og trausti.

Arinbjörn Kúld, 5.3.2009 kl. 10:59

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það var mörgu rænt ekki bara fjármunum. Sálarró margra hefur hefur látið á sjá. Friðsældin, traustið og margt annað sem skapaði velsæld Íslendinga hefur látið á sjá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.3.2009 kl. 18:38

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rétt Jakobína, við vorum einnig rænd heiðrinum og sæmdinni.

Arinbjörn Kúld, 5.3.2009 kl. 20:19

5 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Góður pistill! Mér hefur lengi verið hugleikið hvers vegna enginn þorir að stíga fram og segja stóru orðin: VIÐ ERUM GJALDÞROTA. There... I said it!!!

Aðalheiður Ámundadóttir, 6.3.2009 kl. 08:36

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég hef oft bloggað um gjaldþrot þjóðarinnar á vísisblogginu mínu. Gerði mér grein fyrir því fyrir löngu síðan.

Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband