Glæpamenn verða lærifeður

Samkvæmt frétt á www.vb.is er Háskólinn í Reykjavík búinn að ráða Sigurjón Þ. Árnason í stundakennslu. Sjá hér. Hann á víst að kenna byrjunarnámskeið í fjármálaverkfræði. Ætli það sé einhver örvænting að grípa um sig í HR að ráða menn af þessu kaliberi? Fá þeir ekki heiðarlegra fólk?  Eða á að kenna ungum íslendingum að flytja út þekkingu á fjármálalegu leifturstríði svo þeir geti aflað sér lífviðurværis með þeim hætti líkt og Sigurjón? Ég trúi ekki öðru en nemendur HR gangi út þegar hann mætir til kennslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott væri ef þeir gerðu það. Nemendur HR greiða einhver hundruð þúsunda í námsgjöld getur HR ekki gert betur en að skafa göturnar í leit að kennurum fyrir þetta fólk.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.1.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Ari.

 Þetta virðist vera gegnum spiltur skóli stjórnlega séð.

Þessi skóli gerði 30 - 40 miljóna starfsloka samning við fyrrverandi Rektor Guðfinnu Bjarnardóttur , nú Þingmann sem ekki vill upplýsa þjóðina um þennan samning.

Það hæfir því vel að ráðnir skulu til skólans sem kunna til verka í leyndarmálum og yfirhymingum.

Guðmundur Óli Scheving, 6.1.2009 kl. 20:27

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega, gæti ekki verið meira sammála. Þvílíkt þjóðfélag sem hefur byggst hér upp nánast án þess að maður tæki eftir því.

Arinbjörn Kúld, 6.1.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband