Viðurkenning Geirs

Í þessum orðum Geirs H. Haarde felst viðurkennig á stórfeldum brotum og landráðum: "En vandinn virðist einnig sá að tækni þeirra sem hafa hag af því að koma hlutum í uppnám, spila á kerfið og veðja gegn hagsmunum almennings, hefur líka fleygt fram. Þess vegna er mjög brýnt að herða reglur um hegðan á fjármálamarkaði og taka fast á öllum brotum." Takið eftir orðunum "hagsmunum almennings." Brot af þeirri stæðrargráðu sem við höfum orðið vitni af og hafa sett heila þjóð í gjaldþrot og skuldsett hana um hundruði ef ekki þúsunda milljarða króna geta einfaldlega ekki verið annað en landráð. Ég álykta sem svo af orðum Geirs að handtökur hefjist strax á morgun.

Ég hef eignast fullt af nýjum vinum í gegnum bloggið mitt á vísi.is og vona að það sama gildi um þetta blogg. Það sem mér finnst merkilegast er að úti í samfélaginu er mikið af góðu, heiðarlegu, einlægu fólki með sterka réttlætiskennd sem vill byggja hér upp samfélag réttlætis og sanngirni. Það fólk þarf að komast til valda og það þarf að finna því einhvern sameiginlegan vettvang til þess. Einhvern vegin finnst mér samt að núverandi valdhafar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að nýtt fólk komist að og þá sérstaklega innan sinna eigin flokka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Til hamingju með þetta glæsilega moggablogginu og ég hlakka til bloggvináttu á árinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.1.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það gat svo sem verið, gat ekki böglað þessu almenninlega út úr mér. Gleðilegt ár.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.1.2009 kl. 16:01

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hehehhe ekki málið, mikið að gera á stóru heimili.

Arinbjörn Kúld, 1.1.2009 kl. 17:11

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessi mynd af þér er óskýr áttu ekki aðra betri

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.1.2009 kl. 20:43

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Er að reyna, er í baski með myndirnar - þessi kemur einna skárst út - facebookmydin

Arinbjörn Kúld, 1.1.2009 kl. 21:51

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rosalega flott. Ég er stolt af því að hafa svona töffara í vinahópnum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.1.2009 kl. 22:58

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hehhehe jamm fann eina hlýlega með gúmmíönd sem tekin var einn kaldan febrúardag 2007 lengt uppí Vaðlaheiði í andaverkefni Gísla vinar míns hér á AK

Þaðan koma allar fáránlegu myndirnar af mér. Ég er stundum módel

Arinbjörn Kúld, 1.1.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband