Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Homo Islandicus (hinn þrætugjarni maður)
26.4.2010 | 21:24
Við íslendingar erum rétt um 317-320 þúsund hræður. Ég verð að viðurkenna það að mér finnst stórundarlegt að jafnfámenn þjóð skuli ekki ná að sameinast um stærstu málin sem brenna á þjóðinni og verja hagsmuni komandi kynslóða. Allt sem við höfum byggt upp á síðustu áratugum með blóði, svita og tárum er nú í stórhættu. Við vitum öll af hverju. Hér er hver höndin upp á móti hver annari. Persónulegt níð og skítkast veður uppi á bloggsíðum. Það er að verða stórhættulegt að tjá sig. Virðing fyrir náunganum, skoðunum hans og sýn á lífið og tilveruna er að engu orðin. Þegar svo er komið er fátt annað framundan en bræðravíg og blóðsúthellingar. Það er ekki það sem við viljum og þurfum.Það er engan greinarmun hægt orðið að gera á fjórflokknum. Allir þessir ismar sem þeir kenna sig við, kapitalismi, kommúnismi, socialismi og hvað þetta heitir allt saman er sama marki brent: drepur fólk og samfélög á endanum. Hagsmunir þeirra fara saman, smá sandkassaleikur á þingi til að blekkja fólk og halda völdum og allir glaðir.
Sá tími nálgast að fólk áttar sig á að samfélög eru fyrir fólk, byggð af fólki og rekið af fólki. Stofnandir og fyrirtæki mun átta sig á að þau eru fyrir fólk sem lifir í samfélaginu, tilvist þeirra byggð á fólki sem leggur þeim til aðstöðu, innviði og lífsrými. Samfélagið leggur til orku, fólk með menntun, reynslu og hæfileika til að reka fyrirtækin og stofnanir. Samfélagið leggur fyrirtækjum og stofnunum til öryggi í umhverfinu, löggæslu, menntun fólksins og velferð. Samfélagið með öðrum orðum tryggir fyrirtækjum og stofnunum allt sem þau þurfa til að lifa. Þegar gömlu "kapitalistarnir" átta sig á þessu fara þeir glaðir að leggja sinn sanngjarna skref til samfélagsins. Þegar gömlu "kommúnistarnir" átta sig á þessu fagna þeir tilvist fyrirtækja og rekstri þeirra. Þegar gömlu "socialistarnir" átta sig á að samfélög eru ein heild og ekkert okkar getur án hvers annars verið, hvorki fyrirtæki né fólk taka þeir höndum saman við "kapitalistana" og "kommúnistanana." Allir þessir ismar fara á endanum með samfélögin til andskotans og ömmu hans af einni ástæðu: þeir gleyma fólkinu!
Beri okkur ekki gæfa til að leggja af gamlar skærur og flokkadrætti þá verður engin uppbygging og framtíðarkynslóðir íslendinga munu hugsa okkur þegjandi þörfina. Svo einfalt er það. Að lokum bendi ég á þetta: "Óvinir" íslensku þjóðarinna eru: fjórflokkurinn í sinni núverandi mynd og fjármálakerfið/auðræðið í heild sinni. Við verðum að átta okkur á því að hagsmunir fjórflokksins og fjármálakerfisins fara saman að öllu leiti. Viðhald og endurvakning hins gamla kerfis sem keyrði okkur í þrot er þeirra forgangsmál. Það þarf ekkert að deila neitt um það eða hvað? Allt snýst þetta um völd og valddreifingu sem og að komast að kjötkötlunum öðru hverju. Fjórflokkurinn og fjármálaöflin hafa engan áhuga á því að koma hér á virkara lýðræði eða réttlátara samfélagi. Slíkt þýðir einungis minni völd og áhrif. Valdaklíkur flokkana eru hinar sömu í dag og voru ári fyrir hrun landsins. Valda mestu aðilar innan fjármálaaflana eru hinir sömu í dag og voru árin fyrir hrun landsins. Hvorugir þessara aðila hafa áhuga né hag af því að breyta stjórnskipan landsins eða minnka við sig völd, áhrif og auð.Þriðji "óvinurinn" er svo við sjálf eins og svo glögglega kemur í ljós við lestur ýmissa blogga. Það er miður en einkar gott fyrir fjórflokkin og fjármálaöflin. Flokkadrættirnir í samfélaginu eru ógnvænlegir og stækir. Fjórflokkurinn er að sýna sitt rétta andlit: sértrúarsöfnuðir þar sem allir aðrir en þeir sem þar eru og iðka sína trú eru glataðir og fara til helvítis! Nú í eftirleik skýrslunnar stóru sjáum við loks hið rétta andlit fjórflokksins og auðræðisins. Við þurfum því að slátra fjórflokknum og kerfi hans. Bylting er eina von almennings.
Góðar stundir J
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2010 kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)