Aukin samkeppni - loksins

Við, Homo Islandicus hljótum að fagna þessu. Aukin samkeppni í matvörubransanum hlýtur að leiða til lægra vöruverðs sem gæti hamið verðbólgu og dregið úr áþján verðtryggingarinnar. Við hljótum einnig að fagna starfmannastefnunni sem Jón Gerald og félagar virðast reka samkvæmt fréttinni, að ráða til sín reynslumikið fólk í bland við yngra og reynsluminna. Ég hvet fólk á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í "brettabúðina" og leggja þar með grunn að nýrri og betri framtíð í verslun á landinu. Ég vona einnig að Jón Gerald og félagar víkki út langtímamarkmið sín og opni verslanir á landsbyggðinni. Ég mun í það minnsta leggja leið mína í þessa verslun helgina 4-6 desember þegar ég mun heiðra höfuðborgarbúa með nærveru minni. :-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi á þetta eftir að ganga upp hjá honum. Einnig þarf að skipta upp Hagkaup og Bónus. Líklega þarf að hafa þá reglu, að enginn hafi meira en 25% af markaðnum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Arinbjörn

Það verða örugglega margir sem leggja leið sína í þessa verslun hans Jóns Geralds.

Ég er sammála Sveini. Það var með ólíkindum að Samkeppnisstofnun skyldi leyfa að Bónus og Hagkaup væri á einni hendi og hefðu 60% markaðshlutdeild á matvörumarkaðnum.

Hvað voru þessir starfsmenn Samkeppnisstofnunnar að hugsa?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.11.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir innlitið drengir. Auðvitað á að skipta upp Högum. Við höfum til þess einstakt tækifæri í dag. Að sjálfsögðu á að setja það sem reglu að engin hafi stærri markaðshlutdeild en t.d. 25% eða jafnvel minna. Aðstæðurnar í dag í samfélaginu eru tækifæri til að breyta lögum og reglum til hins betra. Við skulum halda áfram að láta í okkur heyra.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 12.11.2009 kl. 18:08

4 identicon

Eins og málin standa í dag á ég bágt með að trúa því að hann sé samkeppnishæfur við bónus.

Bónus er rekið með svo skítlegum vinnuhætti að enginn getur keppt við þá í verðlagningu.

Nú reynir bara á fólk að sniðganga bónus, ég hef verslað í fjarðarkaupum þegar ég hef haft tíma til að renna til hafnarfjarðar og mér líkar bara vel.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband