Batamerki?
18.2.2009 | 21:36
Getur verið að menn séu að vakna og farnir að líta á sig sem þjóna en ekki herra? Má ekki líta á þetta sem jákvætt skref í þá átt að upplýsa almenning um málin sem eru í vinnslu og stöðu þeirra. Guð láti á gott vita.
Annars komst ég að því í morgun hvað íslenska ríkið skuldar mikið, erlendis sem innanlands. Ojá, með einföldum útreikningi var það létt verk og löðurmannlegt. Það var nóg að sá hvað fjármálaráðuneytið áætlar í fjárlögum að greiða í vexti. Það var sagt mér (svo ég afbaki aðeins) að í fjárlögum þessa árs væri áætlað að greiða um 87 milljarða í vexti.
Mínar bestu heimildir segja að vaxtaprósentan sé um 5% Þá er auðvelt að finna út frá því hve skuldirnar eru miklar þetta árið: Ef við gefum okkur eftirfarandi forsendur þá fáum við út: 0,05 x X=87 =>X = 87/0,05 = 1.740 milljarðar sem eru þá skuldir ríkisins á þessu ári.
Á næsta ári versnar staðan heldur en þá (segja heimildir mínar) að áætlað sé að greiða um 150 milljarða í vexti. Með sömu aðferð fáum við út eftirfarandi: 0,05 x X =150 => X = 150/0,05 = 3.000 milljarðar sem verða skuldir ríkisins á næsta ári. Já sæll
Setti þetta bara sona fram að gamni mínu. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Vaxtagreiðslur geta sagt margt. Nú bíð ég bara eftir að Steingrímur komi fram með tölurnar eins og hann var búinn að lofa.
Ríkisstjórnin eykur upplýsingagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður Ari
Guðmundur Óli Scheving, 18.2.2009 kl. 22:35
Verður maður ekki að reyna hafa smá gaman af þessu líka
Arinbjörn Kúld, 18.2.2009 kl. 23:00
Flott að einhver kunni að reikna á þessu skeri. Þú ættir kannski að bjóða upp á námskeið í hagfræðideild
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2009 kl. 01:11
Ætli það ekki bara, námskeið í hagfræðimannamáli, hagfræði sem hugarástand og hugarburður og loks hagfræði og raunveruleikinn
Arinbjörn Kúld, 20.2.2009 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.