Kreppa eða ekki kreppa?
16.2.2009 | 21:35
Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrum efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar mætti í Kastljós í kvöld. Hann gerði lítið úr þeim efnahagsvandræðum sem við erum sögð vera í. Hann vildi meina að þær skuldir sem ríkissjóður og þar með við værum að taka á okkur vegna bankahrunsins næmu ekki nema um þriðjungi af landsframleiðslu. Eða að um 480 milljarðar myndi falla á okkur þegar allt er talið. Aðrir hagfræðingar hafa sagt að vandin sé miklu stærri, jafnvel allt uppí rúma fimm þúsund milljarða. Lánin sem við værum að taka væru í raun ekki lán heldur tryggingar eða n.k. "yfirdráttur" hjá AGS og vinaþjóðum okkar. Lánin lægu inni á reikningum og bæru innlánsvexti og væru bara til taks ef á þyrfti að halda. Aðeins icesave og lítill hluti egde reikningana myndu falla á okkur. Aðrar skuldir bankana yrðu lánardrottnar einfaldlega þeirra að afskrifa.
Til að gera langa sögu stutta þá komu berlega fram í hans orðum, orð Davíðs frá því 6 okt sl.: við borgum ekki skuldir óreiðumanna í útlöndum. Ergó: allt okkar sprikl síðustu mánuði var tilgangslaust og óþarft. Þetta viðtal við hann varð endanlega til að rugla mann verulega í ríminu. Hvað er satt og hvað ekki? Nú verður einhver frá ríkisstjórninni, AGS eða einhverjum sem við getum treyst, svo fremi við getum treyst einhverjum að koma fram og leggja þetta niður fyrir fólki. Í kvöld mun koma fram á borgarafundi í Háskólabíó Haraldur Líndal Haraldson sem dró fram allt aðra og dekkri mynd af ástandinu og aðdraganda hrunsins í silfri egils í gær, spurning hvort hann bregði upp þeirri sömu í kvöld. Ég er alveg að hætta að skilja þetta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefur þessi Haraldur eitthvað vit á þessu,hef séð skírslu eftir hann varla pappírsins virði.
Ragnar Gunnlaugsson, 16.2.2009 kl. 21:54
Tja nú veit ég hreinlega ekki Ragnar en greinin hans er afar sannfærandi - en eru þeir það ekki allir?
Arinbjörn Kúld, 16.2.2009 kl. 22:05
Kunna þeir bara yfirleitt að reikna ?
Maður spyr bara.
Guðmundur Óli Scheving, 16.2.2009 kl. 22:39
Góð spurning Guðmundur Óli, enda velti ég því fyrir mér um daginn á þessu bloggi hvort hagfræði væri ekki einfaldlega hugarburður?
Arinbjörn Kúld, 16.2.2009 kl. 22:45
Ég hef sé skýrslu eftir Tryggva Þór sem er ekki pappírsins virði. Sýnist að þær forsendur sem hann gaf sér í Kastljósi séu hæpnar. Annars er þetta viðkvæmt mál.....Það skall hvirfilbylur á bloggið hjá mér þegar ég benti kurteysislega á að Tryggvi Þór færi með þvætting...
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:00
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:00
heeheh já ég sá það - en hverju getur maður trúað?
Arinbjörn Kúld, 17.2.2009 kl. 22:49
Það sem Tryggvi þór segir er mjög villandi. Landsvirkjun og Orkuveitan skulda 500 til 600 milljarða. Sveitafélögin skulda einhver reiðarinnar bísn. Jökla- og krónubréfin vilja komast úr landi (sem myndi valda hruni krónunnar en útreikningar Tryggva byggja á því að krónan haldist stöðug) Vandamálin eru gríðarleg. Svo skulda gömlu bankarnir 10.000 milljarða....sem við ætlum ekki að borga en það skapar óvild. Það er nú hægt að vera fúll yfir minna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2009 kl. 01:39
Jam, það er eins og það vanti einhverjar breytur. Stangast allt á við það sem aðrir halda fram eins og Haraldur.
Arinbjörn Kúld, 18.2.2009 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.