Hannes Smárason

kom til mín í nótt - í draumi. Við sátum saman inní stofu heima hjá mér. Hann iðraðist afar mikið. Við áttum saman langt og einlægt tal. Það var bjart yfir honum. Hann sagðist eiga nóga peninga og vissi um meira. Miklu meira. Hann sagði mér að hann væri að leita leiða til að koma þessum fjármunum til íslands án þess að hans nafn yrði nefnt. Hann vildi byggja upp landið. Hann vildi ryðja leiðina fyrir hina, sýna gott fordæmi og bað mig að hjálpa sér. Ég benti honum á að það yrði alltaf að gera grein fyrir peningunum, hvaðan þeir kæmu, þetta væru það miklir fjármunir. Ég reyndi að segja honum að best væri að koma hreint fram fyrir alþjóð, viðurkenna mistök sín og skila peningnum. Það væri besta fordæmið. Þá kæmu hinir vonandi á eftir. Ég gæti ekki tekið við þessum peningum á minn reikning án þess að vekja miklar grunsemdir, ég væri bara fátækur íslendingur sem byggi í blokk. Ég var næstum því búinn að sannfæra hann þegar helv... vekjaraklukkan hringdi.

Það skrítna við þennan draum er að ég er ekki skálda, mig dreymdi þetta. Mér finnst þetta dáldið fyndið því ég hef talað við hann áður, í síma þegar hann vildi kaupa auglýsingu í Skessuhorni árið 1998. það var þegar verið var að keyra upp hlutabréfaverð í Íslenski erfðagreiningu. Hann greiddi uppsett verð, kr. 50.000. Það kom sér vel fyrir okkur í Skessuhorni, við gátum þá greitt fleiri reikinga. Skyldi einhver annar af þessum frægu mönnum vitja mín í nótt? Veit ekki, nú ætla ég að fá mér að borða og skella mér svo út í golfbæ og hugsa um eitthvað annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Arinbjörn.

Stal hann nokkru frá þér í drauminum ?

Það er nú varasamt vera í slagtogi með svona gaurum sér í lagi í svefni.

Guðmundur Óli Scheving, 16.2.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hmm Guðmundur, kannski ég fari í húsbúnaðartalningu, jamm það er varasamt að þvælast um með þessum skuggaböldrum - hvar sem er

Arinbjörn Kúld, 16.2.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband