Gjaldþrot landa og þjóða

Undanfarið hef ég dáldið velt fyrir mér hugtakinu „þjóðargjaldþrot" og það ekki að ástæðulausu og við þurfum ekki að fara nánar út í það. Hvað um það, gjaldþrot heilla landa er sjaldgæft fyrirbrigði sem betur fer en þó ekki alveg óþekkt. Argentína fór til að mynda á hausinn árið 2001 og er enn ekki gjaldgeng á alþjóðlegum lánamörkuðum. Skuldir þess voru við gjaldþrotið 145 milljarðar dala. Nokkuð sem þáverandi forseti landsins lýsti yfir við alþjóðasamfélagið að landið gæti ekki greitt til baka. Landið náði sér samt furðu fljótt með aðstoð vinaþjóða í Suður Ameríku s.s Venesúela en líkt og aðrar þjóðir í vanda vegna kreppunnar sem ríður yfir heimin í dag. Þýskaland fór tvisvar á hausin eftir sínar styrjaldir og Rússland einu sinni eða árið 1998.

Samt fann ég afar lítið um gjaldþrot þjóða við leit á netinu svo skrítið sem það er. Fann þó óvísindalega skilgreiningu á heimasíðu www.spiegel.de sem ég læt fylgja hér á ensku og hráa þýðingu frá mér:

„A country has reached this final stage if, as a result of war or blatant mismanagement, it has gambled away all trust, can no longer service its debt or convince anyone to lend it any money, no matter how high an interest rate it promises to pay."

 

„Land eða þjóð er gjaldþrota þegar það, annað hvort vegna styrjaldar eða dapurrar efnahagsstjórnar hefur gloprað niður öllu trausti, getur ekki lengur greitt skuldir sínar eða sannfært nokkurn til að veita sér lán, hversu háa vexti sem það býður í staðinn."

 

Eftir talsverða leit á netinu fann ég nokkuð áhugavert efni um gjaldþrot sýslu nokkurar í USA, nánar tiltekið Orange County í Kaliforníu. Sýsla þessi í Kaliforníu er sú fimmta stærsta í fylkinu. Þar bjuggu um 2,5 milljónir manna þegar sýslan lýsti yfir gjaldþroti í desember árið 1994 og hafið það í huga 2,5 milljónir manna en hér búa rúm 300 þúsund. Áður en lengra er haldið er rétt að minnast á að í USA er sérstakur kafli í gjaldþrotalögum þess lands sem tekur á gjaldþroti opinberra aðila s.s. sýslna, borga og bæja sem á að vernda þá aðila gegn lánardrottnum.

Það er víst ekki að ástæðulausu því frá lokum kreppunar miklu 1929 fóru margar sýslur og minni bæjir og þorp í gjaldþrot. Frá þeim tíma hafa nokkur hundruð bæjir, þorp og litlar sýslur orðið gjaldþrota en allar upphæðir í þeim gjaldþrotum voru afar litlar samanborið við Orange County. Orange County er æði frábrugðin frá öllum hinum vegna þess að hún er stór, hafði góðar skatttekjur, íbúar 2,5 milljónir manna, að mestu millistétt og ríkt fólk. Hafði góða innviði og skilvirkt stjórnkerfi nema að einu leiti og þar skipti sköpum. Kem að því síðar.

Það eru nokkuð merkilegar hliðstæður við gjaldþrot sýslunnar og hrunið hér á landi. Orange County rak á sínum vegum eins konar fjárfestingasjóð/vogunarsjóð (ísland - vogunarsjóður) sem rekin var af einum manni, Bob Citron sem jafnframt var æðsti yfirmaður fjármála í sýslunni. Sjóði þessum var ætlað að afla sýslunni og stofnunum hennar tekna þar sem Kaliforníufylki hafði sett sýslum þess takmörk hvað varðar skattheimtu og auk þess gátu íbúar sýslunnar ráðið því hvaða skattar voru settir á íbúa og t.a.m. samþykktu íbúar sýslunnar nokkrum árum fyrr að afnema eignaskatta sem voru megintekjulind sýslunnar. Því var brugðið á það snilldarráð að stofna fjárfestingasjóð með opinberu fé til að afla fjármagnstekna. Umsjón sjóðsins var eins og fyrr var getið var í umsjá eins manns.

Bob þessi fékk fé í sjóðin fram sýslunni og fjölmörgum stofnunum hennar eða um 200 öðrum stofnunum s.s. skólum, vatnsveitum, vegagerðinni ogfl. (icesave - einhver?) Allir þessir aðilar lögðu mikla fjármuni í sjóðinn eða um 7,6 milljarða dala. Fljótlega fór Bob að gambla með peninginn, hann fjárfesti í afleiðum, framvirkum samningum og alls kyns öðrum áhættusömum gjörningum. Trikkið hjá Bob var svo eins og hér á landi að slá lán út á lánin þ.e. það fé sem hann fékk til ráðstöfunar í sjóðinn. Það fólst í því að fyrir hvern milljarð sem hann fékk inn sló hann lán upp á 2 milljarða frá t.d. fyrirtækjum á Wall Street! Afar fljótlega skuldaði sjóðurinn 20,6 milljarða dala og Bob fór að tapa fé í massavís. Líkt og hér á landi höfðu einhverjir áhyggjur af getu sjóðsins til að standa við skammtímakröfur en engin hlustaði - fyrr en of seint.

Þegar í ljós kom í nóvember 1994 að tap sjóðsins var um 1,6 milljarðar dala fór skriðan af stað. Gert var áhlaup á sjóðinn, eignir frusu inni og kröfuhafar gengu að veðum. Allt það fé sem sýslan og stofnanir hennar höfðu lagt í sjóðin var helfrosið og ekki laust. Við það gerðust svipaðir hlutir og hér á íslandi. Ótti, reiði og fát greip um sig. Íbúum fannst sem þeir hefðu verið sviknir og rúnir trausti. Almenningu beindi reiði sinni að kjörnum fulltrúum sem leyfðu slíka meðhöndlun á opinberu fé. Eignir fóru á brunaútsölu og lánshæfismat sýslunnar hrapaði niður á svo kallaðan „junk stadus."

Sett var á fót neyðarteymi sem hélt sýslunni gangandi og gat í krafti neyðarlaga og -ástands gengið að áður frosnum peningum ásamt því að leggja drög að massífum niðurskurði í fjárlögum. Sérstakur aðili var svo ráðin til að framkvæma niðurskurðin ásamt því að hreinsa til í stjórnsýslunni þ.e. segja upp óhæfum embættismönnum. Enn ein nefndin var sett á fót til að ná samkomulagi milli allra þeirra aðila sem lagt höfðu fé í sjóðin í góðri trú. Sumir fengu sitt og aðrir ekki.

En svo fóru hlutirnir að flækjast. Stór afborgun af láni sjóðsins átti að falla sumarið 1995. Engir peningar voru til að greiða af skuldinni sem átti að greiða þrátt fyrir yfirlýst gjaldþrot. Engin gat eða vildi lána fyrir afborguninni. Því ákvað sýslan að leggja það til við kjósendur að hækka söluskatt í sýslunni en kjósendur höfnuðu því í atkvæðagreiðslu. (Já, kjósendur geta víst hafnað slíku í kosningum á þessum stað).

Þá vandaðist málið fyrir yfirvöld í Orange County því Kaliforníufylki hótaði að taka sýsluna yfir og neitaði henni um aðstoð. Að lokum samþykktu lánardrottnar að fresta afborguninni og fá í staðinn hærri vexti. Sæst var á að beina öðrum skatttekjum í annan sameiginlegan sjóð sem standa átti skil á greiðslum til lánardrottna og til að fá ný lán til að greiða þau eldri. Eins og gefur að skilja þá báru þau lán háa vexti enda talin áhættulán vegna gjaldþrotsins. Auk þess sem sú ráðstöfun tók að sjálfsögðu fé frá annari nauðsynlegri þjónustu sýslunar.

Afleiðingar þessa gjaldþrots voru hrikalegar fyrir íbúa sýslunnar. Sýslan átti afar erfitt með að standa við lögboðna þjónustu og gat engar áætlanir gert fyrir framtíðina. Eina von sýslunnar var að vinna lögsóknir þær sem hún höfðaði gegn fyrirtækjum þeim á Wall Street sem tóku þátt í svikunum.

Eins og áður sagði þá er margt líkt með gjaldþroti Orange County og hruni Íslands. Sýslan var í bullandi uppgangi þegar gjaldþrotið skall á. Upphæðir skuldanna voru á svipuðum nótum og skella á íslandi en munurinn er sá að þarna eru um 2,5 milljónir íbúa sem tóku þær á sig en við erum rúm 300 þúsund!

Gjaldþrotið kom öllum á óvart. Íslenska hrunið kom almenningi algerlega í opna skjöldu. Aldrei áður hafði sýsla af þessari stærðargráðu lent í slíku í USA. Aldrei áður hefur jafn lítið land og ísland lent í slíku fári og nú dynur yfir og af manna völdum líkt og í Orange County. Ein megin ástæða gjaldþrotsins var ráðstöfun skatttekna í áhættufjárfestingar í stað samfélagslegra verkefna. Íslenski bankar léku sér með þjóðarhag og auðlindir sbr. veðsetningu kvóta, gengdarlausum lántökum erlendis og orðspors landsins. Sýslan fór ekki á hausinn vegna lækkandi skatttekna eða annara utanaðkomandi ástæðna. Önnur megin ástæða gjaldþrotsins var að gjaldþrotið hitti svo marga aðila fyrir líkt og hér á landi. Engin var undanskilin högginu. Þriðja megin ástæðan var svo lausung í eftirfylgni reglna og fækkun þeirra um meðferð opinberra fjármuna. Hver kannast ekki við getuleysi Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem og meðvirkni þeirra og íslenskra stjórnmálamanna.

Rétt er að geta þess að heimild sú sem ég studdist við er nokkuð takmörkuð að því leiti að þetta er bók á netinu og einhverra hluta vegna vantar í hana blaðsíður á mikilvægum stöðum. Slóðin er hér að neðan.

Í greinum Spiegel, linkar hér að neðan kemur fram að verulega hætta er á að nokkur lönd muni verða gjaldþrota á næstu mánuðum jafnvel. Ísland er svo gott sem gjaldþrota segir í seinni greininni sem skrifuð er 30. jan. 2009

Fyrri grein Spiegel sem skrifuð er 11 apríl 2008 kemur fram strax á eftir skilgreiningu á þjóðargjaldþroti að það sé einmitt það sem er að gerast á íslandi. Þetta er 6 mánuðum fyrir hrun! Hvað er það að segja okkur?

Þess má geta að Davíð Oddsson sagði í Kastljósviðtalinu fræga þann 7 okt. 2008 að aðstoð sú sem AGS veitti þjóðum í vanda og okkur stæði til boða ætti við um gjaldþrota þjóðir, íslenska ríkið væri ekki gjaldþrota. Aðstoðin væri skilyrt, fjárlög undir smásjá sjóðsins og ekkert samþykkt án samþykkis hans sem þýðir að ríkissjóður þess lands væri í gjörgæslu. Það sem gerist svo í famhaldinu erum við farin sjá, óðaverðbólga, vantraust, upplausn, óbærilegur skuldaklafi, fjöldaatvinnuleysi, gjaldþrota fyrirtækja og einstaklinga og niðurbrotin þjóð sem misst hefur efnahagslegt sjálfstæði. Samkvæmt þessu þá er íslenska þjóðin gjaldþrota.

 

http://books.google.com/books?hl=en&lr=&id=al7k1P1WU5AC&oi=fnd&pg=PR9&dq=definition+of+a+bankrupt+country&ots=0nJxu3cbPr&sig=LJsO6DBp6CfrC8kWnKFY_gOR_D8#PPR7,M1

 

http://www.spiegel.de/international/business/0,1518,588419,00.html

 

http://www.spiegel.de/international/world/0,1518,604523,00.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að meirihluti þjóðarinnar búi við þessa tilfinningu. Þjóðin gjaldþrota og landráð hafa verið framin. En við búum í vinsamfélagi þagnarinnar!

Árni Gunnarsson, 11.2.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Árni það er eins og þjóðin hafi nú verið lamin í hausin með sleggju. Ekki bætir úr skák þegar einhver útlenskur hálviti sýnir þjóðinni þá vanvirðingu að koma í Kastljósið og segja að hér sé allt á uppleið.

Svona anskotans lygar og rugl eru ekki til að bæta úr skák.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.2.2009 kl. 20:24

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fyrirgefðu Ari að ég skuli nota ljótt orðbragð á blogginu þínu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.2.2009 kl. 20:25

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þú veist að þú getur sett bann á ip töluna mína

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.2.2009 kl. 20:26

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þá verð ég að fara að nota aðra tölvu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.2.2009 kl. 20:26

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Heheh ekki málið Jakobína, mér er alveg sama þó einhver tali almennilega íslensku á mínu bloggi. Mér fannst þessi svíi furðulega bjartsýnn, hann hefur greinilega ekki séð áætlun IMF. Orðið er að í áætlun IMF séu ákvæði sem banna stjórnvöldum að upplýsa um öll ákvæði samningsins, því niðurskurðurinn verði svo svakalegur að það verði uppreisn í landinu verði þessi ákvæði upplýst. Við fáum skammtinn smátt og smátt í ár en á næsta ári komi rothöggið.

Arinbjörn Kúld, 11.2.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband