Er hagfræði hugarástand?
2.2.2009 | 22:57
Ég hef oft haft mínar efasemdir um hagfræði. Haldið þeim að mestu fyrir mig sjálfan og ekki lagt trúnað á eina kenningu umfram aðra. Get þó samþykkt lögmálið um framboð og eftirspurn en thats all! Hagfræði verður hjá mörgum trúarbrögð sbr. Hannes Hólmstein Gissurarson og félaga, Marx og Lenín og alla þá neoconista sem eru eins konar ofurfrjálshyggjupostular ef skil þetta rétt, oft kenndir við einhvern háskóla í Chicago USA. Efasemdir mínar um þá hagfræði sem snýst í andhverfu sína og verða trúarbrögð eru það miklar að ég sóa ekki tíma mínum í að lesa það kjaftæði. Það er mér nóg að lesa útdrætti um þær kenningar.
Þeir einstaklingar sem gera hagfræðina að trúarbrögðum enda nær undantekningalaust sem pólítískir ofsatrúarpostular innan ákveðina stjórnmálaflokka. Þeir flokkar eru undarlega oft staðsettir til hægri eða vinstri í stjórnmálamenginu. Þessir einstaklingar og fylgjendur þeirra í þessum flokkum eru og verða afar undarlegir í háttum og viðræðu þ.e. háttalag þeirra einkennist af ofsa, hroka og sjúklegri tortryggni. Nær undantekningalaust leitast þeir við að niðurlægja og auðmýkja andstæðinga sína og viðmælendur sem ekki eru á sömu skoðun og þeir.
Við þekkjum öll hvað ofsa- og bókstafstrú gerir fólk. Það kemst í einhvers konar hugarástand og heilbrigðri skynsemi verður ekki við komið, það tekur engu tali né neinum rökum. Bara alls engum. Gunnar Tómasson, hagfræðingur sagði í Silfri Egils um helgina að nútímahagfræði einkenndist af einmitt slíkum öfgum. Af atburðum undanfarina mánaða má einmitt ráða að sú sé raunin. Það má því auðveldlega álykta sem svo að hagfræðingar nútímans a.m.k. þeim sem orðið hafa boðberar ákveðinna kenninga hafi orðið fórnarlömb hugarástands fremur en skynsamir fræðimenn sem beitt hafa aðferðum vísinda til að auðga samfélag manna og gera það mannvænna. Hagfræðin sem fræðigrein þar því að fara í algera naflaskoðun því ábyrgð hennar á efnahagshruni því sem nú er að verða er mikil.
Að þessu sögðu álykta ég að nútímahagfræði er hugarástand, ekki vísindi. Því ber okkur sem nú lifum þessa tíma að taka ráðlegginum þeirra með varúð a.m.k. þeirra sem augljóslega eru ofsatrúarhagfræðingar því þeir hugsa ekki sjálfstætt heldur eru í einhvers konar hugarástandi. Hugsa sjálfstætt og beita almennri skynsemi.Hlustum á þá hagfræðinga sem tala skynsamlega og eru skiljanlegir. Þeir eru þarna nokkrir. Þeirra aðalverkefni verður einnig að læra að beita hagfræðinni í þágu mannkynns - ekki í þágu stjórnmálaflokka eða valdasjúkra einstaklinga. Þeirra tími er liðinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir þau orð að hagfræði eru huglæg vísindi ef vísindi má kalla. Hagfræði fjallar um afstöðu fólks til hluta.
Sem dæmi; ef að þú hefur þá afstöðu að hlutir séu mikilvægastir, (Nýfrjálshyggja) verður til hagfræði þar sem öllu er fórnað til að meira að hlutum geti orðið til. Vistfræðilegar og samfélagslegar afleiðingar, hverjar sem þær eru, er litið á sem óhjákvæmilegar hliðarverkannir, því mikilvægast er að búa til sem mest af hlutum.
Prinsipp númer tvö er að þú ráðir þessum hlutum og deilir þeim ekki nema að það geti orðið til að þú eignist fleiri eða annarskonar hluti.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.2.2009 kl. 23:44
Tek undir með þér í þessu, Arinbjörn. Í raun ætti þetta að vera sjálfsagt fyrir hugsandi fólk. Og sérstaklega eftir þessu hruni.
Það þyrfti í raun að endurskoða ráðningu prófessora við helstu hagfræðiskorin, og endurskoða námsskrám. Mér skilst að nemendur í amk einu hagfræðikúrsi hér á landi hafa einmitt upplifað þessu í haust. Kennarinn sagði : Þessi kafli á ekki við lengur, þessu trúum við ekki lengur og svo framvægis.
Morten Lange, 3.2.2009 kl. 00:15
Góður
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.2.2009 kl. 13:14
Takk öll. Það er ekki úr vegi að velta þessu aðeins fyrir sér.
Arinbjörn Kúld, 3.2.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.