Bændur og búvélar
28.1.2009 | 21:46
Heyrði í bónda einum í Eyjafirði í dag. Hann hefur áhyggjur af framkomu banka og fjármögnunarfyrirtækja gangvart bændum sem setja þeim orðið úrslitakosti: Pay or die! Tekjur bænda duga ekki lengur fyrir afborgunum búvéla.
Bændur sem hafa endurnýjað tækjakost sinn á undanförnum árum m.a. með lánum sem hækkað hafa óstjórnlega og mér skildist að hjá mörgum bændum sé staðan sú að þeir geti ekki staðið við þær hækkanir. Sumir bændur hafa reynt að semja þannig að þeir fái að greiða af 1-2 vélum og reyna að standa þannig við einhvern hluta samningsins og halda einhverjum tækjakosti eftir en lánveitandinn er ósveigjanlegur og heimtar allt. Allt bendir því til að bændur munu margir hverjir missa stóran hluta tækja sinna á næstu vikum og mánuðum.
Hvað þýðir þetta fyrir okkur öll? Jú þetta þýðir einfaldlega að tækjalaus bóndi á erfitt með að sinna sínu búi og þ.a.l. framleiða nokkuð af þeim matvörum sem okkur eru svo nauðsynleg. Það er því raunveruleg hætta á því að næsta vetur gæti borið á skorti á íslenskum landbúnaðarvörum. Hversu útbreidd þessi staða er hjá íslenskum bændum veit ég ekki en það væri afar gagnlegt að heyra í fleiri bændum og eða samtökum þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.