KB-banki

Horfði á Kastljós áðan en þar kom fram að á síðustu dögum Kaupþings-banka ef ég náði því rétt þá var "lánað" úr bankanum rétt um 280 milljarðar króna. Lánin fóru víst til ýmissa hátt metna kaupsýsluhéðna. Ýmis félög í skatta- og undanskotaeyjum sem liggja utan alfararleiðar voru notuð í þessum tilgangi. Mér flaug svona í hug að "lánsupphæðin" væri skv Seðlabanka Íslands rétt um 13 milljörðum lægri en lán AGS til Íslands til að rétta af bankana en AGs lánar okkur um 293 milljarða m/v gengi 20 nóv. 2008 Langaði svona aðeins að koma þessu lítilræði að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það eru endalaust að koma upp ný mál. Silfrið á sunnudag var líka mjög athyglisvert í þessu tilliti.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.1.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega og það virðist ekki vera neinn endir á þessum viðbjóði. Kristinn Hrafnsson sagði enda að þetta væri fyrsta málið af mörgum. Púff hvað við eigum eftir að hreinsa til.

Arinbjörn Kúld, 28.1.2009 kl. 02:09

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Getur það verið að seðlabankinn hafi lánað Kaupþingi fyrir þessu útláni sínu þarna á síðustu ögurstundi??

Kristbjörn Árnason, 28.1.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tja, lánaði seðlabankinn ekki KB-banka 300 eða 500 milljóna Evra rétt fyrir hrun?

Arinbjörn Kúld, 29.1.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband