Hvernig ætlum við að borga þetta?
27.1.2009 | 15:56
Samkvæmt þessari frétt í Times online þá erum við að fá lánað meira en 10 milljarðar dollara frá AGS og fleiri þjóðum. Það er helmingi meira en sagt var í okt-nóv í fyrra. Einhverra hluta vegna trúi ég erlendum fjölmiðlum betur en íslenskum og það sama má segja um íslensk stjórnvöld. Það er eitthvað í gangi sem við fáum ekki að vita. Auk þess er þarna minnst á hækkandi reikning frá sparisjóðseigendum víða um Evrópu sem töpuðu fé sínu hjá íslensku bönkunum.
Hér er málsgreinin, feitletrun mín: "The new Government faces a daunting task, including the repayment of a $10 billion (£7.2 billion) bailout loan from the International Monetary Fund and foreign governments, and a bill running into billions of dollars to repay former savers with collapsed Icelandic banks among them thousands of Britons who took advantage of sky-high savings rates"
Maður spyr sig: hvernig getum við greitt þetta til baka og á hve löngum tíma?
![]() |
Ísland í sviðsljósi erlendra fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.