Mótmælin á Akureyri
24.1.2009 | 22:50
Ég fór í dag á mótmælin á Akureyri ásamt 17 ára dóttur minni sem stendur sko ekki á sama. Við fórum vopnuð appelsínugulum borðum, makintosdós, 2 sleifum og einni stálskál sem ég nappaði úr eldhúsinu, skálin sú hefur nokkuð hátt. Við áttum eina 22 borða afgangs sem ruku út. Þetta voru flott mótmæli, fremst fóru dráttarvélar nokkura bænda úr Eyjafirði en þeir hafa greinilega fengið nóg. Ræðumenn voru flottir, ræða bóndans, Guðmundar Egils Eyjólfssonar, var mögnuð en í henni kom fram að meira en 40% mjólkurbúa eru á ystu nöf vegna hækkana lána, sauðfjárbændur eru einnig illa farnir og matvælaöryggi þjóðarinnar er ógnað af þeim sökum sem og annara. Ræða hans verður birt á bloggi Rakelar fljótlega. (sjá hér)
Embla Eir Oddsdóttir var annar ræðumaður dagsins. Hún titlar sig: íslenska konu og flott var hún, bæði konan sjálf og ræða hennar. Líklega er tími kvenna komin á íslandi því þær hafa sig mjög frammi í bloggheimum og í mótmælunum sem nú skekja landið. Engin furða því öllum er verulega misboðið og óþarft að rekja það hér og nú. Mig langar að nefna nokkar:
og margar fleiri sem koma nú fram og segja sína meiningu, og það er vissara fyrir okkur að hlusta. Nær örugglega gleymi ég einhverjum konum í þessari upptalningu og biðst ég velvirðingar á því.
Eftir fréttir kvöldins er ég nokkuð sannfærður um að stjórnin muni ekki segja af sér. Þau álíta sig greinilega eitthvað svo ómissandi. ISG virðist vera við sama heygarðshornið þrátt fyrir skýran vilja flokksmanna. Merkilegt hvað formaður flokks getur svínbeygt heilan stjórnmálaflokk.Þegar maður er á svona mótmælum, heyrir og sér mótmælin í höfuðborginni, heyrir og finnur hjartslátt þjóðarinnar og vilja þá skilur maður ekki hvernig hægt er að hunsa það algjörlega. En fari svo að stjórnin neiti að víkja þá "so be it" og mótmælin munu líklega harðna þá verulega og þeim fjölga. En ekki viljum við fá aðra "kristalsnótt" eins á aðfararnótt miðvikudags er það? Jæja, þetta er svona meinlaust í kvöld hjá mér enda fékk ég mér saltfisk í kvöldmat, hann róar huga og sál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að setja mig á lista með þessum frábæru konum, Láru Hönnu, Katrínu, Rakel og Heiðu.
Þú ert með betri jafnréttissinnum og nú koma konur sterkar fram á sjónarsviðið og eru til í að berjast fyrir framtíð þjóðarinnar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:12
Sjáðu nú hvernig (ekki) lýðræðið á Íslandi er, formaður flokksins RÆÐUR öllu. Henni er treyst, af flokksfélögum sínum, til að ákveða hvað á að gera! Einni manneskju er treyst til að taka ákvörðun er snertir líf og framtíð allra Íslendinga. ÞETTA ER EKKI Í LAGI. ÞETTA ER EKKI LÝÐRÆÐI.
Þetta er nákvæmlega eins og í Sjálfstæðisflokknum. Þar eru fáir sem ráða öllu.
Ekki að undra að svona sé komið fyrir okkur.
Góður faðir ertu, að taka þátt með dóttur þinni í því að berjast fyrir réttlætinu. Ég sjálf ræði hér á hverju kvöldi við 16 ára son minn og við skiptumst á skoðunum. Þau eru, jú, framtíðin og það eru þau sem þurfa að borga.
Ps: Takk fyrir bloggvináttu.
Halla Rut , 24.1.2009 kl. 23:49
Lítið mál Jakobína, þið valkyrjur nútímans eru hreint æði. Ég hefði varla þorað að segja allt sem ég hef sagt á blogginu (sem er mest á vísi.is) nema fyrir móralska hvatningu ykkrar.
Jamm Halla, það er sko ekki furða þó hér sé allt í steik. Hafi menn haft aðrar skoðanir en forystan þá eru þeir frystir í hel. Nánast sama hvar í flokki menn standa.
Mér finnst frábært að hún dóttir mín skuli hafa fengið áhuga á þessu og er afar stoltur af henni. Mörg kvöldin er ég búin að útskýra fyrir henni af hverju landið hennar er á hausnum. Hverjir gerðu það, hvers vegna þeir leyfðu því að gerast, af hverju þeir gerðu ekki neitt til að forðast það,farið yfir söguna og af hverju hún skiptir máli núna, flokkakerfið og kosningar og margt fleira. Magnað hversu hugsandi stúlkan er í dag og vill breyta hlutunum til hins betra. Gott að heyra að þú ræðir við drenginn þinn um málin. Þau þurfa á okkur að halda, nú sem aldrei fyrr þegar verið er að ræna framtíðinni frá þeim.
heiðurinn er allur minn af bloggvináttunni,
Arinbjörn Kúld, 25.1.2009 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.