Í dag
22.1.2009 | 22:23
fór ég og sýndi samstöðu með mótmælendum í borg óttans þ.e. þeim friðsömu mótmælendum sem þar eru. Ég get ómögulega sætt mig við þá hegðun sem sumir hverjir sýndu s.l. nótt. Ég varð stoltur af þeim mótmælendum sem stilltu sér upp fyrir framan lögregluna og reyndu þannig að skýla henni. Ég fór alla vega niður á ráðhústorg á Akureyri eins og í gær og barði makintos dós. Í gær blés ég í andaflautu. Hugurinn í fólkinu finnst mér frábær, það ætlar engin að gefast upp fyrr en stjórnin segir af sér og boðar til kosninga. Við vorum nokkuð mörg í gær enda frábært verður og líklega um 300 manns þegar mest var. Fá vorum við hins vegar í dag, kannski rétt um 20 í rigningu og blota. Mér skilst að blásið verði til mikilla mótmæla á laugardag. Mér skildist að verið væri að skipuleggja óvæntar uppákomur, að sjálfsögðu friðsamar.
Í gær var maður nokkuð vongóður um að til tíðinda dragi í dag eftir ályktanir nokkura samfylkingarfélaga og orð varaformannsins og sumra þingmanna. En svo komu viss vonbrigði að sjálfsögðu þegar ISG tjáði sig. Hlynt kosningum í vor en vill samt sitja áfram. Sorrý ISG en við treystum þér og samstarfsflokki þínum ekki til þess. Svo einfalt er það.
Geir er skrítin, vissuð þið það? Hann sagði t.d. í gær í Mannamáli hjá Sigmundi Erni sem var svo rekin í morgun, þegar hann var inntur eftir því af hverju ekki væri t.d. hægt að afskrifa hluta hækkana af húsnæðislánum landsmanna, (þannig fékk ég alla vega söguna), en þá svaraði hann: og hvað á þá að gera við þá sem skulda EKKERT? Maður verður alveg orðlaus yfir slíku svari. Það er satt, hann lifir í einhverri allt annari veröld en við hin.
En hvað ætli sé um að vera á stöð2? Er ein allsherjar þöggun í gangi og er að fara í gang einhver halelúja væðing eins og maður hefur séð í þessum "nærmyndar" innskotum í íslandi í dag? Ég veit hver á kompaníið og ætli hann sé sestur við stjórnborðið og tekin við? Fer kannski að koma að því að bloggið á vísi.is lokist með einhverjum töfrabrögðum s.s. að fara rukka bloggara og þagga þannig niður í þeim? Yrði maður nokkuð undrandi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2009 kl. 02:00 | Facebook
Athugasemdir
Það er mikill áróður í gangi á stöð 2. Hver snillingurinn á fætur öðrum mætir í nærmynd til þess að undirbúa jarðveginn fyrir eitthvað pot.
Ég held að allt sé komið á ferð og að ríkisstjórnin sé að riða til falls.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:51
Nú er búið að opna fyrir undirskriftir við áskorun til forseta og Alþingis um utanþingsstjórn og boðun sjórnlagaþings á vefsíðunni Nýtt lýðveldi, slóðin er www.nyttlydveldi.is
Kristbjörn Árnason, 23.1.2009 kl. 00:30
Geir lifir í annarri veröld en við. Hann er 7 ára strákur í sandkassa og af því að vinir hans eiga þykkari seðlaveski en hinir þá er hann sannfærður um að hann eigi að ráða!! Við hin sjáum að það sem hnann álítur sandkassa er alþingishúsið; þjóðþing Íslands...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.1.2009 kl. 01:04
En takk fyrir að taka vaktina í dag í slagverðinu. Ætla að mæta á morgun. Reikna með að það verði tekin svipuð ákvörðun hér og í Reykjavík að standa bara vaktina fram undir átta og fresta svo mótmælum fram að göngunni á laugardag.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.1.2009 kl. 02:08
Já, það er eitthvað í kortunum á stöð2. Ég er bara farinn að hlakka til helgarinnar. Á að vera í fríi og læ mitt ekki eftir liggja.
Arinbjörn Kúld, 23.1.2009 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.