Jæja Geir

Ég veit ekki hvað það er í umhverfinu sem blindar augu þín og teppir eða brenglar orð landa þinna áður en þau berast eyrum þínum. Kannski ertu hættur að skilja íslensku eftir áratuga setu í fílabeinsturninum, ég veit það ekki og líklega sérðu bara það sem þú vilt sjá orðið. Þú sagðir í kvöld í sjónvarpinu að þú ætlir ekki að leyfa okkur að kjósa. Þú segist hafa umboð til 2011. Það er rétt en það umboð fékkstu árið 2007 þegar allt lék í lyndi á eyjunni okkar og smjör draup af hverju strái að þinni sögn. Síðan þá hefur komið í ljós að með fulltingi þínu og fyrrum samstarfsmanna og kvenna var landið okkar rænt auðlindum sínum . Ykkur tókst meira að segja að selja mannauðinn og vinnu hans áratugi fram í tímann. Þú og þitt fólk kaus að hunsa og hæða erlenda fræðimenn og velunnara sem vöruðu okkur við. Sögðuð þá heimska og ættu að sækja sér meiri menntunar. Þú og þitt fólk settuð landið á hausinn. Það er miklu meira en nóg til að missa það umboð sem þú telur þig hafa.

Þú sagðir líka í sjónvarpinu að við myndum eyðilegga samstarfið við AGS ef gengið yrði til kosninga á vordögum. Ég veit ekki betur en AGS sé slétt sama hvaða flokkar og hvaða menn stjórna. Sjóðurinn skiptir sér ekki af pólítík. Ertu að gefa í skyn að sjóðurinn treysti bara þér og engum öðrum? Heyr á endemi! Þér er ekki sjálfrátt. Go home! Þú sagðir að við myndum þá eyðileggja þann árangur sem náðst hefði á síðustu vikum ef við myndum kjósa í vor, hallló Geir, árangur? Hvaða árangur ertu að tala um? Gjaldþrot þjóðarinnar? Ertu kannski stoltur af því hvert þú fórst með þjóðina? Þú veist það kannski ekki en þjóðþing nágrannalanda okkar hafa frestað afgreiðslu þeirra lána sem til stóð að lána okkur. Það er gert vegna þess, Geir að landar þínu hafa í massavís sent tölvupósta á þingmenn þessara landa og beðið þá um að hinkra með lánveitinguna vegna þess að þeir treysta ekki ríkisstjórninni fyrir þessum peningum.

Þú nefndir það líka að það yrði efnahagsleg óstjórn ef stjórnin færi frá. Efnahagsleg óstjórn! Þú hlýtur að vera spauga þegar þú lætur þér þessi orð um munn fara. Hvernig má það vera að hægt sé að tala um efnahagsstjórn þegar þú og stefna flokks þíns hafa gert landið gjaldþrota. Þú kennir um alþjóðlegri fjármálakreppu. Sú kreppa á sinn þátt í hruninu en samt segja sömu menn og þú og þinír hæddu og spottuðu að hvort sem kreppa hefði orðið eða ekki þá hefði þetta samt gerst því þið leyfðuð bönkunum að sanka að sér skuldum erlendis svo næmi 9-12 földum landsframleiðslu, þvert á ráðleggingar allra. Þetta kallar þú ábyrga stjórn efnahagsmála. Engin getur nema þú. Þetta er misskilningur hjá þér. Þú ættir að hafa vit á því að segja af þér áður en mótmælin fara að valda einhverjum líkamstjóni. Þú hefur kannski ekki tekið eftir því en fólk er að mótmæla um allt land og er við það að fá nóg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

EGGJAKASTIÐ var aðalfréttin í spænska sjónvarpinu (kanski aðalfréttin fyrir mig) en mikið er döpur Íslandshliðin á pólitíkinni.

Það er víst óhætt að segja að lífið er það sem við gerum úr því! Gott eða slæmt!

www.zordis.com, 22.1.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir flottan pistil. Þetta er frábær þjóð með vonda ráðamenn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:17

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega og þeir þurfa að fara.

Arinbjörn Kúld, 22.1.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband