Hver á Ísland?

Í kvöldfréttum stöðvar 2 var sagt frá einum fjármálagerningi Glitnis sem sem fólst í því að búa til svo kallaðan skulabréfavafning með veði í kvóta nokkurra íslenska útgerða. Allt í þeim tilgangi að ná sér í erlendan gjaldeyri. Vafningur þessi var seldur erlendum bönkum. Mér flug í hug að flestar skuldir Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja, Norðurorku og fleiri stórra fyrirtækja eru í erlendri mynt þ.e. skuldir þeirra eru erlendis og væntanlega með veði í orkunni okkar og vatni. Bankarnir fjármögnuðu sín húsnæðislán með lánum erlendis. Stærstur hluti annarar lánastarfsemi er sömuleiðis fjármagnaður með erlendu fé.

Horfandi á þessa mynd kemst ég ekki að annari niðurstöðu en að ísland er komið að stærstum hluta í eigu erlendra banka. Hafandi einnig í huga að orkufyrirtækin hafa átt erfitt með að fjármagna sig með erlendu lánsfé eftir hrunið hljóta erlendir bankar komist að þeirri niðurstöðu að landið sé yfirveðsett og varla á vetur setjandi. Við sem sagt eigum ekki neitt lengur nema á pappír og sá pappír er einskis virði.

Landráðamönnunum tókst að koma landinu undir erlend yfirráð, það á bara eftir að segja okkur það. Við erum búin að missa okkar efnahagslega sjálfstæði og það þýðir einfaldlega að sjálfstæði okkar er ekkert. Nú sitjum við og stöndum eins og AGS, Bretar, Hollendinar og fleiri þjóðir vilja og er Icesave málið skýrasta dæmið þar um. Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar Geirs H. Haarde er öll vörn í því máli talin vonlaus og þjóðin látin gjalda fyrir glæpi örfárra einstaklinga. Okkur er leyft að þræta og þrasa hér innanlands og ríkisstjórninni leyfist enn að setja á svið það sem þeir kalla "samningaviðræður" við erlenda aðila. Samt verður niðurstaðan ávallt sú að þjóðin borgar og það big time! Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Ari

Ég skrifaði einmitt pistil um þetta fyrr í kvold.

Guðmundur Óli Scheving, 6.1.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er málið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.1.2009 kl. 00:53

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sagan er orðin óendalega döpur og seinni tíma kynslóðir munu dæma okkur hart. Búið er að selja auðlindina úr landi. Það er að verða óvinnandi verk að moka flórinn. Ég hef það á tilfinningunni að stjórnvöld séu svo skelfingu lostin að þau séu lömuð. Ég get ekki ímyndað mér annað en að veðin haldi fyrir erlendu bankana, það er nóg að líta á Icesafe málið til að staðfesta það. Þú tekur lán erlendis, setur þetta sem veð, ferð á hausinn og lánveitandinn gengur að veðinu, punktur.

Arinbjörn Kúld, 7.1.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband