Úpps!

Um þessar "sumar ástæður" á að upplýsa almenning um. Nema hann verði kolvitlaus auðvitað sem er ástæðan fyrir leyndinni. Þessi frétt gefur ímyndunaraflinu lausan taumin. Verður landið hernumið ef ekki? Sett á hafnbann? Erlend viðskipti fryst? Viðskiptaþvinganir? Hver veit, en ljótt er það.
mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ekki úr ræðustóli? Hvar þá.

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Eygló

Ef ekki má upplýsa þessar "sumar ástæður" vegna hagsmuna okkar, er auðvitað ekki hægt að segja okkur hverjar þær eru.....

Segði ykkur hugsanlega þessar ástæður yrði ég beðin fallega :)

Eygló, 30.11.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Jón Steinar var að upplýsa á síðunni minni að Birgitta hefði kjaftað frá.

Við getum andað léttar, Reykjavík verður ekki sprengd í loft upp.  Það gæti hins vegar svo farið að Moodys bjargaði orkuveitunum frá sínum skuldahremmingum með því að lækka lánshæfni Íslands.  

Og þá förum við kannski að lifa á sjálfsaflafé, ekki lánsfé, og jafnvel að borga eitthvað af skuldum okkar til baka.

Ég kalla þetta nú góðar fréttir, ekki vondar fréttir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2009 kl. 10:32

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir innlitið góða fólk. Ég var einmitt að velta því fyrir mér í gærkvöldi Ómar en þorði ekki að gera það upphátt en kannski væri það lán í öllu óláninu ef þetta svokallaða mat færi til andskotans og ömmu hans. Þá fengjum við engin lán og færum kannski að lifa á okkar sjálfsaflafé og kannski greiða niður skuldir!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.12.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband