Stríðið gegn íslandi

Michael Hudson, bandarísku sérfræðingur í alþjóðafjármálum ritar grein í fréttablaðið í dag. Við lestur greinarinnar setur mann algjörlega hljóðan. Nánast í losti. Í þessari grein reynir hann að segja okkur íslendingum að við höfum orðið fórnarlamb fjármálalegrar hryðjuverkárásar af höndum útlendinga sem studdir voru af íslensku bankamönnum! Ég ætla ekki að fara nánar í greinina en hvet alla til að lesa greinina. Michail þessi verður í silfri Egils á morgun ásamt öðrum bandarískum manni sem hefur kallað sig "economic hitman" eins konar efnahagslegur leigumorðingi en það er hlutverk einhvers einstaklings sem fer í herferð gegn einhverju landi á vegum alþjóðlegra samtaka eða banka eða einhverrar skítastofnunar til að koma efnahag þess lands í kalda kol. Báðir þessir menn eru þekktir um heim allan nema hvað ég hef ekki kynnt mér þá eða heimasíður þeirra og skrif sem eru víst aðgengilegar á netinu. Á eyjan.is hefur Egill Helgason oft sagt frá þeim, ég hef bara fram að þessu lagt mátulegan trúnað á samsæriskenningar þeirra, hef talið vanda okkar að mestu heimatilbúin.

Sé þetta rétt og íslenskir bankamenn samstarfsaðilar einhverra erlendra kúkalabba sem hafa markvisst komið okkur á hausinn þá er ekki eftir neinu að bíða með handtökur og húsleitir. Mér finnst þetta svakalegar fullyrðingar og eitthvað hljóta menn að hafa í höndunum til sönnunar, einhver gögn eða upplýsingar sem leiða menn á sporið. Grein Hudsons vekur enn fleiri spurningar í huga manns og eru þær þó ótal fyrir. Nóg að sinni, bíð spenntur eftir Silfri Egils.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

... og hvað svo eftir Silfur morgundagsins Það verður víst að koma í ljós. Vona að efnahagsbrotadeildin sitji fyrir framan tækin og bretti svo upp ermarnar strax eftir þáttinn!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.4.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Það er mikill fengur að fá þessa tvo menn hingað í heimsókn. Það ljós sem hefur verið að renna upp fyrir manni í allan vetur munu þessir tveir koma í skiljanleg orð. Jóhannes Björn (vald.org), sem oft hefur verið gestur í Silfrinu hefur í mörg ár talað um sömu hluti. Það sem okkur vantar mest af öllu er sú heildarsýn sem þessir menn koma með.

Bendi á þessa gömlu frétt: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/04/01/vildi_gera_island_gjaldthrota/

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 4.4.2009 kl. 23:33

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þegar ég las greinina hans Michael Hudson í fréttablaðinu í gær sá ég loksins birtu framundan.  Ef allt er satt sem í greininni stendur og úrræðin sem hann bendir á, þá fer allt batnandi hérna.  Ég sá allavega vonarneista. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2009 kl. 02:57

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebb, það verður fróðlegt að sjá Silfur Egils í dag. Sé þetta rétt verður auglóst hvað gera þarf.

Arinbjörn Kúld, 5.4.2009 kl. 08:26

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Heldurðu að það geti verið að bankamenn og eigendur bankanna hafi óhreint mjög í pokahorninu ... ég sem hélt að Davíð Oddsson bæri ábyrgð á öllu saman hehehe

Ingólfur Þór Guðmundsson, 5.4.2009 kl. 21:19

6 Smámynd: Eygló

Þá er það spurningin hvort íslenskir ráðamenn telji sig þurfa leiðbeiningar "einhverra útlendinga" til að redda öllu, þeir séu nú fullfærir um að gera allt sjálfir, enda sé þetta bull og úrtölur og bara samsæriskenning.

Eygló, 6.4.2009 kl. 06:25

7 Smámynd: Offari

Ég hef aldrei skilið hvernig bankar frá Íslandi gátu náð sé í svona mikið fjármagn. Mér datt satt að segja helst í hug að hér væri stundaður peningaþvottur eða erlend öfl að reyna að ná völdum á Íslandi.  

Margar samsæriskenningar hafa skotið upp í kolli mér en ég tel að einna helsta orsökin fyrir heimskreppuni seé of hátt fasteignaverð. Almmennigur hefur ekki lengur fjármagn til að halda hagkerfinu gangandi því það fer allt í öflun húsnæðis.

Offari, 6.4.2009 kl. 10:24

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Snýst þetta ekki frekar um að orða hlutina a þann veg að fólk skilji hvað hafi gerst.  

Og Hudson lýir ástandinu mjög vel.  Þú borgar ekki meira en þú aflar og ef þú borgar ekki IFM þá gerast hræðilegir hlutir.

Og Hudson er að lýsa kerfi sem hefur skapað hörmungar um allan heim hjá fátækum þjóðum.  Þá ypti fólk öxlum en núna eru það okkar börn sem enda á öskuhaugunum nema við fullorðna fólkið spyrnum við fótum.

En annars fengum við Norðfriðingar 2 heiðursmenn í heimsókn.  Herbert og Hjálmar.  Þar sem ég var sá eini á Neskaupstað, sem hafði áhuga á björgun Íslands, þá spjallaði ég við þá um hugljómun.  Og maður fyllist hugljómun að sjá Herbert.  Venjulegur maður sem sagði hingað og ekki lengra.  Og maður trúir honum og einlægni hans.

Á svona stundum grætur maður heilsuleysið og þá staðreynd að geta ekki orðið að meira liði.  Reyndi samt að telja honum í trú um að hann gæti frelsað heiminn.  Og Hjálmar á að skipa svona hundrað manns (hann þekkir svo marga) að hætta þessu væli og gera gagn.  

En í alvöru talað þá var sorglegt hvað fáir mættu og leiðinlegt hvað stutt er í kosningar.  Eins og við höfum rætt þá er einhver stífla að bresta og fylgið mun leka af fjórflokknum.  En gerist það í tíma?

Vona að landvættirnir skakki leikinn og styðji Borgarahreyfinguna.  

Ég mun gera það og hvet allt mitt fólk til að gera það sama.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2009 kl. 23:21

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk öll, ég svara seint. Hef verið afar upptekin í ýmsu vafstri og ekkert getað eða nennt að blogga eða tjá mig. Þetta er æði skuggalegt ef rétt er. Tek undir með Ómari um að fá landvættina með okkur, sem þeir munu gera. einhvern tíman snýst gæfan í lið með okkur en það er mikið til undir okkur sjálfum komið hvort við leyfum gæfunni að koma.

Arinbjörn Kúld, 8.4.2009 kl. 21:14

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband