Pælingar

Síðustu dagar hafa verið að venju nokkuð viðburðaríkir. Ég tók þá ákvörðun fyrir helgi að pása mig aðeins á blogginu. Manni hættir til að verða svolítið þunglyndur ef maður tekur ástandið og allt sem á undan er gengið inn á sig. Hvað um það. Maður verður að líta á björtu hliðarnar líka. Mótmælin í vetur hafa skilað okkur nýrri stjórn. Davíð Oddson fór líka á endanum úr seðlabankanum en það þurfti heila lagasetningu til. Eini maðurinn á íslandi auk Eiríks félaga hans í bráð og lengd sem þarf að fá á sig lög til að hætta. Við tók norðmaður að nafni Sven. Eitthvað hafa menn verið að bræða með sér að ráðning hans hafi verið ólögleg enda kveði stjórnarskráin á um að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar. Ég skal ekki dæma um það, hann er víst skipaður í embætti og þá er allt leyfilegt.

Framboðsmálin taka á sig sífellt tja, svona ævintýralegri blæ. Alls kyns pælingar og vangaveltur um hitt og þetta. Nenni varla að tjá mig um það allt saman. Finnst þó undarleg ásókn margra í framboð. Kannski gera menn sér ekki grein fyrir þeim risavöxnu verkefnum sem fram undan eru? Hvernig sem kosningarnar fara í vor þá hef ég þá tilfinningu að næsta vor/vetur verði aðrar kosningar og mótmælin blossi upp að nýju í haust ..... jamm þegar ýmislegt fer að koma í ljós og í framkvæmd.

Mogginn var seldur útgerðarmönnum. Þá er það ljóst að á þeim síðum mun ekki fara fram vitræn umræða um kvótamálin og evrópumálin. Tveir stærstu fjölmiðlar á íslandi verða þá áfram í eigu sérhagsmunahópa. Aðeins þarf að afskrifa um 3 milljarða í þessum viðskiptum. Hver skyldi borga þær afskriftir? 200 milljónum minna en bankastjórar útrásarbankana greiddu sér í laun og hlunnindi á síðustu 5 árum. En þeir greiddu sér  fyrir að vakna á morgnana 3.200 milljónir á 5 árum. Góðir!

Einhver endurreisnarnefnd er starfandi á vegum sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi mjög forystu og stefnu flokksins síðustu árin. Mér fannst það virðingarvert og hélt í einfeldni minni að flokkurinn ætlaði í naflaskoðun og endurmat. Geir var ekki á sama máli. Vildi meina að þeir einstaklingar sem störfuðu í þessari undirnefnd settu þetta fram í eigin nafni, ekki flokksins. Væri ekki að marka. Væntanlegur formaður flokksins steig svo á stokk og tilkynnti að stefnan hefði ekki brugðist, bara eitthvað fólk. Mig minnir sterklega að ég hafi heyrt nákvæmlega sömu orð þegar sovétríkin og austurblokkin hrundi, gömlu kommarnir urðu æfir og kenndu heimsku fólki um, ekki kommúnismanum. Framkvæmd stefnunnar hefði klikkað. Einn þingmaður sjálfstæðisflokksins kom svo fram í sjónvarpi og baðst afsökunar fyrir sína hönd. Ég hugsa að sá þingmaður nái líklega endurkjöri, kæmi mér ekki á óvart.

Jæja nóg að sinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég verð víst að biðjast afsökunar það var víst ég sem hætti að braska þegar mér var ljóst að verðið gat ekki endalaust hækkað. Fyrirgefðu þetta var óvart.

Offari, 4.3.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Það er satt hjá þér að maður getur orðið dapur af því að blogga um þjóðmálin.  En ég var reiður í gær þegar ég sá að öllum kjaftasnakkurum landsins var sama þó þjóðin væri plötuð til að greiða ICEsave.  Fæ ekki betur séð en að það eru bara ég og Björn Bjarna sem þjást af Ís-heilkenninu.

En þá er að rífa sig upp og ég fór að lesa blogg annarra og er í miklu betri skapi.  Þið bregðist ekki í andstöðunni.  Bíð spenntur að lesa hvað Jakobína hefur handa okkur í dag.  En erindið var að kommentera á hina meintu iðrun þingmannsins.  Þegar sú iðrun og annarra skemmdarvarga  velferðarkerfisins í eiginhagsmunaskyni byggist á því að iðrast mest að hafa látið ríkið þenjast svona út (borga samkeppnisfær laun og lágmarks framfærslu öryrkja) og telja það aðalástæður hrunsins þá tek ég hóflega mark á því.  Minnir mig dálítið á Nassann sem missti það út úr sér á þingi Kristilega demókrata eftir stríð að ástandið í Þýskalandi hefði aldrei orðið svona slæmt (í rústunum) ef ríkið hefði verið afkastameira í að fjarlæga gyðinganna.  Sumir reyna alltaf að snúa ósigrum sínum sér í vil.  Og ég fæ ekki betru séð en að Vilhjálmur og ko hafi forherst í andstöðu sinni gegn velfrðarkerfinu.  

Vil frekar forherta glæpamenn sem öllum er ljóst að séu glæpamenn en irðrandi syndara grátandi krókódílatárum í þeim eina tilgangi að undirbúa næsta glæp.  Best er samt að fá raunverulega iðrun og fyrirgefningu.  En núverandi umræða er endurskipulagning frjálshyggjunnar til nýrra voðaverka.  Svo t.d að Ásta Möller hafi meira að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2009 kl. 09:23

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þér er fyrirgefið Offari. Að geta fyrirgefið er gott.

Ómar minn, ég er sammála þér. Ég vil ekki sjá krókódílatár bara til þess eins að frjálshyggjan nái völdum aftur, ég tek mig geta séð í gegnum það.  Við sjáum alveg í gegnum blekkingarnar sem þeir sumir reyna enn að grýta framan í okkur. Ég sé alveg í genum icesave líka en óttast að það sé ekkert sem við getum gert lengur. Við verðum neydd til að greiða þessa fáránlegu reikninga. Að öðrum kosti snúi umheimurinn sér gegn okkur, hann óttast fordæmið verði okkur gefið eftir að greiða sparnað saklaus fólks sem bankarnir sviku úr því. Það held ég að sé málið.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 4.3.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband