Hver á ísland?

Spurði einn umdeildur stjórnmálamaður einu sinni. Ég er búinn að vera afar hugsi síðustu vikur og einkum og sér í lagi í dag eftir að fréttir bárust af því að náðst hefði samkomulag við lánardrottna gömlu bankana þ.e. Glitnis og KB-banka um eignarhlut þeirra í þeim nýju sem reistir voru upp úr rústum þeirra gömlu. Landsbankin skilin eftir enda baneitraður í bak og fyrir.  Fyrst í stað fagnaði ég eignaraðild erlendu aðilana en svo fóru að renna á mig tvær grímur ef ekki fleiri. Með þessari eignaraðild þá eignast þessir erlendu aðilar ísland meira og minna. Þeir fá bankana, fá fyrirtækin sem tekin hafa verið yfir og vald guðs yfir þeim sem eru í gjörgæslu bankana og munu lenda. Þeir fá vald yfir okkur, þessum venjulega íslending sem skuldar húsnæðislánin sín, bílalán og önnur lán sem hinn venjulegi maður og kona hafa tekið. Þeir fá vald yfir bóndanum sem veðsett hefur jörð sína, framleiðslu og búfénað. Þeir fá vald yfir útgerðinni, fiskvinnslunni og kvótanum.

Í raun held ég að þetta hafi verið löngu ákveðið eða strax á fyrstu vikum kreppunnar þegar ljóst var að erlendir kröfuhafar bankana væru að tapa þúsundum milljarða eða um 13.500 milljörðum á hruni bankana. Icesave, ESB og svo þessi "einkavæðing" bankana eru nátengd.

Í fyrsta lagi þá hafa erlendir kröfuhafar sett mikin þrýsting á yfirvöld í bretlandi, hollandi og öðrum ríkjum ESB auk ESB sjálfs til að endurheimta þá fjármuni sem íslensku bankarnir "stálu" frá þeim auk icesave reikningum almennings, líknarfélaga og opinberum aðilum í þessum löndum.

Í öðru lagi eru þessi lönd ásamt ESB svo sannfærð um rétt sinn og málstað að þau settu íslandi einhverja afar kosti sem íslensk stjórnvöld telja svo ægilega að þau geti ekki skýrt frá þeim opinberlega eins og berlega hefur komið í ljós. Þeir fáu sem fengið hafa að sjá þessa kosti verða skelfingu lostnir og snýst hugur um leið og hvetja til þess að við tökum á okkur ógnarskuldbindingar icesave samkomulagsins og bæta þannig icesavereikninghöfum tjón sitt.

Í þriðja lagi er verið að bæta þessum erlendu kröfuhöfum tjón það sem gömlu bankarnir ollu þeim með því að færa þeim innlendar eignir á formi skulda almennings og fyrirtækja í þeirri von að skaði þeirra verði bættur að fullu í fyllingu tímans.

Í fjórða lagi hefur stjórnvöldum verið gerð grein fyrir því að ísland fengi aldrei inngöngu í ESB með þessi mál óuppgerð og skaðin bættur að mestu eða öllu leiti. Jafnfram hefur stjórnvöldum verið gerð grein fyirr því að ísland gæti aldrei unnið sig út úr vandanum nema ganga í ESB sem verður þá væntanlega á ljóshraða svo við getum tekið upp evru sem fyrst. Upptaka evru verður svo tilkynnt innan nokkura missera því erlendir kröfuhafar vilja ekki eiga allar þessar eignir og alla þessa rentu af þeim í ónýtri mynt.

En hverjir gætu þessir afarkostir verið fyrir utan það að einangra landið á öllum sviðum og svelta það til hlýðni. Eins og það sé ekki nægilega slæmt þá gæti ég sem best trúað því að þessir hryllilegu afar kostir væru einfaldlega þeir að íslenskum stjórnvöldum hafi verið hótað málssókn sem ísland gæti ekki annað en tapað og yrði dæmt til til greiðslu allra skulda bankakerfisins eða um 13.500 milljarðar auk algerrar einangrunar á öllum sviðum. Gelymum því ekki að stjórnvöld hafa aldrei gefið annað í skyn en að íslensku bankarnir væru með ríkisábyrgð og jafnvel lýst því yfir opinberlega sbr viðtal við DO á sínum tíma við einhverja erlenda sjónvarpsstöð í fyrravetur. Málssókn sem ísland myndi tapa og alger einangrun eru kostir sem ég held að engin stjórnmálamaður vildi takast á við og hvað þá sannfæra þjóð sína um að það væri besta leiðin út úr kreppunni. En eins og sagt er þá setur sá sem á gullið reglurnar og við erum sem sagt að komast alfarið í eigu erlendra aðila hvort sem okkur líkar betur eða verr. Mig skortir einfaldlega ímyndunarafl til að ímynda mér aðra afar kosti eða eitthvað annað sem fær hárin til að rísa á þeim sem séð hafa afarkostina.

 

Spurningu Jóns Baldvins Hannibalssonar hefur því verið svarað. Landið er í eigu erlendra fjármálastofnana, bankar eða vogunarsjóðir? Dulítið slæmt að vita ekki hver á mann. Vantar andlit á viðkomandi.  HFF!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir frábæran pistil Ari. Þessu máli hefur verið haldið vandlega leyndu og er enn hulið leynd.

Það á bara að kasta þjóðinni fyrir björg. Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde drógu sig bara kurteisilega í hlé og nú eru Jóhanna og Steingrímur að þrífa upp eftir þau skítinn og þeim ferst það ekki vel úr hendi.

Þau eru öll í sama liðinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.7.2009 kl. 03:09

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flottur pistill, og ég er sammála HFF

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.7.2009 kl. 00:58

3 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Kristallklárt hjá þér. Þú ættir að senda þetta til birtingar í blöðin. Mjög vel skrifað.

Lilja Skaftadóttir, 22.7.2009 kl. 10:43

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hin íslenska þjóð er hina eini réttmæti eigandi landsins og hvað sem öllum skuldabréfum líður munum við endurheimta það eignarhald úr herkví fjármagnsauðsvalds.

Héðinn Björnsson, 22.7.2009 kl. 11:01

5 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Þessu er ég sammál Héðinn.

Lilja Skaftadóttir, 22.7.2009 kl. 11:30

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk öll og Héðinn hittir naglann á höfuðið, landið er okkar hvað sem öllum skuldabréfavafningum líður.

Arinbjörn Kúld, 22.7.2009 kl. 21:16

7 identicon

Við gefum ekkert frá okkur því við erum sjálfbær og rúmlega það samkvæmt fréttum. Við erum með góða fiskistjórn ekki ofveiði eins og margar aðrar þjóðir, einnig eru góð teikn um olíu á okkar lögsögu sem við börðumst um við Bretana á sínum tíma og sem betur fer unnum við og einnig erum við á fullu að vinna að umhverfisvænum efnum til að fylla á farartækin sem við notum. Verum stoltir Íslendingar og gefum ekkert eftir.

Elsa Eiríksdóttir Hjartar (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:34

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Elsa við eigum að vera stolt og ekki láta vaða yfir okkur eins og verið er að gera núna.

Arinbjörn Kúld, 24.7.2009 kl. 23:30

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Var að koma heim úr tölvuleysinu til að halda uppá afmæli strákanna minna.

Leit að sjálfsögðu við og  þarf náttúrlega að tjá mig.

Ég held að þú sért með naglann á höfðinu.  Og einhver hótun í þessum dúr beygði ekki bara Steingrím Joð, heldur líka Geir Harde á sínum tíma.  Enda hef ég alltaf sagt að mun auðveldara sé að gagnrýna en að standa í sporum þeirra  sem ábyrgðina bera.

Hvað gera þeir sem ábyrgðina hafa þegar þeir upplifa aðeins skelfingar sem valkosti þjóðar sinnar????

Það má svara bæði út frá siðferðislegri viðmiðun og eins út frá skynseminni.

Gunnar Hersvein heimspekingur afgreiddi siðfræðina skilmerkilega í grein sinni í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum.  Hans niðurstaða var ákaflega einföld, forsendur siðmenningar bresta ef rangindi ráða för og það er rangt að samþykkja ICEsave.  Nema menn vilja auðvita að lögmál villimennskunnar séu ríkjandi viðmið í samskiptum þjóða, en á endanum leiðir það til eins og það er gjöreyðing mannkyns.  Þetta er  grunnástæða þess að fátækir enskumælandi piltar, frá gjörvöllu Samveldinu, svöruðu ákalli Churchills og komu Englandi til bjargar á ögurstund þegar flestir flugmenn þess voru óvígir ( reyndar mé ekki gleyma Þorsteini flugkappa).

Siðmenningin var lífsins virði og hvað íslensku þjóðina varðar þá hlýtur hún að vera virði einnar hungurvöku.

En hvað um skynsemina er spurt??

Í það fyrsta þá byggist slík hótun á valdboði, enginn lýðræðislegur dómstóll myndi dæma þessar skuldir á íslenska þjóð.  Lögin eru klárlega okkar megin, jafnt lög lýðræðisþjóða Evrópu sem og öll alþjóðleg lög og mannréttindasáttmálar, jafnt Evrópu sem Sameinuðu þjóðanna.   Í þessu samhengi megum við aldrei gleyma, hversu mjög sem okkur mislíkar málflutningur ráðamanna, að orð þeirra eru jú bara orð, ekki lög.

En valdboð eru jú valdboð og það er greinilegt að sú hótun er mjög sterk í huga Steingríms Joð.

En í öðru lagi, hversu líklegt er að grónar lýðræðisþjóðir Evrópu taki upp hætti villimanna?????

Hefur sést til sprengjuflugvéla á sveimi yfir Reykjavík???  Eða þungvopnaðra herskipa á sveimi fyrir utan Reykjavíkurhöfn????  

Ef svo er, þá mætti fyrst prófa að kalla á loftrýmiseftirlit NATO og biðja það um að vísa boðflennunum út úr lofthelgi og landhelgi landsins.  En gangi það ekki eftir þá er mikill munur að gefast upp fyrir vopnaðri árás ofureflis, en að gefast upp fyrir ímyndunum og innantómum  hótunum ofbeldismanna.

Hvað með viðskiptaþvinganir er spurt????  Engin lýðræðisþjóð getur sett slíkt á nema það standist lög, og það hlýtur öllum að vera ljóst að atbeini dómsstóla er það síðasta sem meintir ofbeldismenn vilja.

En hindrun og hnökrar á utanríkisviðskiptum er raunhæfur möguleiki, til dæmis með ólöglegri beitingu fjármagnsþvingana.  En hver er kostnaðurinn við það versus óviðráðanlegur kostnaður ICEsave nauðungarinnar?????

Halda menn að heimurinn, sem á ekki næga fæðu handa öllum jarðarbúum, að hann hætti að borða íslenskan mat????  Bara til að sýna gráðugum fyrrum nýlenduveldum stuðning???  Eða halda menn að bandaríski auðhringurinn Alcoa sætti sig við að Evrópuþjóðir hindri álviðskipti Íslendinga????? 

Allar svona hótanir þurfa að standast heilbrigða skoðun skynseminnar og þessi gerir það ekki.  Vissulega geta samskipti við Evrópu skaðast tímabundið, en það er ekki vegna þess að við erum að gera eitthvað rangt, heldur Evrópa.  Og vissulega geta útflutningstekjur fallið vegna lélegri markaða, en hvað með það þegar hinn gífurlegi kostnaður ICEsave er borinn saman við það tekjutap.  Og þó við fáum ekki frekari lán, þá er slíkt gæfa, ekki bölvun.  Við erum þegar of skuldsett sem þjóð.  

Og það er aðeins græðgiatvinnulíf auðmanna sem er háð erlendum lántökum.  Gleymum því aldrei.

Mín niðurstaða er því sú að skammir mínir eru réttmætar og ég tek heilshugar undir orð Héðins að það er aðeins einn aðili sem á Ísland, og það erum við sjálf.  

Og sá eignarréttur er helgur.  Blóð, sviti og tár genginna kynslóða í ellefu hundruð ár sköðuðu hann.

Kveðja að austan til ykkar fyrir norðan.  Megi rigningin öll vera fyrir sunnan.

Ómar.

Ómar Geirsson, 29.7.2009 kl. 11:59

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur.

"sköpuðu hann" vildi ég sagt hafa í niðurlagi mínu.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 29.7.2009 kl. 12:01

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk Ómar, rök þín eru óhrekjanleg. Vildi óska að öll þjóðin læsi bloggið þitt. Ég get ekki að því gert en tilfinning mín er sú að byltingin nálgist óðfluga ef svo fer sem horfir, samþykkt icesave og niðurskurðurinn í kjölfarið. Hvar verðum við þegar byltingin hefst spyr ég mig? Hvað munum við gera?

Og megi rigningin, blessunin fara heimsækja sunnlendinga sem sárlega þurfa á henni að halda.

Kveðja Ari

Arinbjörn Kúld, 29.7.2009 kl. 23:25

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott að Ómar er mættur til leiks. Ágætt að fá þennan pistil með pistlinum. Sæll Ari er að skreppa norður um helgina. Ætlar þú að baka?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.7.2009 kl. 02:39

13 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Verð á næturvöktum um helgina og get þ.a.l. lítið bakað. En kannski verður hægt að gera eitthvað annað.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 30.7.2009 kl. 11:05

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.  Er bara að stelast, en mæti vonandi ferskur í haust.

En Arinbjörn, mér þætti það ekki mjög fyndið ef þjóðin tæki upp á því að lesa blogg mitt, svona almennt séð.  Slíkt væri mjög heftandi á alla stríðni og galgopaskap.  Jafnvel hætta að tala um vitgranna fjölmiðlamenn.  Vissulega vonaði ég í upphafi bloggferils míns að ég gæti tekið þátt í að móta umræðu um framtíðina og hvað væri þess virði að berjast fyrir.  En því miður var styrkur minn ekki nægur til að slíkt tækist.  En áreitið hefur heppnast ágætlega og margt smátt gerir eitt stórt.

En í mínu nærumhverfi, þá er það fjölmiðlarnir sem  stjórna skoðanamyndun fólks.  Ég hef ekki einu sinni getað fengið pabba minn til að horfa fram á við.  Og því miður þá held ég að stjórnin hjakki áfram.  Hvað gerist í haust, veit ég ekki.  Hræddur um að það verði hvorki líf eða dauði.  

En þar sem rauði loginn brennur, þar er von.

Og hér er sólin að koma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2009 kl. 11:37

15 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það vill oft gleymast að eignarrétturinn er varinn samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu.  Eignir verða ekki teknar af fólki nema að bætur komi til.  Útlán bankanna eru þeirra eignir sem erlendir kröfuhafar eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá landsins.  Réttur skuldara er enginn samkvæmt stjórnarskrá. 

Ef við ætlum að taka þessar eignir eignarnámi án þess að bæta kröfuhöfum tjónið með því að láta þá eingast útlánin og veðin eða skuldabréf með ríkisábyrgð teljumst við ekki réttarríki.   Stjórnarskráin væri þá lítils virði.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 31.7.2009 kl. 16:19

16 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rétt Andri Geir. Ég held að þegar fólk tali um eignaupptöku þá er það að meina meintar eignir útrásardólgana og þá fjármuni sem þeir hafa hugsanlega komið undan.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 31.7.2009 kl. 21:26

17 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Auðveldast var að ná þessum eignum í október því lengra sem líður því erfiðara verður það.  Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að nálgast eignir sem eru geymdar í evrum og dollurum í kössum í bílskúrum á Tortola?

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.8.2009 kl. 08:44

18 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góð spurning Andri Geir. Aðeins með hjálp alþjóðasamfélagsins getum við er ég hræddur um.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.8.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband