Icesave og landráðin

Ég hef áður skrifað um landráð útrásartröllana tengt icesave og fleiri málum, bæði á þessu bloggi og fengið það birt á smugunni, sjá hér. Um talsverðan tíma hef ég haft af því áhyggjur að ríkisstjórnin nýja myndi ganga til svokallaðra samninga við breta um ábyrgð þjóðarinna á þessum ránreikningum landsbankans í bretlandi. Í nýjum stjórnarsáttmála er skýrt kveðið á um að gengið verði til samninga við breta um fullnaðargreiðslu íslensku þjóðarinnar á innistæðum þessarar reikninga. Margir og þar á meðal ég eru á þeirri skoðun að okkur komi þessir reikningar ekki við, landsbankinn var einkafyrirtæki og var ekki með neina ríkisábyrgð. Tryggingakerfi það sem dekka átti innistæður þessara reikninga var hannað til að grípa inní ef einn banki lenti í vandræðum - ekki að heilt bankakerfi heillrar þjóðar hryndi til grunna þannig að ekkert stæði eftir. Á þessu er mikil munur. Íslenska þjóðin telur aðeins um 300-320 þúsund einstaklinga, fjöldi þeirra bresku einstaklinga sem átti innistæður í þessum reikningum í bretlandi er um 300 þúsund fyrir utan alla þá aðra aðila sem áttu fé á þessum reikningum.

Heildarinnistæður á þessum reikningum námu við hrunið um 600-700 milljörðum. Sitt sýnist hverjum um heimtur á þessum reikningum þ.e. hve mikið innheimtist og á hve löngum tíma. Bjartsýnisspá formanns skilanefndar landsbankans segir að um 70 milljarðar falli á íslensku þjóðina, það er 70 milljörðum of mikið. Íslenska þjóðin getur ekki greitt þetta og á ekki að reyna það.Við eigum ekki að velta þessum vanda og stuld útrásartröllana yfir á okkur sjálf og börn okkar.

Mér er spurn hvort nýkjörin ríkisstjórn ætli að fremja síðbúin "landráð" með því að leggja þessar byrgðar á þjóðina ofan á allt annað. Í lögum um landráð segir að:

100. gr. almennra hegningarlaga hljóðar svo:”100. gr. a. Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum, þegar verknaðurinn í ljósi eðlis hans eða með hliðsjón af aðstæðum þegar og þar sem hann er framinn getur skaðað ríki eða alþjóðastofnun alvarlega:

1. manndráp skv. 211. gr.,

2. líkamsárás skv. 218. gr.,

3. frelsissviptingu skv. 226. gr.,

4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni.

Hér er talað um hryðjuverk. Stofnun og rekstur þessara reikinga er ekkert annað en fjárhagslegt  hryðjuverk. Burtséð frá því og taki maður orðið hryðjuverk í burtu og horfir á hugsanlega samninga við breta og setur orðið samningur í staðin þá lítur þannig út að nýkjörin ríkisstjórn hafi í huga að fremja ómeðvitað, meðvitað eða af einskærum ótta við alþjóðasamfélagið landráð. Samningur af þessari stærðargráðu sem vegur alvarlega að undirstöðum samfélagsins, leggur velferða- og efnahagskerfið í rúst, skaðar stjórnskipulegar undirstöður og veldur uppnámi eða jafnvel uppreisn í samfélaginu kemst ansi nálægt því að vera tilræði við samfélagið.

Hvað er þá til ráða? Jú, við eigum að lýsa því yfir við alþjóðasamfélagið að við ætlum ekki að leggja þjóðfélagið í rúst með því að taka á okkur skuldir bankana. Við ætlum ekki að koma hér á viðvarandi fátækt og hneppa þjóðina í skuldafangelsi um ókomin ár. Við ætlum hins vegar að sjá til þess að þessir peningar verði sóttir hvar sem til þeirra næst í veröldinni og biðjum alþjóðasamfélagið um aðstoð til þess. Við ætlum einnig  að sækja útrásartröllin og leppa þeirra til saka fyrir landráð, fjársvik, umboðssvik, þjofnað, fjárdrátt, ólögmæta viðskiptahætti osvfr. Við ætlum einnig að bjóða bretum, hollendingum og öðrum þjóðum sem urðu fyrir barðinu á þessum glæpamönnum að sækja þá til saka fyrir þau lögbrot sem þeir kunna að hafa framið í þeim löndum. Á þennan hátt öðlumst við virðingu umheimsins aftur og eftir skamman tíma öðlumst við traust alþjóðasamfélagsins á ný ásamt því að taka rækilega til í okkar stjórnsýslukerfi. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er algjörlega sammála þér.  Góð og skilmerkileg færsla. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir pistilinn. Það er gott að sjá að einhverjir standi vaktina.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.5.2009 kl. 15:59

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Arinbjörn.

Takk fyrir þessa rödd þína.

Guðmundur Óli Scheving, 18.5.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk öll. Maður reynir og er alls ekki sofnaður á vaktinni. Margt að gerjast í huganum. Kemur síðar á bloggið.

Arinbjörn Kúld, 19.5.2009 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband