22 okt 2008

Ég var að lesa eldri blogg á bloggi mínu á vísi.is og rakst þá á þessa frá 22 okt í fyrra. Merkilegt hve lítið hefur breyst síðan þá. Hvað finnst ykkur?

"Margir spyrja þessa daganna hvað líður björgunaraðgerðum Íslenskra stjórnvalda og IMF. Hverju veldur þessi dráttur? Er það einfaldlega vinnan við það, skilyrðin sem sett verða, umfang eða eitthvað annað sem við vitum ekki? Er eitthvað huss huss í gangi? Eitthvað sem ekki eða engin þorir að segja frá? Rýnum aðeins í stöðuna.

Rætt er um að skellurinn sé um 12 föld landsframleiðsla þ.e. landsframleiðsla 12 ára. Landsframleiðsla árið 2007 var rétt ríflega 1.293 þúsund miljarðar. Skellurinn nemur því um 15.516 þúsund milljörðum, fimmtán þúsund fimmhundruð og sextán milljörðum isk. Ég er nánast ónæmur orðin fyrir slíkum upphæðum. Langstærstur hluti þessarar skuldar er tilkomin vegna bankana. IMF er skv. erlendum fjölmiðlum ásamt nokkrum öðrum þjóðum tilbúin til að lána tæplega 700 milljarða. Tæplega 700 milljarða í þetta svarthol. Eða sem svarar rétt rúmlega 4% upp í stóra skellinn. Hvernig eigum við að fara að því að greiða hin 94 prósentin? 700 hundruð milljarða lán er risalán og vaxtagreiðslur einar og sér hlaupa á milljörðum árlega. Mér skilst á fjölmiðlum að lán þetta ætti að liðka fyrir lánum annarsstaðar. Annarsstaðar? Hvar? Hver í veröldinni getur hugsað sér að lána einhverjum meira þegar viðkomandi skuldar 12 ára tekur fram í tíman? Ef svo ólíklega vildi til að við fengjum lán fyrir öllu þessu þá tæki það meira en 12 ár að greiða það niður, meira en 24 ár að greiða það niður. Lætur nærri að það tæki ekki minna en 48 ár að greiða það niður. Af hverju? Jú, með landsframleiðslu greiðum við fyrir:

  • Menntakerfið
  • Heilbrigðiskerfið
  • Almannatryggingakerfið
  • Samgöngukerfið
  • Utanríkisþjónustu
  • Löggæslu og marg fleira sem okkur þykir sjálfsagt, þar á meðal laun og eftirlaun stjórmmálamanna.

Það sem eftir er fer til greiðslu skulda ef e-ð er eftir. Undanfarin ár höfum við verið svo lánsöm að við höfum getað greitt niður skuldir ríkisins hratt og ríkissjóður því nánast skuldlaus, en það hrekkur skammt þegar skellurinn er af þessari stærðargráðu. Hvað þýðir þetta allt saman? Jú, ef við verðum látin greiða fyrir brjálæðið þá er afar líklegt að:

  • Velferðakerfið verður fyrir verulegum niðurskurði
  • Vextir verða áfram hærri en í nágrannalöndum okkar, a.m.k. helmingi hærri
  • Innflutningur mun dragast verulega saman
  • Vöruverð mun halda áfram að vera hátt samanborið við önnur lönd og jafnvel hækka umtalsvert
  • Atvinnuleysi í áður óþekktum tölum og viðvarandi
  • Gjaldeyrisskömmtun viðtekin venja og margt fl. sem ég hef ekki pláss til að telja upp, (nenni því ekki heldur, nógu svartsýnt er þetta)

Ef þetta er ekki þjóðargjaldþrot eða efnahagslegt hrun, tja hvað er það þá? Það þorir bara engin að segja okkur það. IMF telur það ekki hlutverk sitt að tilkynna okkur það, hafa eflaust sagt ríkisstjórninni það og hún hefur ekki kjarkinn til þess enn sem komið er. Er það skýringin á flótta ráðherra undan fjölmiðlum? Er það ekki skýringin á orðum Ingibjargar Sólrúnar þegar hún segir að staðan er mun alvarlegri en hún átti von á þegar hún kom frá New York? Geir segir að IMF bíði eftir þjóðhagsáætlun, er hægt að koma fram með slíkt plagg ef ástandið er jafnvont og það virðist vera? Yrði slík áætlun yfirhöfuð raunhæf í þessari stöðu? Hæpið og því má álykta sem svo að IMf bara bíði þar til ríkisstjórnin gefist upp og þá taki IMf og ESB yfir öll okkar mál og sjálfstæði okkar liðin tíð. Bölmóður, svartsýnisþrugl og vitleysa, já, sammála því en upplýsingaskortur, fát og vandræðagangur ríkisstjórnarinar gefur fullt tilefni til þess, nema ég sé að misskilja þetta herfilega, líkt og Georg Bjarnfreðason. Vonandi er ég að misskilja allt saman og þetta sé allt saman í gúddí. En svona í framhaldi, eigum við e-ð að ræða þetta með landráð???"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fólk er haldið almennu vonleysi, vegna siðferðisrofsins sem heltekið hefur íslenskt þjóðfélag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.3.2009 kl. 01:30

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir þessa góðu upprifjun og það var sko allt í lagi að lesa þetta tvisvar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.3.2009 kl. 01:42

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Var að koma til byggða í bloggheiminum.  Hafði ekki lesið þetta áður.  En þetta er vandinn og hann verður að leysa.

Þess vegna má ekki skuldsetja þjóðina að hún rís ekki undan skuldaböggunum.  Og það þarf að gefa uppá nýtt.  Og þá meina ég upp á nýtt.  Ný hugmyndafræði.  Ný vinnubrögð.

Jakobína tekur vel á þessu með greinum sínum um sjálfbærnina.  Einhvers staðar þar liggur lausnin.

En til hamingju með framboð Borgarahreyfingarinnar.  Ykkar er framtíðin

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2009 kl. 22:44

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk öll og þér Ómar sérstaklega fyrir hamingjuóskirnar. En mér fann dáldið "vírað" að lesa þetta aftur um 6 mánuðum síðar og lítið breyst. Íslenska þjóðin þarfnast vonar og vonina þufum við að kveikja í brjósti fólks.

Arinbjörn Kúld, 31.3.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband